Vinkona mín manaði mig um daginn til að gera smá tilbreytingu á mínum hefðbundnu pönnukökum og úr urðu þessar skemmtilegu regnbogapönnukökur. Aðferðin er afar einföld, gerið ykkar uppáhálds pönnuköku uppskrift eða nýtið ykkur þessa að neðan (má einnig finna hér til útprentunar). Hér er ein án eggja fyrri þá sem eru með eggjaofnæmi. […]
Skírnartertur
Það hefur verið nokkuð um kríla fjölgun meðal minna allra nánustu vina og ættingja undanfarna mánuði og fannst mér því tilvalið að taka saman þær tertur sem ég hef gert fyrir þau. Ég ætla mestmegnis að leyfa myndunum að tala fyrir sínu og vona að þær veiti öðrum innblástur. Á þessari tertu nýtti […]
Sweet 16
Mikið finnst mér tíminn líða hratt, mér finnst sem að litla systir mín hafi verið fjögurra ára í gær en hún varð 16 ára um helgina og byrjuð í menntaskóla. Hún er mikil áhugamanneskja um bakstur og kökuskreytingar eins og ég og þótti okkur því tilvalið að gera eina afmælisköku handa henni í sameiningu. Hún […]
Tae Kwon Do fermingarterta
Maí síðastliðinn gerði ég skemmtilega tertu fyrir son vinkonu minnar sem var að fermast. Hann er mikill Tae Kwon Do maður og varð því terta í formi Tae Kwon Do galla alveg að hitta í mark. Hugmyndin að tertunni kom að einhverju leiti frá Kökuhúsinu þar sem þau gerðu afar flotta júdó galla köku í […]
Pakkakaka
Mig hefur langað til að gera pakkaköku í þó nokkurn tíma og um daginn gafst loks tækifæri til. Ég ákvað einnig að prufa uppskrift af hvítum botni sem hefur verið afar vinsæll en nefnist White Cake eða Super Moist White Cake á ensku. Ég vafraði í dágóða stund um netið til að fá upplýsingar um […]
40 ára afmælisterta með golf þema
Í gær fékkst ég við áhugavert kökuverkefni en maður vinkonu minnar átti fertugsafmæli og langaði hana til að koma honum aðeins á óvart með “öðruvísi” afmælistertu. Fyrir valinu varð golf þema en helsta krafan var að kakan hefði húmor 🙂 Svona varð annars útkoman: Ég gleymdi mér aðeins í kökugerðinni þannig að ég náði ekki […]
Sveitakaka
Ég hef haft feikinóg að gera undanfarna daga en ég er að vinna í lokaritgerðinni minni í skólanum EN ég finn mér þó oftar en ekki smá tíma til að baka. Það er auðvitað misjafnt hversu mikið liggur undir ef svo má segja en ég fékk loks tækifæri til að gera köku með þó nokkrum […]
Takkaskór
Ég fékk svo skemmtilega áskorun að ég hreinlega verð að deila þessu með ykkur! Verkefnið var að gera takkaskó sem skraut á skírnartertu og töff blóm sem ég hef heldur ekki gert áður. Svona lýtur þetta út: Áhöld og hráefni í takkaskóna: 100 gr af gumpaste, matarlitur að eigin ósk (var sky blue í þetta […]
Regnbogakaka
Eflaust hafið þið skoðað eitthvað af kökum á netinu til að fá hugmyndir til dæmis að skemmtilegum krakkakökum, það ég geri að minnsta kosti þar sem hugmyndaflugið er ekki alltaf upp á sitt besta. Þann 17. júní gerði ég eina mjög skemmtilega regnbogaköku sem var skreytt með regnboga að utan en einnig í regnbogalitunum að […]
Afmælis muffins
Afmælisdagur í dag! Systir mín átti afmæli og því upplagt að gera góðan eftirrétt þar sem okkur var boðið í mat til múttu ásamt litlu frænku mínum. Mér fannst upplagt að gera tvennskonar muffins og ákvað að prufa tvær nýjar uppskriftir úr bókinni 200 cupcakes eftir Joanna Farrow. Fjölbreytileikinn er mikill og hægt að fá margar […]