Í gær var gerð ein hrikalega einföld og fljótleg eplakaka úr bókinni Við matreiðum. Þessi bók hefur að geyma allskonar heimilisuppskriftir, góð ráð og fleira. Tengdamamma var svo góð að gefa mér hana þegar við fluttum í okkar eigið húsnæði og held ég að hún sé með mest notuðu bókunum á heimilinu.
Fyrsta skref er að hita ofninn í 175°C og gera deigið klárt. Á meðan deigið er í vinnslu í hrærivélinni er gott að gera formið klárt með því að smyrja það með smjörlíki/smjöri og smá hveiti svo kakan losni vel úr forminu, nema notað sé eldfast mót, þá er ef til vill minni þörf á því.
Þegar deigið er klárt er því skellt í formið.
Næst eru eplin skorin í þunnar skífur. Athugið að ég skar þau ekki fyrr en deigið var komið í formið svo þau verði ekki brún.
Eplunum er svo raðað yfir deigið. Þið getið að sjálfsögðu leikið ykkur með allskonar munstur, ég ákvað að fara bara hefðbundnu leiðina 🙂
Að lokum er kanilsykri stráð yfir áður en kakan fer í ofninn og bökuð í ca 30-40 mínútur.
Svona leit kakan svo út nýkomin úr ofninum.
Þetta tók mig innan við klukkustund að gera þessa (með bakstri að sjálfsögðu) og var hrikalega ljúffeng með þeyttum rjóma – er eflaust frábært með ís!
Mmmm…væri til í að prófa þessa, verst að ég á ekki bókina, hehe…