Fyrir skömmu birtist stutt viðtal við mig í Vikunni (sjá hér) þar sem við ræddum stuttlega páskaeggjagerð og birtust þar nokkrar hugmyndir af páskaeggjum í öllum stærðum og gerðum. Ætla ég að fara aðeins nánar í eggin hér að neðan. Fyrir þá sem vilja ekkert með súkkulaði að gera geta gert sér sæta páskaunga úr […]
Páskaumfjöllun
Loksins loksins segja eflaust einhverjir! Ég hef legið í hálfgerðum dvala undanfarið og því lítið um nýtt efni hér hjá mér. Ég hef þó ekki alveg setið auðum höndum. Hef verið á ýmiskonar handavinnu námskeiðum, ferðast og allt þar á milli. Fyrir skömmu hafði Vikan samband við mig og spurði mig aðeins út í páskaeggjagerðina hjá […]
Ferðalagið mikla og ný tækifæri
Það er orðið ansi langt um liðið síðan síðast, það verður að játast. Það má þó segja að ég hafi haft nokkuð góða afsökun fyrir fjarverunni en þann 11.febrúar síðastliðinn lagði ég af stað í heljarinnar ferðalag með Láru, yngri systur minni. Þetta hófst allt með því að litla systir mín sagði mér frá því […]
Nýtt útlit
Það er langt um liðið síðan síðast, vinnan, ferðalög og margt annað hefur gengið fyrir undanfarna mánuði en ég hef þó ekki setið auðum höndum . Ég hef í nokkurn tíma ætlað mér að uppfæra heimasíðuna í eitthvað fallegra og nútímalegra útlit sem hægt er að leika sér með og þróa enn frekar. Útkoman er svolítið frábrugðin […]
Svampbotnar
Einfaldir og léttir svampbotnar sem tekur skamma stund að gera
Ofur einfalt Pottabrauð
Þá er komið að þriðju brauð færslunni minni. Ég ákvað að geyma þessa þar til síðast því mér þótti þessi skemmtilegust af þeim og brauðið kom svo fallega og brakandi ferskt úr ofninum með góða skorpu en létt að innan. Þetta brauð minnir nokkuð á súrdegisbrauð en þó ekki. Ég ætla byrja á að segja […]
Einfalt pottabrauð
Einfalt og þægilegt pottabrauð með góðri skorpu en léttu brauði. Minnir eilítið á súrdeigsbrauð. Ég notaði pottjárnspott frá Lodge sem er 26cm að stærð.
Le Creuset Pottabrauð
Nú er komið að næstu brauð uppskrift. Eins og ég sagði frá í síðustu færslu fékk ég mikla þörf fyrir brauðbakstur og deili hér með ykkur uppskrift 2 af 3. Þessi uppskrift krefst þess að deigið sé hnoðað í hrærivél með deigkrók í 5-10 mínútur svo hún er ekki alveg jafn hentug fyrir heimili sem […]
Le Creuset Pottabrauð
Þetta brauð sem minnir á normal brauð en samt ekki. Það var góð og stökk skorpa og tel að þetta brauð gæti hentað vel sem súpuskál úr brauði.
Brauðið reyndist einnig frábært í heitan brauðrétt.
Pönnubrauð
Um helgina helltist yfir mig mikil löngun að skella í pottabrauð í pottjárnspottunum sem við eigum hér heima. Við eigum fallega klassískan rauðan stóra Le Creuset sem ég nota yfirleitt í kjötsúpur og matarmikla pottrétti. Svo eigum við Lodge pottjárnssett sem er bæði pottur og panna. Hér má sjá mynd af settinu en það fæst […]
Pönnubrauð
Fallegt hringlaga hálf flatt brauð með góðu kryddbragði.
Upprunalega uppskrift má finna hér að neðan.
