• UPPSKRIFTIR
  • BLOGGIÐ
Kökudagbókin
  • UM SÍÐUNA
    • FJÖLMIÐLAR
  • FAQ
  • HAFÐU SAMBAND
  • UPPSKRIFTIR
  • BLOGGIÐ
  • UM SÍÐUNA
    • FJÖLMIÐLAR
  • FAQ
  • HAFÐU SAMBAND
17/08/2011  |  By Eva In Uncategorized

Áhöld til kökuskreytinga

Ég var að vafra um veraldarvefinn eins og svo oft áður og finnst mér einstaklega gaman að skoða áhöld til kökugerðar og kökuskreytingar. Ég á nú þegar töluvert magn af áhöldum EN að sjálfsögðu langar mig í fleiri! Þegar ég álpast inn í verslun sem selur vörur í baksturinn enda ég oft á að ganga út með eitthvað, þó það sé ekki nema eitthvað smátt! Því datt mér í hug að segja ykkur frá nokkrum áhöldum og hvar þið getið nálgast þau hérlendis en ég hef keypt nokkuð af mínum að utan, t.d. fengið vini eða ættingja til að kippa með sér hinu og þessu og eftir því. Það var þó aðallega vegna þess að þær voru ófáanlegar hérlendis en nú eru tvær verslanir sem sérhæfa sig í kökuskreytingavörum og eru það Allt í köku og mömmur.is. Hinsvegar eru verslanir eins og Kokka, Húsasmiðjan, Partýbúðin og Byggt og búið með allskonar vörur og á ég það til að renna við til að athuga úrvalið.

Ég verð að játa að mér finnst best að geta skoðað vöruna áður en ég kaupi hana þar sem að stundum er ekki raunveruleg þörf fyrir það sem mig langar í en löngunin vaknaði ef til vill þegar ég sá YouTube myndband eða annað kökublogg. Þess vegna versla ég síður við vefverslanir nema að hafa séð eða prufað vöruna hjá öðrum. Hér kemur þetta þó, vona að þetta gagnist ykkur eitthvað og gefi ykkur smá innsýn í þennan stóra heim kökubaksturs og kökuskreytinga.

Eitt af fyrstu “settunum” mínum var Blómamótasett frá Wilton, algjört æði verð ég að segja. Finnst bókin gefa greinargóðar leiðbeiningar og öll tól með 🙂 ég vara ykkur þó við að það er nauðsynlegt að vinna með gum paste til að geta gert flest þessara blóma eða setja tylose út í heimagerðan sykurmassa. Þetta lærði ég eftir mikið tuð og vesen. Ég sá svo að þetta sett fæst hjá mömmur.is þannig að ef einhverjir eru miklir blómasjúklingar þá gæti þetta verið málið.Annað sett sem ég fjárfesti í til að byrja með var 25stk sett með litum, stútum, blómanagla o.fl. og frá Wilton (en ekki hvað…). Fyrir þá sem eru að huga að því að dunda sér í þessu en vilja ekki fara alla leið þá er þetta sett snilldar sett. Það hefur að geyma nokkra af algengustu toppunum, sprautupoka, sprautupokafestingar, blómanagla og liti. Ég fékk mitt í Partýbúðinni á sínum tíma en ég hef einnig séð það í Húsasmiðjunni.

Þar sem ég er bæði fyrir smjörkrems og sykurmassaskreytingar á ég nokkuð fyrir hvorutveggja. Mynstursett getur verið mjög hentugt að eiga, sérstaklega ef ímyndunaraflið er gott en ég á stundum erfitt með að blanda mynstrunum saman. Það er þó lítið mál fyrir sköpunarglaða og hef ég séð margar snilldartertur sem hafa eingöngu nýtt sér svona mynstursett. Það eina sem þarf að gera er að pressa þessu á smjörkremið (nú eða sykurmassann) og fylgja línunum og voila, komið þetta svaka flotta mynstur sem er samt eins allan hringinn.

Ég á einnig svona stafasett sem ég hef stundum notað en einhverra hluta vegna virkar það ekki alltaf hjá mér. Held að þar komið óþolinmæðin inn í, þ.e.a.s. að ég geti ekki fylgt línunum heldur vilji rúlla þessu upp á svipstundu en það er bara ekki alltaf svo auðvelt. Ég hef oft þurft að æfa mig að skrifa nafnið eða textann fimm eða tíu sinnum áður en ég treysti mér til að skrifa það á tertuna. Báðar verslanirnar sem ég nefndi að ofan eiga allskonar stafasett fyrir þá sem hafa áhuga á að skoða það nánar.

