Ég er nokkuð viss um að margir þekki til Bakerella eða Angie Dudley sem samdi bókina Cake Pops. Hún er algjör snillingur þegar kemur að svona smábitakökum á pinnum. Ég verð að játa að ég er ansi forvitin hversu miklum tíma hún eyði í að gera suma af þessum kökubitum því þeir eru rosalega flottir og ítarlegir. Sjáið bara þessa valentínusarbangsa:
og þessar krúttlegu býflugur:
Myndirnar eru teknar af heimasíðu hennar hér eru bangsarnir og hér eru býflugurnar.
Það skemmtilega við svona cake pops og cake balls (kökupinnar og kökukúlur) er að það er hægt að gera þetta úr kökuafgöngum. Til dæmis var ég að gera skemmtilega typpaköku (birtist síðar) fyrir gæsun og varð þó nokkur afgangur sem ég ákvað að nota til að gera svona kökupinna.
Ég byrjaði á að safna saman efnunum og áhöldunum sem ég vildi nota. Rifjárn, hjúpsúkkulaði, sleikjópinnar og skraut.
Afgangarnir biðu mín í skál og þurfti ég að byrja á að mylja þá niður og fannst mér best að nota grófasta hlutann á rifjárninu til þess. Kakan sem ég notaði var djöflaterta en ég held það sé líklega hægt að nota flesta kökubotna og hvaða krem sem er.
Hérna sést munurinn á bitanum og kökumulningnum.Næsta skref var að skella afgangnum af kreminu og hræra saman.
Svona leit þetta út eftir að ég var búin að blanda saman kökumulningnum og kreminu. Varð eins og ein stór klessa.
Því næst myndaði ég kúlur, þær urðu misstórar hjá mér og fannst mér betra að hafa þær minni en stærri, sérstaklega á sleikjópinnana.
Næsta skref var að skella súkkulaðinu í skál og bræða það. Ég byrjaði á að hita það í örbylguofninum því mér skyldist að það þyrfti ekki að hita það mikið en það gekk ekki nógu vel hjá mér og endaði ég því á að hita það yfir vatnsbaði. Mér fannst það enn frekar stíft og þykkt og setti því um 3 tsk af matarolíu út í hálfan poka af hjúp. Ég hafði nefnilega lesið á CakeCentral og fleiri stöðum að matarolía gæti hjálpað til ef maður er í vandræðum. Það skemmtilega er að súkkulaðið varð extra gljáandi hjá mér 🙂
Samkvæmt Bakerella er best að dífa prikinu í súkkulaðið áður en því er stungið inn í kökukúluna.
Skref 2
Skref 3
Skref 4
Hér er svo lokaafurðin, komu svosem ágætlega út en mér fannst lang flottast að hafa ekkert skraut á þeim. Þið takið eflaust eftir að liturinn er ekki sá sami og að ofan. Ég lenti í smá vandræðum með birtuna í myndatökunni, vonandi kemur það þó ekki að sök.
Ég gerði svo einnig kökukúlur þar sem ég átti svo fá prik.
Flottar 😀
Glæsilegar hjá þér.
Mér fannst voða gott að stinga kúlunum með pinnunum í inn í ísskáp í smá stund aður en ég hélt áfram þegar ég prufaði mig áfram í þessu í vetur.
Verð samt að vera sammála þér að mér finnst kúlurnar mun fallegri bara “plain” ss án kökuskrautsins en hvað gerir maður ekki stundum fyrir glisgjarna unga 😉
Takk Tóta og Dagný Ásta.
Dagný Ásta: Já, ég reyndar stakk kúlunum stuttlega í frysti áður en ég stakk prikunum í þær, líklega hefði verið fínt að skella þeim aftur inn eftir að prikin voru komin í, takk fyrir þá ábendingu. En jú tek undir það, hvað gerir maður ekki fyrir þá glisgjörnu 😉
já ég stakk þeim lika inn eftir að ég var búin að búa til kúlur en fannst þær ekki haldast nógu vel á ánþess að kæla súkkulaðið og pinnan.
Hver verður að finna sína leið 🙂