Ég fékk einstaklega skemmtilegt og krefjandi verkefni fyrir þessau helgi. Kunningjar úr Sniglunum báðu mig um þann heiður að gera brúðartertuna fyrir sig. Þau hittu mig fyrir þó nokkru til að ræða málin og smakka til tertuna sem ætti að verða fyrir valinu. Ákveðið var að velja tertu sem héldi sér vel og myndi falla […]
Madagascar trufflu brúðarterta
Þegar Fréttablaðið hafði samband við mig í fyrir skömmu og bað mig um uppskrift að brúðartertu fyrir Brúðkaupsblaðið fór hugurinn á fleygiferð um hvað ég ætti að gera og hvaða uppskrift ég ætti að deila með ykkur. Ég hef áður sagt ykkur frá veigamikilli súkkulaðitertu sem hefur vakið mikla lukku og langaði mig að sjá hvernig tertan […]
Saltaðar lakkrís karamellur
Ég hef nú þegar deilt með ykkur frábærri uppskrift af rjómakaramellum sem allir elska en þar sem ég á það til að vera mikill lakkrís fíkill langaði mig að prufa lakkrís karamellur. Eftir smá leit fann ég uppksrift sem ég vildi prufa og lét á reyna fyrir jólin en þetta var meðal þess sem ég […]
Ormar í mold
Oftar en ekki finnst mér frábært að vera í eldhúsinu og enn skemmtilegra þegar ég fæ áhugasama sambakara eins og Láru systir. Okkur langaði að halda í Hrekkjavökuþemað en vildum gera eitthvað einfalt og fljótlegt. Fyrir valinu urðu nokkrir Ormar í mold og skuggaleg grasker! Ég teiknaði á mandarínurnar með svörtum matartúss og hér er ekkert […]
Maregns draugar
Hrekkjavökuþemað heldur áfram hjá mér og gerði ég tilraun með maregnsdrauga en ég sá mynd af slíkum á Pinterest og komst inn á vef sem nefnist Smart School House. Þetta er virkilega einföld leið til að gera eitthvað flott og skemmtilegt með allri fjölskyldunni. Svona komu fyrstu draugarnir mínir út en ég notaði ekki rétt […]
Bananadraugar og mandarínu grasker
Þemu í bakstri eru einstaklega skemmtileg og gefa oft innblástur til að reyna nýjaar uppskriftir, aðferðir og fleira í eldhúsinu. Þetta árið mun ég láta reyna á að gera ýmsar kræsingar sem tengjast hrekkjavökunni og verður komandi vika tileinkuð hrekkjavöku kræsingum. Lára litla systir mín mun vera mér innan handar og verður sannarleg hrekkjavaka hjá […]
Bangsa svampterta
Við skötuhjúin höfum mjög gaman af framandi matargerð á heimilinu því það veitir ákveðinn innblástur og eykur fjölbreytnina! Það sama má segja um baksturinn að mínu mati. Japanir gera svo margt skemmtilegt, litríkt og líflegt og var Gunnar svo elskulegur að kaupa handa mér Japanskar bökunarmottur með mismunandi mynstrum í sumar og er ég þegar […]
Súkkulaði ostakaka
Hér kemur uppskriftin af hinni ostatertunni sem ég sagði ykkur frá fyrir skömmu. Þessi er afar ljúffeng og enn betri borin fram með smá rjóma! Undirbúningstími: 30 mínútur | Heildartími: 2 klst | Magn: 8 litlar sneiðar Uppskrift (til útprentunar): 150 gr digestive kex eða Grahams hafra kex 45 gr smjör, brætt 110 […]
Ostaterta (óbökuð)
Sunnudaginn síðasta bauð ég systkinum mínum í sunnudagsmat þar sem boðið var upp á þríréttaða máltíð. Blómkálssúpa í forrétt, fyllt úrbeinað lambalæri ásamt fylltum sætum kartöflum (hvorutveggja með beikoni ofl.) ogsíðast en ekki síst, tvennskonar eftirréttum. Í boði voru tvennskonar ostatertur, ein með súkkulaði og hin með sítrónu og karamellukeim. Þessi er best vel köld […]
Cadillac “Coupe de Ville”
Pabbi átti fimmtudagsafmæli í júní síðastliðnum og var ég búin að hugsa mér að gera einhverja svakalega tertu í tilefni dagsins. Ég fékk ég systkini mín í lið með mér til að reyna finna út hvernig terta ætti að verða fyrir valinu. Þannig er að pabbi er mikill bílaáhugamaður, hefur verið í skúrnum frá því […]