• UPPSKRIFTIR
  • BLOGGIÐ
Kökudagbókin
  • UM SÍÐUNA
    • FJÖLMIÐLAR
  • FAQ
  • HAFÐU SAMBAND
  • UPPSKRIFTIR
  • BLOGGIÐ
  • UM SÍÐUNA
    • FJÖLMIÐLAR
  • FAQ
  • HAFÐU SAMBAND
06/06/2011  |  By Eva In Fullorðnir

Einföld og fljótleg eplakaka

Í gær var gerð ein hrikalega einföld og fljótleg eplakaka úr bókinni Við matreiðum. Þessi bók hefur að geyma allskonar heimilisuppskriftir, góð ráð og fleira. Tengdamamma var svo góð að gefa mér hana þegar við fluttum í okkar eigið húsnæði og held ég að hún sé með mest notuðu bókunum á heimilinu. 

Fyrsta skref er að hita ofninn í 175°C og gera deigið klárt. Á meðan deigið er í vinnslu í hrærivélinni er gott að gera formið klárt með því að smyrja það með smjörlíki/smjöri og smá hveiti svo kakan losni vel úr forminu, nema notað sé eldfast mót, þá er ef til vill minni þörf á því.

Þegar deigið er klárt er því skellt í formið.

Næst eru eplin skorin í þunnar skífur. Athugið að ég skar þau ekki fyrr en deigið var komið í formið svo þau verði ekki brún.

Eplunum er svo raðað yfir deigið. Þið getið að sjálfsögðu leikið ykkur með allskonar munstur, ég ákvað að fara bara hefðbundnu leiðina 🙂

Að lokum er kanilsykri stráð yfir áður en kakan fer í ofninn og bökuð í ca 30-40 mínútur.

Svona leit kakan svo út nýkomin úr ofninum.

Þetta tók mig innan við klukkustund að gera þessa (með bakstri að sjálfsögðu) og var hrikalega ljúffeng með þeyttum rjóma – er eflaust frábært með ís!

Print Friendly, PDF & Email

Share this:

  • Email
  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest
eplakaka epli kanill kanilsykur svampbotn sykur

Article by Eva

Previous StoryPrinsessuterta
Next StorySykurmassi í máli og myndum

Related Articles

  • Snúðar a la Karitas
  • Banana muffins með súkkulaðikremi

1 reply added

  1. María Hafsteinsdóttir 07/06/2011 Reply

    Mmmm…væri til í að prófa þessa, verst að ég á ekki bókina, hehe…

Leave your comment Cancel Reply

(will not be shared)

LEITA

DAGATAL

May 2022
M T W T F S S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031  
« Mar    

NÝLEGAR FÆRSLUR

  • Öðruvísi heimagerð páskaegg
  • Páskaumfjöllun
  • Ferðalagið mikla og ný tækifæri
  • Nýtt útlit
  • Svampbotnar

MERKIMIÐAR

56% súkkulaði 70% súkkulaði air brush bolludagur Brauð brúðarterta brúðkaup döðlur Ferming flórsykur fondant gum paste haframjöl halloween hrekkjavaka hugmyndir hunang hvítur jarðarber karamella karamellur konfekt kókos leiðbeiningar Lodge muffins möndlur pottabrauð pottjárn páskaegg páskar rjómi sara bernhard sjávarsalt skírn smjörkrem sykur sykurmassi síróp sítrónur sörur súkkulaði trufflur tveggja hæða uppskrift
  • UPPSKRIFTIR
  • UM HÖFUND
  • BLOGGIÐ
  • DAGATAL
  • HAFÐU SAMBAND
©Kökudagbókin 2011-2020
loading Cancel
Post was not sent - check your email addresses!
Email check failed, please try again
Sorry, your blog cannot share posts by email.