Ég held það sé klárlega kominn tími á nýja færslu, ég ætlaði að bíða með hana þangað til ég væri búin að fara til nágrannans í kennslu á sykruðum bönunum a la Filippseyjar en það hefur ekki orðið af því ennþá. Ég hef þó tekið eitthvað af myndum af þessum frábæru eftirréttum hérna en þar sem netið er ekki alveg að sama staðli og heima á Íslandi næ ég ekki að setja inn myndir hér á síðuna alveg strax. Ég mun þó reyna að setja þær þá frekar inn á Facebook síðuna þangað til annað gengur upp.
Filippseyjingar virðast almennt vera mjög hrifnir af kökum sem eru eins og Englakaka (Angel Food Cake) en svo eru þeir með ýmislegt úr kókos, hrísgrjónum og öðru gómsætu. Þar sem ég hef engar myndir sjálf ætla ég að deila með ykkur myndum af nokkrum af þeim réttum sem ég hef smakkað eða séð hingað til.
Fyrsti rétturinn sem ég ætla að sýna ykkur er Halo Halo sem er blanda af ís og ferskum ávöxtum. Þessi eftirréttur fæst víðsvegar á veitingastöðum og skyndibitastöðum.
Myndin er fengin af Foodanddrinkrecipes.org
Svo er Leche Flan sem er úr eggjum og mjólk með karamellu yfir. Veit ekki alveg hvernig ég geti lýst þessu fyrir ykkur annað en að þetta virkar eins og hlaup en samt ekki. Hér er a.m.k. mynd af þessum fræga Fileypska eftirrétt.
Myndin er fengin af philippines-food.msg-style.com
Segi þetta gott í bili, stutt færsla en vonandi fróðleg. Fyrir ykkur sem viljið kynna ykkur Fileypska matargerð nánar þá er hérna ansi fínt blogg sem ég rakst á.
Áhugavert