Chia- og súkkulaði orkustykki

Chia orkustykki - Kokudagbokin

Hráefni:

 • 1,5 bolli döðlur*
 • 2-3 msk kakó
 • 1/2 bolli chia fræ
 • 1 tsk vanilludropar
 • 1/2 bolli ristaðar kókosflögur
 • 1/4 tsk sjávarsalt
 • 1 bolli cashew hnetur
 • 1/2 bolli haframjöl

*Ef þið notið þurrkaðar döðlur, t.d. frá Hagver ofl. þurfið þið líklegast að bæta smá vatni svo þetta haldist vel saman en Medjool döðlur eru blautari og þarf ekki að bleita upp í.

Aðferð:

 1. Setjið döðlur í matvinnsluvél og vinnið þangað til þær mynda klísturbollu.
 2. Bætið við kakói og chia fræum, vanilludropum, kókosflögum og salti. Vinnið nokkrum sinnum á “pulse” stillingu á matvinnsluvélinni.
 3. Setjið restina af hráefnunum útí og vinnið smávegis til viðbótar.
 4. Setjið plastfilmu í form sem er 20×20 cm að stærð, blönduna ofan á og plastfilmu yfir, þjappið jafnt í formið.
 5. Leyfið að stífna í kæli (helst yfir nótt).
 6. Skerið í 10 stk og geymið í kæli eða frysti.

 

Næringarupplýsingar pr.stk m.v. 10 stk 

Hitaeiningar: 94
Fita: 6 gr
Kolvetni: 8,9 gr
Protín: 3,2 gr

 

Print Friendly, PDF & Email

Leave your comment