Eitt af því sem hefur verið mallað undanfarnar helgar er nýjasta uppáhald bóndans eru Amerískar pönnukökur í morgunmat eða brunch. Ég vissi ekki alveg hvar ég ætti að byrja leita en endaði á að fara á Allrecipes og fann þar snilldar uppskrift. Ég breytti henni reyndar örlítið þar sem mér fannst of mikið salt í henni en hún er að öðru leiti óbreytt.
Mér finnst oft voða hentugt að taka til öll hráefnin áður en ég byrja, það kemur líka í veg fyrir að hráefnisskortur uppgötvist í miðjum bakstri 🙂
Á myndina vantar reyndar sykurpokann en ég gleymdi að taka hann fram. Næst er að sigta þurrefnin og mynda holu í miðjunni
Bræðið smjörið og hellið því ásamt mjólkinni og egginu í miðjuna hrærið saman.
Svona ætti blandan að líta út. Kekkjalaus og frekar þétt í sér.
Þegar ég gerði þessa uppskrift fyrst gleymdi ég mér aðeins og stóð deigið á borðinu í um eina klukkustund. Þegar ég gerði hana svo aftur vbeið ég ekkert en komst að því að mér fannst deigið betra eftir að það var búið að standa. Ég mæli því með að þið leyfið því að standa ef tími gefst til.
Hitið pönnu á miklum hita og byrjið að steikja. Ég er með Teflon pönnu og sleppti því allri olíu og nýtti mér ísskeiðina góðu til að skammta.
Svona litu þær svo út hjá mér eftir að vera steiktar báðu megin. Þær eru ca 1-3 mín á hvorri hlið, eftir þykkt og hita á pönnu.
Gott er að strá smá flórsykri yfir og bera fram með hunangi, sírópi og berjum eða öðru sem hugurinn girnist 🙂
Uppskrift:
- 185 gr hveiti
- 3,5 tsk lyftiduft
- 1/2 tsk salt*
- 1 msk sykur
- 300 ml mjólk
- 1 stk egg
- 3 msk ósaltað smör, brætt**
Upphaflega uppskrift af Allrecipes.com
Verði ykkur að góðu!
[hr]