Vatnsdeigsbollur
Gerir um 12 stk af miðlungsstórum bollum (auðvelt að tvöfalda)
Skemmtilegt ár framundan
Þegar áramótin renna í garð er ekki hjá því komist að líta aðeins um farin veg. Ég hef skrifað og deilt uppskriftum með ykkur í um fimm ár, sem er í senn skemmtilegur og merkilegur áfangi og hefur svo margt gerst og breyst síðan. Ég veit hreinlega ekki hvar ég á að byrja þegar ég hugsa […]
Bóndadags trufflur
Að vanda hef ég ekki setið auðum höndum en ég varð fyrir því óláni korter í jól að harði diskurinn hjá mér gaf sig og smá bið eftir varahlutum. Ég fæ því að hoppa í tölvuna hjá betri helmingnum þess á milli sem ég nýti sjö ára gamlan þjark sem hefur ekki sömu snerpu og […]
Súkkulaði trufflur með Viský
Tilvaldar í afmælisboð fyrir fullorðna 🙂
Vinsælasta jólakonfektið
Ég hef verið að fylgjast með umferðinni um bloggið undanfarna daga og vikur og má með sanni segja að jóla andinn sé kominn í mannskapinn því Sörur eru efst á listanum. Fannst mér því tilvalið að fara aftur yfir uppskriftina og aðferðina mína frá því fyrir nokkrum árum. Ég byrjaði á að gera þetta með […]
Franskar makkarónur (uppfærð uppskrift)
Ég hef verið að gera nokkuð af frönskum makkarónum með þeyttri saltaðri karamellu að undanförnu og fannst tilvalið að grípa tækifærið til að fara aftur yfir uppskriftina mína sem ég setti inn fyrir nokkrum árum. Ég hef t.d. prufað að nota eggjahvítur úr brúsa í stað þess að aðskilja eggin nokkrum dögum áður við góða […]
Franskar makkarónur
Frábært góðgæti við hvaða tilefni sem er. Franskar makkarónur Votes: 0 Rating: 0 You: Rate this recipe! Prenta uppskrift RétturKonfekt MáltíðKonfekt Fjöldi Undirbúningur 50 stk 10 mín Baksturstími Biðtími 90 mín 60 mín Fjöldi Undirbúningur 50 stk 10 mín Baksturstími Biðtími 90 mín 60 mín Franskar makkarónur Votes: 0 Rating: 0 You: Rate this recipe! […]
Cashew Skjaldbökur
Mikið vona ég að fyrirsögnin hafi vakið áhuga ykkur á uppskrift dagsins. Góðgætið sem varð fyrir valinu í dag voru semsagt Cashew Skjaldbökur. Mér finnst þetta algjört lostæti en ég sá þetta í Bandaríkjunum í einni af súkkulaðiverslunum sem ég heimsótti nú í haust. Þetta er í raun afskaplega einfalt, smá hrúga af cashew hnetum með karamellu […]
Cashew skjaldbökur
Lesið leiðbeiningarnar vel áður en þið byrjið.
Í stuttu máli er ferlið svona, (1) Setjið súkkulaði yfir vatnsbað og bræðið rólega, (2) gerið karamelluna, (3) undirbúið botnana meðan karamellan mallar, (4) hellið karamellunni yfir og að lokum smá súkkulaði. Leyfið að stífna.
Saltaðar karamellur
Þessar geymast best í ísskáp í ca 7-10 daga.
Súkkulaði lakkrís trufflur
Undanfarin jól hef ég ávallt gert eitthvað gott konfekt og stundum hefur mér tekist að gera eitthvað nýtt og skemmtilegt. Sumt af því býð ég upp á með aðventukaffinu, annað er mér til yndisauka og svo geri ég töluvert af konfekti í jólagjafir. Margir hverjir eiga alltof mikið af hinu og þessu og vilja frekar […]
Súkkulaði lakkrís trufflur
Þessar eru tilvaldar sem eftirréttur, í saumaklúbbinn, sunnudagskaffið, jólakonfekt eða önnur tilefni.
Þeytt söltuð karamella
Fyrir skömmu gerði ég nokkrar æðislegar franskar makkarónur með allskonar fyllingum og þar á meðal karamellufyllingu. Ég var í smá vanda með hvað væri best að gera og fór á veraldarvefinn í leit að innblæstri og fann þar snilldaruppskrift sem mig langar að deila með ykkur. Upprunalegu uppskriftina má finna hjá The Tough Cookie. Frönsku […]
Þeytt söltuð karamella
Tilvalin fylling í franskar makkarónur, krem á bollakökur, fylling milli botna eða jafnvel sem dýrindis krem á sörur.
