Við skötuhjúin höfum mjög gaman af framandi matargerð á heimilinu því það veitir ákveðinn innblástur og eykur fjölbreytnina! Það sama má segja um baksturinn að mínu mati. Japanir gera svo margt skemmtilegt, litríkt og líflegt og var Gunnar svo elskulegur að kaupa handa mér Japanskar bökunarmottur með mismunandi mynstrum í sumar og er ég þegar […]
Cadillac “Coupe de Ville”
Pabbi átti fimmtudagsafmæli í júní síðastliðnum og var ég búin að hugsa mér að gera einhverja svakalega tertu í tilefni dagsins. Ég fékk ég systkini mín í lið með mér til að reyna finna út hvernig terta ætti að verða fyrir valinu. Þannig er að pabbi er mikill bílaáhugamaður, hefur verið í skúrnum frá því […]
Hvít hindberjaterta
Það var smá prakkaraskapur í lok vikunnar og var ég beðin um smá hjálp við að gera köku fyrir óvænta afmælisveislu í gær. Mesti prakkaraskapurinn var þó sá að fá afmælisbarnið til að velja tertuna án þess að vita af því og veit ég ekki betur en það hafi tekist einstaklega vel. Kakan sem varð […]
Gulur vörubíll
Gulur vörubíll var óskakaka hjá 5 ára frænda mínum og gulan vörubíl fékk hann (Karitas skrifar). Ég bakaði 2 skúffur, aðra notaði ég sem undirlag og hina skar ég niður í bílinn sjálfann, þetta var svona ca allt saman og mest megnis eftir auganu. Ég prófaði að púsla saman og sjá hvernig allt leit út […]
Handbolta afmæliskaka
Eva vinkona bauð mér að vera gestaskrifari á síðunni sinni og ég ákvað að prufa það núna þegar ég var að gera afmælisköku handa flottum handboltastrák. Ég heiti Karitas og hef síðustu ár verið að dunda mér við afmæliskökur og aðrar skemmtilegar kökur aðallega fyrir börnin mín sem koma með skemmtilegar áskoranir fyrir afmælin sín […]
Píanó og dans!
Síðustu sjö dagar hafa verið ótrúlega viðburðarríkir ef satt skal segja. Ætla þó ekki að fara segja ykkur alla söguna, aðra en kökusöguna að sjálfsögðu 🙂 Síðasta fimmtudag byrjaði ég að baka og útbúa skraut fyrir fermingartertu sem vinkona mín úr vinnunni bað mig að gera í tilefni af fermingu hjá syni hennar. Mér tókst […]
Páskarnir nálgast
Ég er loks að átta mig á því hversu stutt er í páskana. Ég ákvað í janúar að nú skyldi ég segja frá minni páskaeggjagerð en ég er ekki byrjuð, er ekki einhver til í að hvetja mig áfram? Ég get þó sýnt ykkur smá samstarfsverkefni sem ég og litla systir mín unnum að í […]
Regnbogapönnukökur
Vinkona mín manaði mig um daginn til að gera smá tilbreytingu á mínum hefðbundnu pönnukökum og úr urðu þessar skemmtilegu regnbogapönnukökur. Aðferðin er afar einföld, gerið ykkar uppáhálds pönnuköku uppskrift eða nýtið ykkur þessa að neðan (má einnig finna hér til útprentunar). Hér er ein án eggja fyrri þá sem eru með eggjaofnæmi. […]
Skírnartertur
Það hefur verið nokkuð um kríla fjölgun meðal minna allra nánustu vina og ættingja undanfarna mánuði og fannst mér því tilvalið að taka saman þær tertur sem ég hef gert fyrir þau. Ég ætla mestmegnis að leyfa myndunum að tala fyrir sínu og vona að þær veiti öðrum innblástur. Á þessari tertu nýtti […]
Sweet 16
Mikið finnst mér tíminn líða hratt, mér finnst sem að litla systir mín hafi verið fjögurra ára í gær en hún varð 16 ára um helgina og byrjuð í menntaskóla. Hún er mikil áhugamanneskja um bakstur og kökuskreytingar eins og ég og þótti okkur því tilvalið að gera eina afmælisköku handa henni í sameiningu. Hún […]