• UPPSKRIFTIR
  • BLOGGIÐ
Kökudagbókin
  • UM SÍÐUNA
    • FJÖLMIÐLAR
  • FAQ
  • HAFÐU SAMBAND
  • UPPSKRIFTIR
  • BLOGGIÐ
  • UM SÍÐUNA
    • FJÖLMIÐLAR
  • FAQ
  • HAFÐU SAMBAND
28/12/2011  |  By Eva In Afmæli, Brúnn, Fondant, Fullorðnir, Svartur, Sykur, Sýnikennsla

Duff bjórflöskukaka

Hér kemur loks lýsing á Duff bjórflösku kökunni sem ég hef verið að minnast á í síðustu tveimur færslum um sykurklaka og sykurflöskur.

Kakan sjálf var hin hefðbundna djöflatertukaka með súkkulaðismjörkremi sem ég geri þegar ég þarf trausta súkkulaðiköku. Fyrsta verkið er að gera flöskurnar sjálfar. Það ferli tekur smá tíma þegar einungis eitt form er fyrir hendi. Það þarf að gera sykurblönduna, setja í form og kæla vel áður en hægt er að taka flöskuna úr og byrja upp á nýtt. Það er því best að gera flöskurnar a.m.k. einum til tveim dögum áður svo sé nægur tími.

Ég mæli með að nota heimagerðan sykurmassa (fondant) þar sem það er auðveldara að hafa hann þykkann og hann er ekki alveg jafn mjúkur og SatinIce sykurmassinn. Þar sem massinn er svo þykkur, þá fara um 700-900 gr af sykurmassa í kökuna sem samsvarar ca einni uppskrift af heimagerðum sykurmassa.

Þegar búið er að baka botnana (4 x 23 cm botnar) eru þeir settir saman með súkkulaðismjörkreminu og kakan smurð (þurfið ekki að vanda of mikið til verksins). Skerið massann í hæfilega breidd svo minni á spítubreidd.

Svona leit kakan út þegar búið var að setja massa utanum alla kökuna. Takið eftir að hún er alls ekki bein og “fín” eins og venjan er enda markmiðið að hafa hana líflega eins og viðartunnur eru.

Á myndinni sést áhaldið sem ég notaði til að gera “kvistina” og “æðarnar/árhringina” en þetta er lítið hjól sem er mikið notað í skreytingar. Hér sést svo nánar þegar ég er búin með hluta af kökunni. Hér er hægt að skera út eins og ykkur listir og auðvitað hægt að hafa allskonar útfærslur, t.d. hjarta, ártal eða annað eins og tíðkast að gera við tré í bíómyndum 😉

Flöskuterta - Kökudagbókin

Þegar búið er að gera mynstrið þarf að pensla brúnum matarlit áður en lengra er haldið. Svo kakan verði svolítið gljáandi og mislit, með raunverulegri viðaráferð þá blanda ég smá vatni út í matarlitinn og pensla svo. Þetta er engin nákvæmnisvinna og er svolítið tilfinning hvers og eins. Ekki láta ykkur koma á óvart að liturinn virkar furðulegur í fyrstu en jafnar sig svo eftir smá tíma. Ég notaði lítinn litabakka til að planda saman litnum og vatninu.

Svona lítur kakan svo út nýmálið.

Næst er að gera “járnbindinguna” sem er oft á viðartunnum. Ég á svo þægilegt verkfæri sem sker jafnar lengjur og nýtti ég mér það. Byrjaði á að fletja út lengju og renndi svo eftir henni endi langri.

Bindingarnar festi ég með sykurmassalími og götin gerði ég með hringlaga topp #6 frá Wilton.

Bindinguna málaði ég svo með svörtum matarlit. Hér þarf að vanda sig örlítið svo svarti fari ekki á kökuna en að sjálfsögðu má lita massann fyrirfram en það þarf oft afar mikinn lit ef það á að gera svartan massa og finnst mér ég nota mun minni lit. Ef þið eruð með fljótandi svartann þá er óþarfi að bæta við vatni en ef hann er mjög þykkur gætuð þið viljað bæta nokkrum vatnsdropum við en ekki of mikið.

