Um helgina helltist yfir mig mikil löngun að skella í pottabrauð í pottjárnspottunum sem við eigum hér heima. Við eigum fallega klassískan rauðan stóra Le Creuset sem ég nota yfirleitt í kjötsúpur og matarmikla pottrétti. Svo eigum við Lodge pottjárnssett sem er bæði pottur og panna. Hér má sjá mynd af settinu en það fæst […]
Skemmtilegt ár framundan
Þegar áramótin renna í garð er ekki hjá því komist að líta aðeins um farin veg. Ég hef skrifað og deilt uppskriftum með ykkur í um fimm ár, sem er í senn skemmtilegur og merkilegur áfangi og hefur svo margt gerst og breyst síðan. Ég veit hreinlega ekki hvar ég á að byrja þegar ég hugsa […]
Bóndadags trufflur
Að vanda hef ég ekki setið auðum höndum en ég varð fyrir því óláni korter í jól að harði diskurinn hjá mér gaf sig og smá bið eftir varahlutum. Ég fæ því að hoppa í tölvuna hjá betri helmingnum þess á milli sem ég nýti sjö ára gamlan þjark sem hefur ekki sömu snerpu og […]
Vinsælasta jólakonfektið
Ég hef verið að fylgjast með umferðinni um bloggið undanfarna daga og vikur og má með sanni segja að jóla andinn sé kominn í mannskapinn því Sörur eru efst á listanum. Fannst mér því tilvalið að fara aftur yfir uppskriftina og aðferðina mína frá því fyrir nokkrum árum. Ég byrjaði á að gera þetta með […]
Franskar makkarónur (uppfærð uppskrift)
Ég hef verið að gera nokkuð af frönskum makkarónum með þeyttri saltaðri karamellu að undanförnu og fannst tilvalið að grípa tækifærið til að fara aftur yfir uppskriftina mína sem ég setti inn fyrir nokkrum árum. Ég hef t.d. prufað að nota eggjahvítur úr brúsa í stað þess að aðskilja eggin nokkrum dögum áður við góða […]
Franskar makkarónur
Frábært góðgæti við hvaða tilefni sem er. Franskar makkarónur Votes: 0 Rating: 0 You: Rate this recipe! Prenta uppskrift RétturKonfekt MáltíðKonfekt Fjöldi Undirbúningur 50 stk 10 mín Baksturstími Biðtími 90 mín 60 mín Fjöldi Undirbúningur 50 stk 10 mín Baksturstími Biðtími 90 mín 60 mín Franskar makkarónur Votes: 0 Rating: 0 You: Rate this recipe! […]
Cashew Skjaldbökur
Mikið vona ég að fyrirsögnin hafi vakið áhuga ykkur á uppskrift dagsins. Góðgætið sem varð fyrir valinu í dag voru semsagt Cashew Skjaldbökur. Mér finnst þetta algjört lostæti en ég sá þetta í Bandaríkjunum í einni af súkkulaðiverslunum sem ég heimsótti nú í haust. Þetta er í raun afskaplega einfalt, smá hrúga af cashew hnetum með karamellu […]
Cashew skjaldbökur
Lesið leiðbeiningarnar vel áður en þið byrjið.
Í stuttu máli er ferlið svona, (1) Setjið súkkulaði yfir vatnsbað og bræðið rólega, (2) gerið karamelluna, (3) undirbúið botnana meðan karamellan mallar, (4) hellið karamellunni yfir og að lokum smá súkkulaði. Leyfið að stífna.
Saltaðar karamellur
Þessar geymast best í ísskáp í ca 7-10 daga.
Súkkulaði lakkrís trufflur
Undanfarin jól hef ég ávallt gert eitthvað gott konfekt og stundum hefur mér tekist að gera eitthvað nýtt og skemmtilegt. Sumt af því býð ég upp á með aðventukaffinu, annað er mér til yndisauka og svo geri ég töluvert af konfekti í jólagjafir. Margir hverjir eiga alltof mikið af hinu og þessu og vilja frekar […]