• UPPSKRIFTIR
  • BLOGGIÐ
Kökudagbókin
  • UM SÍÐUNA
    • FJÖLMIÐLAR
  • FAQ
  • HAFÐU SAMBAND
  • UPPSKRIFTIR
  • BLOGGIÐ
  • UM SÍÐUNA
    • FJÖLMIÐLAR
  • FAQ
  • HAFÐU SAMBAND
18/05/2011  |  By Eva In Afmæli, Blár, bleikur, Börn, Fondant, Grænn, Gulur, Kökuskraut, Rauður, Uppskriftir

Afmælis muffins

Afmælisdagur í dag! Systir mín átti afmæli og því upplagt að gera góðan eftirrétt þar sem okkur var boðið í mat til múttu ásamt litlu frænku mínum. Mér fannst upplagt að gera tvennskonar muffins og ákvað að prufa tvær nýjar uppskriftir úr bókinni 200 cupcakes eftir Joanna Farrow. Fjölbreytileikinn er mikill og hægt að fá margar hugmyndir.

Súkkulaði-jarðaberjamuffins og stafrófsmuffins urðu fyrir valinu. Þær voru báðar tiltölulega einfaldar í vinnslu en stafrófsútgáfan var þó ein sú einfaldasta sem ég hef gert.

Hér má sjá brot af stafrófskökunum sem voru hrikalega ljúffengar.

Með öðrum bakgrunni. Formin sem ég notaði fást hjá Allt í köku.

Hér fylgir uppskriftin fyrir þá sem vilja prufa ofur einfalda en gómsæta uppskrift.

Stafamuffins:

  • 125 gr smjörlíki (mjúkt)
  • 125 gr sykur
  • 2 egg
  • 145 gr hveiti 
  • 1/4 tsk matarsódi
  • 1 og 1/4 tsk lyftiduft
  • hnífsoddur salt
  • 1 tsk vanilludropar
  • 50 gr hvítir súkkulaðidropar

Skreyting:

  • 50 gr hvítir súkkulaðidropar
  • 200 gr af fondant (sykurmassa) 
Öllum hráefnum nema súkkulaðinu skellt saman og hrært í ca 1-2 mínútur. Svo er súkkulaðinu skellt út og sett í formin. Gerir 12 kökur. 
Bakist við 180°C í 20 mínútur eða þegar orðnar nokkuð stinnar. Best er að kæla þær á kökugrind.
Stafirnir geta verið skornir út meðan á bakstrinum stendur svo þeir fái að stífna. Súkkulaðið er brætt, sett um það bil ein teskeið á hverja köku og stafirnir settir yfir. Það gæti þurft að pensla stafina með vatni eða sykurmassa lími svo þeir renni ekki af hvor öðrum.
Eins og ég sagði gerði ég tvennskonar og var sú seinni súkkulaðimuffins skreyttar með súkkulaði og jarðaberi.
Hér má sjá brot af þeim:
Hérna voru þær komnar í kassann á leið í matarboðið
Ég skal setja inn uppskriftina af þessari við tækifæri. Ég minni einnig á að þið getið séð fleiri myndir á myndasíðunni.

Print Friendly, PDF & Email

Share this:

  • Email
  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest
fondant hugmyndir hvítt súkkulaði jarðarber krakkakökur litir muffins stafamuffins súkkulaði

Article by Eva

Previous StoryUppskrift – Smjörkrem
Next StoryRósarterta með lóðréttri lagskiptingu

Related Articles

  • Vikan-Páskar-2018
    Páskaumfjöllun
  • trufflur-1
    Bóndadags trufflur

3 replies added

  1. Tota 18/05/2011 Reply

    Ó vá!

    Ég skal bjóða þér í mat ef þú sérð um eftirréttinn og býður upp á svona súkkulaði möffins!

  2. Pingback: Kirsuberjamuffins |

    […] sem ég notaði er að mestu leyti er úr bókinni 200 cupcakes sem ég sagði ykkur frá um daginn en ég breytti henni […]

    Reply
  3. Pingback: Sítrónu-lime og appelsínu-döðlu muffins | Kökudagbókin

    […] hérna koma þær, tek þó fram að þetta eru ekki mínar eigin uppskriftir heldur úr bókinni 200 cupcakes sem ég hef oft vitnað í en ég á það til að breyta þeim eða aðlaga að hráefnum sem eru […]

    Reply

Leave your comment Cancel Reply

(will not be shared)

LEITA

DAGATAL

July 2022
M T W T F S S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031
« Mar    

NÝLEGAR FÆRSLUR

  • Öðruvísi heimagerð páskaegg
  • Páskaumfjöllun
  • Ferðalagið mikla og ný tækifæri
  • Nýtt útlit
  • Svampbotnar

MERKIMIÐAR

56% súkkulaði 70% súkkulaði air brush bolludagur Brauð brúðarterta brúðkaup döðlur Ferming flórsykur fondant gum paste haframjöl halloween hrekkjavaka hugmyndir hunang hvítur jarðarber karamella karamellur konfekt kókos leiðbeiningar Lodge muffins möndlur pottabrauð pottjárn páskaegg páskar rjómi sara bernhard sjávarsalt skírn smjörkrem sykur sykurmassi síróp sítrónur sörur súkkulaði trufflur tveggja hæða uppskrift
  • UPPSKRIFTIR
  • UM HÖFUND
  • BLOGGIÐ
  • DAGATAL
  • HAFÐU SAMBAND
©Kökudagbókin 2011-2020
loading Cancel
Post was not sent - check your email addresses!
Email check failed, please try again
Sorry, your blog cannot share posts by email.