Það var smá prakkaraskapur í lok vikunnar og var ég beðin um smá hjálp við að gera köku fyrir óvænta afmælisveislu í gær. Mesti prakkaraskapurinn var þó sá að fá afmælisbarnið til að velja tertuna án þess að vita af því og veit ég ekki betur en það hafi tekist einstaklega vel. Kakan sem varð […]
Handbolta afmæliskaka
Eva vinkona bauð mér að vera gestaskrifari á síðunni sinni og ég ákvað að prufa það núna þegar ég var að gera afmælisköku handa flottum handboltastrák. Ég heiti Karitas og hef síðustu ár verið að dunda mér við afmæliskökur og aðrar skemmtilegar kökur aðallega fyrir börnin mín sem koma með skemmtilegar áskoranir fyrir afmælin sín […]
Píanó og dans!
Síðustu sjö dagar hafa verið ótrúlega viðburðarríkir ef satt skal segja. Ætla þó ekki að fara segja ykkur alla söguna, aðra en kökusöguna að sjálfsögðu 🙂 Síðasta fimmtudag byrjaði ég að baka og útbúa skraut fyrir fermingartertu sem vinkona mín úr vinnunni bað mig að gera í tilefni af fermingu hjá syni hennar. Mér tókst […]
Skírnartertur
Það hefur verið nokkuð um kríla fjölgun meðal minna allra nánustu vina og ættingja undanfarna mánuði og fannst mér því tilvalið að taka saman þær tertur sem ég hef gert fyrir þau. Ég ætla mestmegnis að leyfa myndunum að tala fyrir sínu og vona að þær veiti öðrum innblástur. Á þessari tertu nýtti […]
Chocolate Truffle Torte Brúðarterta
Síðsta vika var afar viðburðarrík en það sem stóð ef til vill upp úr var þessi flotta brúðarterta sem ég gerði fyrir ein brúðjónin. Við vorum búin að talast saman í nokkra mánuði og ræða hvernig tertan ætti að líta út og hvernig innihaldið ætti að vera. Á endanum varð massív súkkulaðiterta með súkkulaði ganache […]
Tae Kwon Do fermingarterta
Maí síðastliðinn gerði ég skemmtilega tertu fyrir son vinkonu minnar sem var að fermast. Hann er mikill Tae Kwon Do maður og varð því terta í formi Tae Kwon Do galla alveg að hitta í mark. Hugmyndin að tertunni kom að einhverju leiti frá Kökuhúsinu þar sem þau gerðu afar flotta júdó galla köku í […]
Afmælisterta með garðþema
Fyrir helgi gerði ég litla en skemmtilega afmælistertu í tilefni 50 ára afmælis. Ég lagði upp með að hafa býflugu þema þar sem afmælisbarnið hafði orð á því en varð að breyta aðeins og úr varð lítil og nett terta með grænmetisgarði 🙂 Þetta er í sjálfu sér nokkuð einföld terta, mesti tíminn fer í […]
Franskar Makkarónur
Undanfarið hef ég verið að gera mikið af Frönskum makkarónum eða French Macarons eins og þær eru nefndar á ensku. Þetta eru litlar gómsætar kökur sem eru settar saman með eggjahvítum, sykri og möndlumjöli með ljúffengu kremi á milli. Þessar litlu kökur eru afar skemmtilegar og hægt að gera þær í öllum regnbogans litum með […]
Fermingartertur
Það er orðið ansi langt síðan ég skrifaði síðast en ég hef ekki setið auðum höndum. Fermingartíminn hefur náð hámarki og því orðið aðeins rólegra hjá mér. Langar mig því til að deila með ykkur nokkrum myndum af tertunum sem ég hef verið að gera fyrir vini og vandamenn 🙂 Fyrsta tertan í ár var […]
Skírnarterta með bleiku þema
Það er á svona tímum sem maður finnur fyrir því hversu mörg “börn” eru í fjölskyldunni þegar það er mikið um fermingarnar, svo ég tali nú ekki um afmælin og nokkrar skírnarveislur. Ég hef mjög gaman af að fá að taka þátt í svona yndislegum stundum og ekki verra að fá að fylla svanga maga […]