Sörur
Súkkulaðitrufflur með sjávarsalti
Einfaldar trufflur
Hvítar sítrónutrufflur
Hvítar kókos- og sítrónutrufflur
Baileys Trufflur
Fljótlegar orkukúlur
Mig langaði afskaplega mikið að gera eitthvað gott nesti fyrir vinnuna sem gæti komið í veg fyrir að ég æti allt sælgætið sem birtist í vinnunni í viku hverri. Ég fór því á Pinterest í leit að nokkrum hugmyndum og fann eina æðislega uppskrift sema ég aðlagaði lítillega að því sem ég átti til og […]
Gómsætar orkukúlur
Mig langaði afskaplega mikið að gera eitthvað gott nesti fyrir vinnuna sem gæti komið í veg fyrir að ég æti allt sælgætið sem birtist í vinnunni í viku hverri. Ég fór því á Pinterest í leit að nokkrum hugmyndum og fann eina æðislega uppskrift sema ég aðlagaði lítillega að því sem ég átti til og […]
Nafnatertur fyrsti hluti
Það hefur verið nokkuð um fjölgun í vinahópnum sem og á vinnustaðnum og gaman að segja frá því að ég fékk þann heiður að gera tvær nafnatertur fyrir ekki svo löngu. Mig langar að byrja á að segja ykkur frá annarri þeirra sem var fyrir vinkonu mína sem ég kynntist í háskólanum fyrir nokkrum árum og […]
Fermingar 2015
Það er nú eflaust heldur seint að vera segja frá fermingartertum nú seint í september mánuði en ég get nú ekki sleppt því að segja ykkur stuttlega frá tertunum tveimur sem ég gerði í vor og sumar. Önnur var fyrir Ýmir Karl, son góðrar vinkonu til ríflega 10 ára og hin var fyrir frænku mína, Írisi […]
Chia- og súkkulaði orkustykki
Þar sem ég er byrjuð að segja frá nýja uppáhaldinu mínu í eldhúsinu verð ég að halda áfram og deila með ykkur annarri uppskrift af orkustykkjum sem mér finnst hrikalega góð. Upprunalegu uppskriftina má finna hjá Running on Real Food en ég hef aðlagað hana að því sem mér þykir best. Chia- og súkkulaði orkustykki, […]
Súper einföld og fljótleg orkustykki
Þið hafið nú eflaust orðið vör við það að ég hef ekki verið mikið í því að birta uppskriftir af hollari tertum og góðgæti enda er það ekki mitt sérsvið. Hinsvegar hreyfi ég mig orðið daglega og borða nokkuð hollt almennt, og hef því verið að kynna mér eitthvað örlítið hollara sem hentar með ræktinni, […]
Brúðkaup í Þykkvabænum
Ég fékk einstaklega skemmtilegt og krefjandi verkefni fyrir þessau helgi. Kunningjar úr Sniglunum báðu mig um þann heiður að gera brúðartertuna fyrir sig. Þau hittu mig fyrir þó nokkru til að ræða málin og smakka til tertuna sem ætti að verða fyrir valinu. Ákveðið var að velja tertu sem héldi sér vel og myndi falla […]
Mistök í bakstrinum
Kæru lesendur Í tilefni þess að Kökudagbókin heldur upp á 5 ára afmælið sitt í ár langar mig að efna til smá leiks. Ég á nokkrar frábærar sögur og myndir af mistökum en nú vil ég sjá myndir og heyra sögur frá ykkur. Hægt er að taka þátt í tveimur flokkum; besta klúðrið á mynd og […]
Páskaeggin í ár
Nú er komið að hinni árlegri “súkkulaði” hátíð en við erum einstaklega klár í að halda upp á Páskahátíðina með ofur súkkulaði áti og fjölbreyttum páskaeggjum. Árið 2013 gerði ég litla körfutertu með smáum páskaeggum, áríð 2014 fór ég hefðbundnu leiðina en þó með mismunandi súkkulaðitegundum. Fréttablaðið kíkti einnig í heimsókn það árið og má […]
Madagascar trufflu brúðarterta
Þegar Fréttablaðið hafði samband við mig í fyrir skömmu og bað mig um uppskrift að brúðartertu fyrir Brúðkaupsblaðið fór hugurinn á fleygiferð um hvað ég ætti að gera og hvaða uppskrift ég ætti að deila með ykkur. Ég hef áður sagt ykkur frá veigamikilli súkkulaðitertu sem hefur vakið mikla lukku og langaði mig að sjá hvernig tertan […]
Stökkar belgískar vöfflur
Sunnudagar eru oft nýttir sem kózý dagar á mínu heimili þar sem slökun er í fyrirrúmi. Eftir geðveiki vikunnar var ég þó ekki í miklum bakstursgír í morgun svo bóndinn tók sig til og skellti í stökkar belgískar vöfflur handa okkur sem brögðuðust hreint út sagt frábærlega. Það verður að játast að það þarf smá þolinmæði […]
Fermingarblað fréttablaðsins
Ég hvet alla til að kíkja í fermingarblað Fréttablaðsins í dag (28.febrúar) en þar er að líta nokkrar hugmyndir fyrir fermingarnar í ár ásamt uppskrift að hinni æðislega frískandi sítrónu-kókostertu!
