• UPPSKRIFTIR
  • BLOGGIÐ
Kökudagbókin
  • UM SÍÐUNA
    • FJÖLMIÐLAR
  • FAQ
  • HAFÐU SAMBAND
  • UPPSKRIFTIR
  • BLOGGIÐ
  • UM SÍÐUNA
    • FJÖLMIÐLAR
  • FAQ
  • HAFÐU SAMBAND
28/12/2011  |  By Eva In Afmæli, Brúnn, Fondant, Fullorðnir, Kökuskraut, Sykur, Uppskriftir

Bjór sykurflöskur

Nú er síðan komin í nýjan búning og vona ég að ykkur líki vel við. Ef þið rekist á villur einhversstaðar eða eitthvað sem virkar ekki sem skyldi, þá megið þið gjarnan láta mig vita, annaðhvort með því að skrifa við færsluna eða senda mér línu.

Síðast skrifaði ég lítillega um sykurklaka og lét fylgja með uppskrift. Næst á dagskrá er að segja ykkur frá sykurflöskum sem eru eins og bjórflöskur í laginu. Ég gerði mínar fyrstu sykurflöskur í febrúar en hafði ekki gert þær aftur fyrr en núna rétt fyrir jól þegar ég gerði útskriftartertu fyrir einn gutta. Ég mun segja ykkur nánar frá kökunni í næstu færslu en ég er með nokkur verkefni sem mig langar að segja ykkur frá á næstunni, ætli jólafríið fari ekki í nokkrar færslur og fleiri tilraunir 😉

Sykurflöskurnar er hægt að gera á nokkra vegu eins og sykurklakana en besta hráefnið sem ég hef unnið með hingað til eru Isomalt stangir bræddar í örgbylgjuofni og hellt í mót. Hinsvegar eru þær full dýrar miðað við magnið sem þarf. Einn pakki (204 gr) dugir í 1 og 1/2 flösku, það þarf því tvo pakka í 3 flöskur. Kosturinn er hinsvegar sá að hægt er að nota isomaltið aftur og aftur, bara hita það aftur í örbylgjuofninum eða í venjulegum ofni í hitaþolinni könnu (t.d. Pyrex). Heimagerðar uppskriftir sem birtar hafa verið á netinu kalla flestar á Korn síróp (Corn syrup) en það er ill fáanlegt hér á landi eins og svo margt annað frá Ameríku og leitaði ég því að annarri lausn. Ég fann Mrs. Butterworths síróp í Kosti sem er brúnt á litinn og gerði mér kleift að sleppa eða nota lítið af brúnum matarlit í flöskurnar.

Uppskriftin er afar einföld:

  • 1 dl sykur
  • 1 dl síróp
  • matarlitur eftir þörfum

Áhaldalistinn er hinsvegar aðeins stærri (sjá mynd):

  • Sykurflöskumót úr Copyflex (ég gerði eitt frá grunni eftir leiðbeiningum frá Chef Dominic Palazzolo). Hráefnin fékk ég hjá Allt í köku.
  • Hitaþolna könnu eða skál, t.d. Pyrex
  • Desilítramál
  • Skál
  • Lítil ferköntuð prik (létt og lítil föndurprik sem ég fékk í Byko og klippti niður – man ekki nafnið á þeim)
  • Sykurhitamælir (ekki bráðnauðsynlegt en hentugra).

Það fyrsta sem þarf að gera er að setja sykurinn og sírópið í hitaþolna könnu eða skál. Munið að hræra vel saman áður en þið setjið í örbylgjuna.

Blönduna þarf að hita í ca 6 og 1/2 mínútu til 7 1/2 mínútu á hæsta hita. Fer svolítið eftir hversu öflugan örbylgjuofn þið eruð með. Ef þið ætlið að lita flöskurnar þá er best að nota hitaþolin lit eða lita eftir að þið hitið og áður en þið hellið í flöskumótið. Ef þið notið Wilton lit eins og ég gerði í þessu tilviki eigið þið í hættu á að brenna blönduna (gerði það nokkrum sinnum þegar ég var að læra að gera flöskurnar) 😉

Þegar blandan er klár er best að hella henni strax í mótið, láta drjúpa af og setja í kæli og leyfa henni að kólna mjög vel áður en þið takið hana úr. Reynið þó að hafa sem minnst af loftbólum eftir því annars munu þær sjást í flöskunum. Það er aðeins erfiðara með sykur/síróp blönduna sem ég nota en með Isomalt stöngunum er mun auðveldara að losna við allar loftbólurnar og fá tæra flösku. Þar sem það þarf að hafa hraðar hendur á þessum tímapunkti á ég aðeins mynd af því þegar afgangurinn rennur úr mótinu.

Þegar flaskan er orðin nógu köld finnst mér best að geyma hana í kæli þangað til hún er sett á kökuna eða borin fram. Þær verða örlítið klístraðar á því en þá er engin hætta á að þær falli saman samanber “listaverkið” á myndinni 😉

Hér sést flaskan fullkláruð en engir merkimiðar komnir á hana. Á myndinni er einnig mynd af alvöru flösku (þó ekki flaskan sem ég tók mótið af). Sjáið þið muninn?

Sykurflöskur - Kökudagbókin

Hér kemur svo lokaútgáfan af flöskunum með miðunum á. Duff bjórinn úr Simpsons er afar vinsæll meðal margra enda einskonar fantasíubjór þó hann fáist nú í vínbúðum.

Sykurflöskur - Kökudagbókin

Print Friendly, PDF & Email

Share this:

  • Email
  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest
corn syrup korn síróp síróp sykur sykurflöskur uppskrift

Article by Eva

Previous StoryKökudagbókin fær andlitslyftingu
Next StoryDuff bjórflöskukaka

Related Articles

  • svampbotn-small
    Svampbotnar
  • Bolla bolla bolla

1 reply added

  1. Pingback: Duff bjórflöskukaka | Kökudagbókin

    […] Hér kemur loks lýsing á Duff bjórflösku kökunni sem ég hef verið að minnast á í síðustu tveimur færslum um sykurklaka og sykurflöskur. […]

    Reply

Leave your comment Cancel Reply

(will not be shared)

LEITA

DAGATAL

May 2022
M T W T F S S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031  
« Mar    

NÝLEGAR FÆRSLUR

  • Öðruvísi heimagerð páskaegg
  • Páskaumfjöllun
  • Ferðalagið mikla og ný tækifæri
  • Nýtt útlit
  • Svampbotnar

MERKIMIÐAR

56% súkkulaði 70% súkkulaði air brush bolludagur Brauð brúðarterta brúðkaup döðlur Ferming flórsykur fondant gum paste haframjöl halloween hrekkjavaka hugmyndir hunang hvítur jarðarber karamella karamellur konfekt kókos leiðbeiningar Lodge muffins möndlur pottabrauð pottjárn páskaegg páskar rjómi sara bernhard sjávarsalt skírn smjörkrem sykur sykurmassi síróp sítrónur sörur súkkulaði trufflur tveggja hæða uppskrift
  • UPPSKRIFTIR
  • UM HÖFUND
  • BLOGGIÐ
  • DAGATAL
  • HAFÐU SAMBAND
©Kökudagbókin 2011-2020
loading Cancel
Post was not sent - check your email addresses!
Email check failed, please try again
Sorry, your blog cannot share posts by email.