Svona ætti kakan að líta út áður en þið byrjið að gera pláss fyrir flöskurnar.

Þegar þið stillið flöskunum upp er best að máta þær við kökuna og skera í kökuna eftir því, þá vitið þið hvernig sé best að raða þeim svo nægileg pláss sé á milli þeirra og falli vel í flöskuna. Mér finnst koma flottast út að hafa þær svolítið hallandi og því sker ég aðeins halla þegar ég geri götin.

Flöskuterta - Kökudagbókin

Hér eru flöskurnar komnar í og aðeins klakarnir eftir.

Flöskuterta - Kökudagbókin

Á þessum tímapunkti hef ég sett kökuna í kæli og græjað klakana þannig að þeir séu ferskir en að sjálfsögðu má gera þá áður en hafist er handa. Það tekur um 10-15 mín að gera þá og kæla áður en hægt er að setja þá á kökuna. Hér kemur svo nærmynd svo þið sjáið klakana aðeins betur.

Síðasta verk mitt eftir hverja kökugerð, kökuskrautsgerð eða annað er að taka alltof margar myndir. Myndataka er eilítið áhugamál líka og reyni ég ávallt að gera myndirnar hjá mér betri og skýrari en getur verið erfitt þegar lýsingin er ekki rétt þar sem hún skiptir miklu máli.

Hér sést svo önnur hliðin á kökunni og sjáið betur hvað ég á við með hallanum. Fleiri myndir af kökunni eru á Flickr síðunni.

Flöskuterta - Kökudagbókin

Print Friendly, PDF & Email

Share this:

  • Email
  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest
bjórflöskur duff beer duff bjórflöskur fondant handgert handmáluð kaka kaka málaður sykurmassi sykurflöskur sykurklakar sykurmassi útskriftarkaka

Article by Eva

Previous StoryBjór sykurflöskur
Next StorySörur – uppskrift og aðferð

Related Articles

  • Nafnatertur fyrsti hluti
  • Fermingar 2015

2 replies added

  1. Rebekka 29/12/2011 Reply

    Úr hverju eru flöskurnar?
    Þetta er gjörsamlega geðveik kaka

    • Kökudagbókin 29/12/2011 Reply

      Takk fyrir hrósið Rebekka.

      Flöskurnar eru gerðar úr sykri og sírópi sem ég bræddi saman. Þú getur lesið nánar um flöskurnar og hvernig ég geri þær færslunni á undan eða með því að smella á eftirfarandi hlekk: https://kokudagbokin.is/2011/12/28/bjor-sykurfloskur/

Leave your comment Cancel Reply

(will not be shared)

LEITA

DAGATAL

May 2022
M T W T F S S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031  
« Mar    

NÝLEGAR FÆRSLUR

  • Öðruvísi heimagerð páskaegg
  • Páskaumfjöllun
  • Ferðalagið mikla og ný tækifæri
  • Nýtt útlit
  • Svampbotnar

MERKIMIÐAR

56% súkkulaði 70% súkkulaði air brush bolludagur Brauð brúðarterta brúðkaup döðlur Ferming flórsykur fondant gum paste haframjöl halloween hrekkjavaka hugmyndir hunang hvítur jarðarber karamella karamellur konfekt kókos leiðbeiningar Lodge muffins möndlur pottabrauð pottjárn páskaegg páskar rjómi sara bernhard sjávarsalt skírn smjörkrem sykur sykurmassi síróp sítrónur sörur súkkulaði trufflur tveggja hæða uppskrift
  • UPPSKRIFTIR
  • UM HÖFUND
  • BLOGGIÐ
  • DAGATAL
  • HAFÐU SAMBAND
©Kökudagbókin 2011-2020
loading Cancel
Post was not sent - check your email addresses!
Email check failed, please try again
Sorry, your blog cannot share posts by email.