Omnom súkkulaði bollur
Eftir að ég byrjaði í bollubakstrinum um helgina var ekki aftur snúið og síðast í morgun var farið á fætur og “skellt” í nokkrar góðar bollur handa samstarfsfólki mínu (sjá uppskrift). Ég var með svo mikið af hinu flotta og skemmtilega omnom súkkulaði svo ég missti mig alveg í morgun og setti allar sex tegundirnar […]
Saltaðar lakkrís karamellur
Ég hef nú þegar deilt með ykkur frábærri uppskrift af rjómakaramellum sem allir elska en þar sem ég á það til að vera mikill lakkrís fíkill langaði mig að prufa lakkrís karamellur. Eftir smá leit fann ég uppksrift sem ég vildi prufa og lét á reyna fyrir jólin en þetta var meðal þess sem ég […]
Bolla bolla bolla
Senn rennur bolludagurinn í garð og gefst þá tækifæri til að baka hinar æðislegu bollur sem við íslendingar elskum svo mikið. Ég er að vinna í því að komast út fyrir þægindarammann, víkka sjóndeildarhringinn og allt eftir því. Ein leiðin er að prufa eitthvað sem ég myndi alla jafna ekki gera, eins og að fara […]
Aðventukaffi
Aðventan er nú handan við hornið og margir farnir að huga að undirbúningi jólanna. Slíkur undirbúningur hefur oft setið á hakanum hjá mér og ávallt hef ég fundið afsakanir fyrir því, t.d. námsmaður í prófum, mikið að gera í vinnunni og fram eftir götunum. Raunin var þó önnur þetta árið. Fyrir nokkrum dögum bauð ég allra […]
Geggjuð tvíhliða brúðarterta
Fyrir skömmu fékk ég beiðni frá frænku minni þar sem hún lagði fram þó nokkra kökuáskorun fyrir mig en sonur hennar og unnusta gengu í það heilaga þann 8.nóvember síðastliðinn og var ég fengin til að gera brúðartertuna fyrir stóra daginn. Ég fékk senda mynd af köku sem þau vildu fá með smávægilegum breytingum. Um […]
Ormar í mold
Oftar en ekki finnst mér frábært að vera í eldhúsinu og enn skemmtilegra þegar ég fæ áhugasama sambakara eins og Láru systir. Okkur langaði að halda í Hrekkjavökuþemað en vildum gera eitthvað einfalt og fljótlegt. Fyrir valinu urðu nokkrir Ormar í mold og skuggaleg grasker! Ég teiknaði á mandarínurnar með svörtum matartúss og hér er ekkert […]
Múmmíu pylsur
Ég skal játa það strax að þessi á kannski ekki alveg heima hérna með öllum kökunum og gotteríinu en mér fannst þetta of flott og skemmtilegt til að deila því ekki með ykkur. Ég tek fram að ég fékk hugmyndina og leiðbeiningar frá Ourordinarylife.com en þar sem ég sá hvergi hvernig deig var notað ákvað ég […]