Mig langaði afskaplega mikið að gera eitthvað gott nesti fyrir vinnuna sem gæti komið í veg fyrir að ég æti allt sælgætið sem birtist í vinnunni í viku hverri. Ég fór því á Pinterest í leit að nokkrum hugmyndum og fann eina æðislega uppskrift sema ég aðlagaði lítillega að því sem ég átti til og […]
Chia- og súkkulaði orkustykki
Þar sem ég er byrjuð að segja frá nýja uppáhaldinu mínu í eldhúsinu verð ég að halda áfram og deila með ykkur annarri uppskrift af orkustykkjum sem mér finnst hrikalega góð. Upprunalegu uppskriftina má finna hjá Running on Real Food en ég hef aðlagað hana að því sem mér þykir best. Chia- og súkkulaði orkustykki, […]
Súper einföld og fljótleg orkustykki
Þið hafið nú eflaust orðið vör við það að ég hef ekki verið mikið í því að birta uppskriftir af hollari tertum og góðgæti enda er það ekki mitt sérsvið. Hinsvegar hreyfi ég mig orðið daglega og borða nokkuð hollt almennt, og hef því verið að kynna mér eitthvað örlítið hollara sem hentar með ræktinni, […]
Kókosstangir
Ég hef sjaldan verið þekkt fyrir hollustu þegar kemur að bakstri þar sem ég er mikill sælkeri, hinsvegar hafa nokkrir verið að skora á mig að bæta við nokkrum hollari uppskriftum inn á milli og var mín fyrsta tilraun nú í byrjun vikunnar. Ég ákvað að taka fyrir uppskrift sem fyrrum bekkjarsystir mín benti mér […]