• UPPSKRIFTIR
  • BLOGGIÐ
Kökudagbókin
  • UM SÍÐUNA
    • FJÖLMIÐLAR
  • FAQ
  • HAFÐU SAMBAND
  • UPPSKRIFTIR
  • BLOGGIÐ
  • UM SÍÐUNA
    • FJÖLMIÐLAR
  • FAQ
  • HAFÐU SAMBAND
01/01/2012  |  By Eva In Börn, Fullorðnir, Gum paste, Hvítur, Sýnikennsla

Fígúrugerð – Lamb

Í ágúst síðastliðinn gerði ég afar krúttlega sveitaköku fyrir eins árs afmæli litla frænda míns. Á þeirri köku voru að finna ýmsar fígúrur og þar á meðal litla kind sem margir hafa verið afar hrifnir af.

Hér koma loks stuttar leiðbeiningar um hvernig sé hægt að gera svona fígúru. Hvort sem hún eigi að vera kökuskraut eða annað 😉

Fyrsta skrefið er að finna til hvítt gum paste og sykurmassa lím. Gerið stóra kúlu og tyllið henni þannig að hluti af henni verður sléttur og hún stendur en rúlli ekki af stað.

Gerið nokkrar litlar kúlur, penslið neðst á stóru kúlunni og festið litlu kúlurnar varlega við. Best er að hafa þær nokkuð þéttar saman.

Lamb - Kökudagbókin

Haldið svo áfram að gera litlar kúlur og festið þær við stóru kúluna. Mér finnst betra að gera nokkrar kúlur í einu svo þær verði ekki of harðar þegar ég festi þær á. Þá hef ég tækifæri til að laga ef þörf er á.

Klárið að gera kúlur alla leið. Þegar kúlan er alveg hulin eins og á eftirfarandi mynd getið þið hugað að hausnum og öðrum aukahlutum.

Hausinn gerði ég einnig úr gum paste sem ég hafði litað með Ivory lit frá Wilton.

Besta leiðin til að fá mjúkar línur (engin samskeyti) á fígúrur er að móta fyrst kúlu sem er alveg slétt og fín, svo er hægt að teygja, fletja út eða gera annað form sem hentar. Þannig gerði ég hausinn, gerði fyrst kúlu og mótaði svona mjórri enda fyrir kjálkann með fingrunum. Hausnum tilti ég svo á búkinn og festi með sykurmassalími. Þið gætuð þurft að halda hausnum í nokkrar sekúndur eða um mínútu ef hann vill halla fram á við.

Eyrun voru gerð með litlum oval munsturskera sem ég átti í litlu mótasetti, sem er svipað og eitt sem fæst hjá Allt í köku.

Nasir og munnur voru gerð með mjóu fondant/gum paste áhaldi eins og sést á myndinni. Ætti annars að vera hægt að nota tannstöngul eða annað verkfæri með mjóum enda sem er til staðar 🙂

Hérna sést lambið ófullgert að aftan, ég tengdi kollinn og búkinn saman með kúlum, hnakkinn glansar því sykurmassalímið er komið á.

Næst síðasta verkið er að setja klaufarnar á. Ég notaði sama lit af gum paste, mótaði litlar kúlur fyst og reyndi svo að ná einhverskonar lögun á þær. Festi þær með lími og notaði tvennskonar áhöld til að skera rákirnar.

Síðasta verkið er svo að setja augun á með matartússpenna. Ég átti svartan frá AmeriColor sem ég notaði í verkið. Mér fannst best að gera þetta í lokin því hann getur smitast ef maður gleymir sér og fer að meðhöndla hausinn/fígúruna fyrstu mínúturnar eftir að hann hefur verið málaður á.

Lamb - Kökudagbókin

Ég væri til í að vita hvort fleiri hafa verið að gera svona fígúrur og þá fá að sjá myndir (t.d. á Facebook eða Twitter) eða reynslusögur eða góð ráð 🙂

Print Friendly, PDF & Email

Share this:

  • Email
  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest
americolor fígúra fígúrur gum paste hvítur lamb leiðbeiningar matartúss sveitakaka wilton

Article by Eva

Previous StoryÁramótakveðja
Next StoryHeimagerður Hindberjaís

Related Articles

  • Nafnatertur fyrsti hluti
  • Fermingar 2015

10 replies added

  1. knittingmydayaway 01/01/2012 Reply

    En saett! Ég hef ekki gert fígúrur, en planið er að prufa þetta árið:)

  2. Sylvía 02/01/2012 Reply

    flott! ætla að gera sveitakökuna fyrir pjakkinn minn í 1árs afmæli 🙂 Hver er samt munurinn á sykurmassa og gum paste? getur maður búið til gum paste eins og sykurmassa?