Nú kemur hinsvegar að stóra settinum sem ég á en það er 56 stk stútasettið (master tip set) frá Wilton. Ég hef notað það í strimla ef svo má segja og alltaf jafn ánægð með það. það er hægt að gera svo margt með smjörkremi og einum topp að ég á oft bágt með að trúa því fyrr en ég reyni það sjálf. Ég hreinlega verð að sýna ykkur mynd af settinu sem og blómunum sem hægt er að gera.

Hér eru til dæmis rosalega krúttleg blóm og hægt að fylla í þau með doppu af öðrum lit sem gerir þau enn raunverulegri.

Svo eru allskonar skeljar sem er upplagt til að gera kringum kökurnar eða á brúnirnar.

Hér eru svo topparnir sem eru notaðir í stafa og doppugerð meðal annars.

Svo eru laufblaðatopparnir t.d. ef þið eruð búin að gera rós með rósartopp þá er upplagt að sprauta nokkur laufblöð með.

Þá er nú eins gott að gleyma ekki að benda ykkur á þá toppa en toppur #104 er algengastur.

Það eru auðvitað til fleiri gerðir, t.d. þessir sem gera gras, aðrir gera hjörtu og svo mætti lengja telja. Þið getið skoðað úrvalið hér.

Áður en ég held lengra langar mig til að benda á að þó svo að ég vitni í Wilton þá er það ekki alltaf “það besta” sem til er. Það er heldur ekki alltaf ódýrasta varan. Það eru til dæmis vörur frá Ateco, PME og eflaust fleir aðilum en ég mundi bara eftir þessum í bili.

Wilton er vissulega ódýrt í Bandaríkjunum EN í evrópu eru vörurnar þeirra RÁNDÝRAR og þær eru stundum ódýrari hér heima heldur en t.d. í Danmörku, það var a.m.k. reynsla mín þegar ég var þar núna í júlí. Einnig er innflutningskostnaður ansi dýr og bið ég ykkur því að hafa þetta í huga ef þið eruð að bera saman verðin á vörunum úti og hérlendis. Það er ekkert endilega ódýrara að panta sjálfur að utan og fá sent heim (nema þið þekki einhvern sem tekur með í farangurinn :p). Ég hef nefnilega sjálf gert þetta og það hefur alveg komið fyrir að sparnaðurinn var enginn og þurfti ég að bíða í nokkrar vikur eftir vöru þegar ég hefði getað fengið hana samdægurs.

Höldum þó áfram, ég keypti mér svo kennslubækurnar frá Wilton (course 1-3 og fondant & gumpaste) en ég fann þær á eBay á klink enda þarf bara að greiða 7% skatt af þeim. Þær hafa gefið mér fullt af hugmyndum en ég reyni að forðast að gera eins kökur því það gera svo margir alveg eins og þá missir kakan sjarmann.

Vá, þetta er farin að verða heil ritgerð, ég sem ætlaði bara að deila með ykkur nokkrum áhöldum sem ég á og get mælt með af eigin reynslu. Jæja, þið sem nennið ekki að lesa getið skoðað myndirnar og smellt á hlekkina ;). Ég á einnig sykurmassa og gum paste sett. En ég kunni nú ekki að nýta það almennilega fyrr en ég fór að gera hinar og þessar fígúrur ásamt annarskonar kökuskrauti eins og takkaskóna sem ég sýndi ykkur um daginn. Settið mitt lýtur út eins og á myndinni en ég veit að svipuð sett fást hér og hér. Þau fást bæði í setti og stök. Fyrir þá sem elska að gera fígúrur og að móta sitt eigið kökuskraut, þá mæli ég með að eiga allt settið. Fyrir hina sem vilja bara gera smotterí, þá gæti borgað sig að fá sér eina stykkið sem vantar.

Svo eru til svo mörg önnur frábært áhöld eins og borðaskeri, mynsturmottur, sáldrarar, flórsykurspoki, óteljandi stærðir af kökukeflum, vinnumottur og lengi mætti telja. Ég á allt af þessu nema pokann en mig hefur langað í hann í smá tíma. Einnig hefur mig langað í pokann sem tekur sprutustútuna og þannig hægt að setja í uppþvottavélina en það getur verið hörkuvinna að þvo 10-15 toppa með mismunandi mynstri og í mismunandi stærð.

