Vinkona mín manaði mig um daginn til að gera smá tilbreytingu á mínum hefðbundnu pönnukökum og úr urðu þessar skemmtilegu regnbogapönnukökur. Aðferðin er afar einföld, gerið ykkar uppáhálds pönnuköku uppskrift eða nýtið ykkur þessa að neðan (má einnig finna hér til útprentunar). Hér er ein án eggja fyrri þá sem eru með eggjaofnæmi. […]
Afmælisterta með garðþema
Fyrir helgi gerði ég litla en skemmtilega afmælistertu í tilefni 50 ára afmælis. Ég lagði upp með að hafa býflugu þema þar sem afmælisbarnið hafði orð á því en varð að breyta aðeins og úr varð lítil og nett terta með grænmetisgarði 🙂 Þetta er í sjálfu sér nokkuð einföld terta, mesti tíminn fer í […]
Franskar Makkarónur
Undanfarið hef ég verið að gera mikið af Frönskum makkarónum eða French Macarons eins og þær eru nefndar á ensku. Þetta eru litlar gómsætar kökur sem eru settar saman með eggjahvítum, sykri og möndlumjöli með ljúffengu kremi á milli. Þessar litlu kökur eru afar skemmtilegar og hægt að gera þær í öllum regnbogans litum með […]
Air brush afmæliskaka og stenslar
Mig langar að byrja á að þakka öllum þeim sem komu á kökuhittinginn hjá Allt í köku á fimmtudaginn. Þegar mest var voru um 40 manns sem var alveg meiriháttar! Ég vona að þið hafið haft bæði gagn og gaman af og flestum eða öllum spurningum svarað. Það verða pottþétt fleiri hittingar og væri gaman […]
Sprautaðar smjörkremsrósir
Rósir eru meðal vinsælustu blóma, hvort sem það er blómaskreyting,borðskreyting, kökuskreyting eða annað. Rósir á kökur er hægt að gera á ótal vegu og er ein þeirra smjörkremsrósir. Þær eru einstaklega einfaldar þegar maður hefur náð réttu handtökunum og að sjálfsögðu skemmir ekki fyrir að hafa réttu tólin 😉 Það sem þið þurfið er: Stút […]
Klikkaðar kökur
Ég hef einstaklega gaman af því að skoða hvað aðrir eru að gera í kökubakstri og skreytingum og finnst mér einstaklega skemmtilegt að skoða kökur sem eru mjög ýktar eða öðruvísi. Því ætla ég að birta hér nokkrar myndir sem ég hef fundið á vefnum: Er nokkuð viss um að þessi sé einfaldri en hún […]