    • Kökudagbókin 02/01/2012 Reply

      Sæl Sylvía,

      En gaman, væri gaman að fá að sjá hana hjá þér þegar hún er tilbúin 🙂

      Munurinn á sykurmassa og gum paste er sá að sykurmassi er notaður til að setja yfir kökur og er mýkri. Gum paste er hinsvegar notað í kökuskraut því það harðnar fyrr og er auðveldara að vinna með. Heimagert gum paste er gert eins og venjulegan sykurmassa en þú bætir við Tylose dufti sem gerir hann stífari. Þú færð duftið hjá verslunum eins og Allt í köku í Ármúlanum.

      Einnig er hægt að kaupa tilbúið gum paste sem mér finnst mjög gott að vinna með og auðvelt að lita án þess að það breyti um áferð.

      Ekki hika við að spyrja ef þú hefur fleiri spurningar.

  3. Ásdís Björg 08/01/2012 Reply

    Stubburinn minn verður eins árs eftir viku, kakan þín veitti mér svo sannarlega innblástur:)

    • Kökudagbókin 08/01/2012 Reply

      Frábært að heyra Ásdís Björg!

  4. Eva María Hallgrímsdóttir 19/01/2012 Reply

    Hæ hæ, ég gerði í gumpaste fígúrur fyrir eins árs afmælið hjá stráknum mínum en ég var með Bangsímon köku og gerði Bangsímon og Tuma Tíg, var bara í annað skiptið sem ég kom nálægt fondant/gum pase og heppnaðist bara nokkuð vel 🙂 Hér má sjá mynd af kökunni með fígúrunum
    https://www.facebook.com/photo.php?fbid=10150228786021466&set=a.118316716465.111657.617226465&type=3&theater

  5. Kökudagbókin 20/01/2012 Reply

    Vá Eva María, þessi er geðveik hjá þér! Kærar þakkir fyrir að deila henni með mér/okkur! Svo gaman að fá að sjá hvað aðrir eru að gera.

  6. Anna 25/01/2012 Reply

    Langaði aðeins að forvitnast. Má frysta fígururnar sem búnar eru til úr gum paste? Er ekki að fara að nota þær fyrr en eftir 2 vikur en langar svo að búa þær til núna.

    • Kökudagbókin 25/01/2012 Reply

      Sæl Anna,

      Já, það ætti að vera í lagi en það gæti myndast raki á þeim þegar þú tekur þær úr frystinum, gætir því þurft að færa þær fyrst í ísskápinn og svo í stofuhita þegar þú ætlar að nota þær.

      Annars þegar fígúrur eru gerðar úr gum paste þá ná þær yfirleitt að harðna vel ef þær eru látnar standa á svampi eða öðru álika yfir nótt. Svo er best að skella þeim í lokað ílát svo þær safni ekki ryki. Ég hef sjálf ekki sett gum paste fígúrur í frysti en hef stundum skellt þeim í ísskáp annars hef ég bara geymt þær við stofuhita.

  7. Pingback: Skírnartertur | Kökudagbókin

    […] Hér er smá nærmynd af fígúrunum. Fótboltastrákur á toppnum, kind og brúnn “labrador”. Fyrir ykkur sem viljið spreyta ykkur á kindinni krúttlegu getið þið séð hvernig ég gerði hana skref fyrir skref í eldri færslu. […]

    Reply

Leave your comment Cancel Reply

(will not be shared)

LEITA

DAGATAL

July 2022
M T W T F S S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031
« Mar    

NÝLEGAR FÆRSLUR

  • Öðruvísi heimagerð páskaegg
  • Páskaumfjöllun
  • Ferðalagið mikla og ný tækifæri
  • Nýtt útlit
  • Svampbotnar

MERKIMIÐAR

56% súkkulaði 70% súkkulaði air brush bolludagur Brauð brúðarterta brúðkaup döðlur Ferming flórsykur fondant gum paste haframjöl halloween hrekkjavaka hugmyndir hunang hvítur jarðarber karamella karamellur konfekt kókos leiðbeiningar Lodge muffins möndlur pottabrauð pottjárn páskaegg páskar rjómi sara bernhard sjávarsalt skírn smjörkrem sykur sykurmassi síróp sítrónur sörur súkkulaði trufflur tveggja hæða uppskrift
  • UPPSKRIFTIR
  • UM HÖFUND
  • BLOGGIÐ
  • DAGATAL
  • HAFÐU SAMBAND
©Kökudagbókin 2011-2020
loading Cancel
Post was not sent - check your email addresses!
Email check failed, please try again
Sorry, your blog cannot share posts by email.