Ég hef aðallega verið að sýna ykkur smjörkrems og sykurmassavörurnar en það er einungis vegna þess að ég er ekki komin nógu mikið inn í sykur og súkkulaðiskreytingarnar. Hinsvegar gerði ég geggjaðar (þó ég segi sjálf frá) bjórflöskur úr sykri í febrúar fyrir makann í tilefni afmælisins. Til þess að gera flöskuna þurfti ég að byrja á að búa til mótið og gerði ég það með copyflex. Verð að játa að efnið er í dýrara kantinum EN þetta er tær snilld og hægt að nota aftur og aftur. Ég get því gert sykurbjórflöskur þegar mér hentar eða þörf er á án þess að þurfa gera allt aftur. Þið getið fengið copyflex hjá Allt í köku en hérna eru leiðbeiningarnar sem ég notaði til að búa allt til. Ég notaði þó ekki isomalt heldur sykur og sýróp. Það eru til ódýrari leiðir og þær eru að kaupa síliconefni sem hægt er að pensla yfir flösku sem stífnar svo. Ég veit ekki hvar það fæst hér á landi en þið getið fundið meiri upplýsingar um þetta á YouTube.

Svo er auðvitað hægt að gera svo margt með sykrinum eins og brjóstsykur, sykurmola, sykurdemanta og svo framvegis. Nauðsynlegasta áhaldið (að mínu mati) er sykurhitamælir því að sykurinn verður að vera hitaður upp að vissu marki svo hann harðni rétt og hann má heldur ekki fara yfir því þá brennur hann og verður vondur á bragðið. Þið getið nálgast allt í brjóstsykursgerðina hjá slikkerí.is.

Hér verður staðar numið í bili. Ég tel nokkuð víst að það séu einhverjir sem hafi ekki náð að halda athygli þangað til í lokin en ég vona að eitthvað af þessu hafi verið gagnlegt. Mér þætti gaman að heyra hvaða áhöld þið eigið og teljð mikilvægast að eiga!

*best er að taka fram að myndirnar eru fengnar af heimasíðu Wilton í Bandaríkjunum.

Print Friendly, PDF & Email

Share this:

  • Email
  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest
áhöld fondant gum paste munsturskeri tól

Article by Eva

Previous StorySítrónu-lime og appelsínu-döðlu muffins
Next StorySveitakaka

Related Articles

  • Nafnatertur fyrsti hluti
  • Fermingar 2015

5 replies added

  1. Pingback: Sveitakaka |

    […] Skip to content HomeUm migUppskriftirFAQMyndirÁskoranir ← Áhöld til kökuskreytinga […]

    Reply
  2. Pingback: Krókur (úr Cars) |

    […] aftan á þar sem hann þurfti að vera nógu stífur til að haldast uppi. Ég notaði margvísleg áhöld til að hjálpa mér við ýmislegt og hérna kemur smá […]

    Reply
  3. Pingback: Krókur (úr Cars) | Kökudagbókin

    […] aftan á þar sem hann þurfti að vera nógu stífur til að haldast uppi. Ég notaði margvísleg áhöld til að hjálpa mér við ýmislegt og hérna kemur smá […]

    Reply
  4. Erla Björk Helgadóttir 13/09/2012 Reply

    Flott síða 🙂 Er bara svona að spá hvort það sé hægt að fá svona kökuskreytingarsett hér á Íslandi?

    • admin 14/09/2012 Reply

      Takk Erla 🙂

      já, þú getur fengið kökuskreytingarsett hjá Allt í köku, búðin er staðsett í Ármúla 23. Það vill svo vel til að það eru tilboðsdagar hjá þeim í dag og á morgun, mæli með að kíkja til þeirra og sjá hvort þú getir ekki gert góð kaup.

Leave your comment Cancel Reply

(will not be shared)

LEITA

DAGATAL

July 2022
M T W T F S S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031
« Mar    

NÝLEGAR FÆRSLUR

  • Öðruvísi heimagerð páskaegg
  • Páskaumfjöllun
  • Ferðalagið mikla og ný tækifæri
  • Nýtt útlit
  • Svampbotnar

MERKIMIÐAR

56% súkkulaði 70% súkkulaði air brush bolludagur Brauð brúðarterta brúðkaup döðlur Ferming flórsykur fondant gum paste haframjöl halloween hrekkjavaka hugmyndir hunang hvítur jarðarber karamella karamellur konfekt kókos leiðbeiningar Lodge muffins möndlur pottabrauð pottjárn páskaegg páskar rjómi sara bernhard sjávarsalt skírn smjörkrem sykur sykurmassi síróp sítrónur sörur súkkulaði trufflur tveggja hæða uppskrift
  • UPPSKRIFTIR
  • UM HÖFUND
  • BLOGGIÐ
  • DAGATAL
  • HAFÐU SAMBAND
©Kökudagbókin 2011-2020
loading Cancel
Post was not sent - check your email addresses!
Email check failed, please try again
Sorry, your blog cannot share posts by email.