• UPPSKRIFTIR
  • BLOGGIÐ
Kökudagbókin
  • UM SÍÐUNA
    • FJÖLMIÐLAR
  • FAQ
  • HAFÐU SAMBAND
  • UPPSKRIFTIR
  • BLOGGIÐ
  • UM SÍÐUNA
    • FJÖLMIÐLAR
  • FAQ
  • HAFÐU SAMBAND
28/06/2015  |  By Eva In ALL, Brúðkaup, Fullorðnir

Brúðkaup í Þykkvabænum

Ég fékk einstaklega skemmtilegt og krefjandi verkefni fyrir þessau helgi. Kunningjar úr Sniglunum báðu mig um þann heiður að gera brúðartertuna fyrir sig. Þau hittu mig fyrir þó nokkru til að ræða málin og smakka til tertuna sem ætti að verða fyrir valinu.

Ákveðið var að velja tertu sem héldi sér vel og myndi falla vel í kramið hjá stórum fjölda fólks. Fyrir valinu urðu djöflatertu botnar, fylltir með dökku súkkulaði ganache og tertan þakin með hvítu súkkulaðiganache. Þessi terta þoldi bíltúrinn úr Reykjavík í Þykkvabæinn einstaklega vel og get ég vel mælt með þessu sem fyllingu og skreytingu á tertu ef það þarf að ferja þær lengri leiðir. Þær eru einstaklega stöðugur og það má leyfa henni að standa á borði í allt að tvo daga svo kæling er minna vandamál.

Hér má sjá tertuna í heild sinni í hlöðu einni í Þykkvabænum en tertan var afhent á föstudeginum og átti eftir að koma henni á endanlegan stað.

Brúðkaupsterta Önnu og Egils

 

Brúðhjónin eiga ýmis sameiginleg áhugamál eins og sjá má. Útilegu þema á neðstu tertunni, svo kemur hestamennskan, hundar og að lokum mótorhjól en brúðarstyttuna pöntuðu þau að utan.

Brúðkaupsterta Önnu og Egils

Brúðkaupsterta Önnu og Egils

Brúðkaupsterta Önnu og Egils

Brúðkaupsterta Önnu og Egils

Allar terturnar tengdust svo með loppuförum og mótorhjólaslóð.

Brúðkaupsterta Önnu og Egils

Ég mátti lítið vera að því að taka myndir af ferlinu hinsvegar get ég sagt ykkur hvernig ég útfærði nokkra hluti.

  • Hestarnir voru gerðir að fyrirmyndum annarra og best að byrj aá að gera búk og haus sem byggt er ofan á. Sama á við um hundana.
  • Loppuförin gerði ég með stensli en ég lagði stensilinn upp við tertuna og smurði súkkulaði yfir og út komu þessi svakalega flottu loppuför.
  • Tréin voru stórar grænar klessur mótaðar í form, fest á bambusprik og svo klippt með skærum til að fá greinarnar.
  • Skeifurnar voru svo gerðar með því að not hringmót, einn stærri hringur og svo minni svo myndist mjór hringur. Skera af enda svo komi op og nota lítinn hringlaga stútt nr 3 eða 4 til að gera nalaförin í skeifurnar.

Ég vona að þið hafið jafn gaman að tertunni og ég og hún veiti smá innblástur!

Print Friendly, PDF & Email

Share this:

  • Email
  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest
brúðarterta brúðkaup brúðkaupsterta hestar hestaþema hundar hundaþema hvítt súkkulaði ganache loppuför mótorhjólaþema súkkulaði ganache útilega útileguþema

Article by Eva

Previous StoryMistök í bakstrinum
Next StorySúper einföld og fljótleg orkustykki

Related Articles

  • Nafnatertur fyrsti hluti
  • Madagascar trufflu brúðarterta

2 replies added

  1. Sóley 17/08/2015 Reply

    Hæ hæ,

    Rosa fín terta!
    Hvernig gerðiru ganache-ið og ertu með þrjá botna ? 😀

    • Eva 28/08/2015 Reply

      Sæl Sóley,

      Takk fyrir. Ég var bara með tvo botna og krem á milli fyrir þessa en sumir hefðu kosið þynnri botna og tvær rendur af ganache á milli.

      Ganache er mismunandi eftir því hvort það sé á milli eða utanum tertuna en hér eru hlutföll til viðmiðunar:

      Dökkt súkkulaði: 2:1, þ.e.a.s. 200 gr af súkkulaði á móti 100 ml af rjóma

      Hvítt súkkulaði: 3:1, 300 gr af súkkulaði á móti 100 ml af rjóma

      Mjólkursúkkulaði: fer svolítið eftir hvernig súkkulaði en millivegur af þessu að ofan.

      Svo fer eftir hvort ég nota ganache á milli eða utanum. Það er betra að hafa það mykra á milli svo verði eins og flauelsmjúkt krem á milli sem gefur botnunum raka en svo stífara að utan svo sé auðvelt að móta, skreyta eða gera þráðbeina fyrir fondant ofan á.

      Hér er svo hlekkur á ganache sem ég nota fyrir makkarónur og er mátulega mjúkt:

      kv. Eva

Leave your comment Cancel Reply

(will not be shared)

LEITA

DAGATAL

May 2022
M T W T F S S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031  
« Mar    

NÝLEGAR FÆRSLUR

  • Öðruvísi heimagerð páskaegg
  • Páskaumfjöllun
  • Ferðalagið mikla og ný tækifæri
  • Nýtt útlit
  • Svampbotnar

MERKIMIÐAR

56% súkkulaði 70% súkkulaði air brush bolludagur Brauð brúðarterta brúðkaup döðlur Ferming flórsykur fondant gum paste haframjöl halloween hrekkjavaka hugmyndir hunang hvítur jarðarber karamella karamellur konfekt kókos leiðbeiningar Lodge muffins möndlur pottabrauð pottjárn páskaegg páskar rjómi sara bernhard sjávarsalt skírn smjörkrem sykur sykurmassi síróp sítrónur sörur súkkulaði trufflur tveggja hæða uppskrift
  • UPPSKRIFTIR
  • UM HÖFUND
  • BLOGGIÐ
  • DAGATAL
  • HAFÐU SAMBAND
©Kökudagbókin 2011-2020
loading Cancel
Post was not sent - check your email addresses!
Email check failed, please try again
Sorry, your blog cannot share posts by email.