Ég hvet alla til að kíkja í fermingarblað Fréttablaðsins í dag (28.febrúar) en þar er að líta nokkrar hugmyndir fyrir fermingarnar í ár ásamt uppskrift að hinni æðislega frískandi sítrónu-kókostertu!
Píanó og dans!
Síðustu sjö dagar hafa verið ótrúlega viðburðarríkir ef satt skal segja. Ætla þó ekki að fara segja ykkur alla söguna, aðra en kökusöguna að sjálfsögðu 🙂 Síðasta fimmtudag byrjaði ég að baka og útbúa skraut fyrir fermingartertu sem vinkona mín úr vinnunni bað mig að gera í tilefni af fermingu hjá syni hennar. Mér tókst […]
Tae Kwon Do fermingarterta
Maí síðastliðinn gerði ég skemmtilega tertu fyrir son vinkonu minnar sem var að fermast. Hann er mikill Tae Kwon Do maður og varð því terta í formi Tae Kwon Do galla alveg að hitta í mark. Hugmyndin að tertunni kom að einhverju leiti frá Kökuhúsinu þar sem þau gerðu afar flotta júdó galla köku í […]
Fermingartertur
Það er orðið ansi langt síðan ég skrifaði síðast en ég hef ekki setið auðum höndum. Fermingartíminn hefur náð hámarki og því orðið aðeins rólegra hjá mér. Langar mig því til að deila með ykkur nokkrum myndum af tertunum sem ég hef verið að gera fyrir vini og vandamenn 🙂 Fyrsta tertan í ár var […]
Pakkakaka
Mig hefur langað til að gera pakkaköku í þó nokkurn tíma og um daginn gafst loks tækifæri til. Ég ákvað einnig að prufa uppskrift af hvítum botni sem hefur verið afar vinsæll en nefnist White Cake eða Super Moist White Cake á ensku. Ég vafraði í dágóða stund um netið til að fá upplýsingar um […]
Súkkulaðirósir
Loksins lét ég verða af því að prufa langþráð verkefni með súkkulaði og það voru súkkulaðirósir. Ég hef séð svo margar gullfallegar súkkulaðirósir á netinu og hef horft á ófá myndbönd á YouTube. Hér er eitt af myndböndunum sem ég horfði á fyrir löngu en ég notaði ekki þessa aðferð við að setja blómið saman heldur […]
Cake pops
Ég er nokkuð viss um að margir þekki til Bakerella eða Angie Dudley sem samdi bókina Cake Pops. Hún er algjör snillingur þegar kemur að svona smábitakökum á pinnum. Ég verð að játa að ég er ansi forvitin hversu miklum tíma hún eyði í að gera suma af þessum kökubitum því þeir eru rosalega flottir […]