• UPPSKRIFTIR
  • BLOGGIÐ
Kökudagbókin
  • UM SÍÐUNA
    • FJÖLMIÐLAR
  • FAQ
  • HAFÐU SAMBAND
  • UPPSKRIFTIR
  • BLOGGIÐ
  • UM SÍÐUNA
    • FJÖLMIÐLAR
  • FAQ
  • HAFÐU SAMBAND
21/08/2011  |  By Eva In Fullorðnir, Uppskriftir

Gulrótarkaka

Fleiri kökur voru gerðar fyrir þessa helgi enda nóg af veislum víðsvegar um borgina. Gulrótarkaka varð fyrir valinu að þessu sinni og verð ég að játa að ég hafði ekki gert gulrótarköku áður. Veit hreinlega ekki af hverju ég var ekki búin að gera hana fyrr þar sem mér finnst þær mjög góðar. Það varð þó loks af því en ég fór á uppskriftaveiðar og fann þessa frábæru uppskrift á Allrecipes.com.

Hér kemur svo mynd af kökunni með smá “gulrótarskrauti” 🙂

 Ég notaði hringlaga opinn topp (#12) til að gera gulræturnar sjálfar og grastopp með tveimur götum (#42) til að gera endann á þeim. Þið getið notað nokkurn veginn hvaða opinn topp sem er, þ.e.a.s. hvaða framleiðanda eða stærð. Fer allt eftir því hversu stóra gulrót þið viljið 🙂 það eru líka aðrar leiðir til að gera “grasið” á gulrætur og því margir möguleikar í boði, allt eftir því hvað er til.

Hérna kemur svo smá nærmynd af gulrótunum.

Eins og þið sjáið er þetta ekkert ógurlega merkilegt í nærmynd en kemur skemmtilega út. Ég notaði sömu smjörkremsuppskrift og venjulega. Notaði venjulega appelsínugulan (orange) og laufgrænan (leaf grean) í grasið. Er í raun sama krem og ég notaði í grasið á Sveitakökunni sem ég sagði ykkur frá síðast.

Snúum okkur hinsvegar að því sem þið sækist eftir og það er uppskriftin.

Uppskrift af gulrótarköku (ca 20 manna)*

  • 4 egg
  • 1  1/4 bolli (300 ml) olía
  • 2 bollar (400gr) sykur
  • 2 tsk vanilludropar
  • 2 bollar (250 gr) hveiti
  • 2 tsk matarsódi
  • 2 tsk lyftiduft
  • 1/2 tsk salt
  • 2 tsk kanill
  • 3 bollar (330 gr) rifnar gulrætur
  • 1 bolli (110 gr) saxaðar pekanhnétur**
Kremið:
  • 1/2 bolli (115 gr) mjúkt smjör
  • 8 únsur (225 gr) rjómaostur
  • 4 bollar (480 gr) flórsykur
  • 1 tsk vanilludropar
  • 1 bolli (110 gr) saxaðar pekanhnétur***
*Ég gerði tvær uppskriftir eina þar sem ég sleppti hnétunum og í hina setti ég eingöngu hálfan poka (50 gr) þar sem mér fannst það alveg nóg en fer auðvitað eftir smekk.
** Ég setti inn íslenskar mælieiningar þar sem síðan gefur upp hvorutveggja. Þar sem ég er þó svo heppin að eiga mál sem tekur bolla eða “cups” nota ég það þegar ég get. Hér er slóðin á uppskriftina sjálfa.
***Sleppti því að setja hnétur út í kremið.

Leiðbeiningar

  1. Hitið ofninn í 175°C og smyrjið ferkantað mót (22x32cm) ég set bara smjörpappír svo ég geti tekið auðveldlega úr og sett á disk.
  2. Þeytið egg, olíu, sykur og vanilludropa saman með þeytara. Blandið svo þurrefnunum út í og þeytið þangað til blandað saman. Hrærið út í gulrótum og pekanhnétum með sleif og hellið í mótið.
  3. Bakið í ca 40-50 mínútur eða þangað til að pinni kemur hreinn út eftir að stinga í miðjuna. Leyfið að kólna áður en kremið er sett á.
  4. Kremið: Setjið öll hráefnin í skál og hrærið saman (ég notaði k-ið á KitchenAid vélinni minni. Hrærið þangað til kremið er orðið létt og kremað. Smyrjið svo kreminu á kökuna með kökuspaða eða því sem hentar 🙂
Ég notaði hluta af rifjárnasettinu fyrir KitchenAid til að rífa gulræturnar. Svínvirkaði og tók enga stund. Getið séð það hér, notaði miðjustykkið.
Rendurnar gerði ég með því að smyrja öllu yfir kökuna fyrst, svona gróflega. Svo renndi ég spaðanum fram og til baka frá einum enda í annan.
Kakan fékk mjög góða dóma hjá þeim sem smökkuðu og getur varla verið einfaldari, svona miðað við margar aðrar 🙂 Það er líka minnsta mál að helminga hana svo hún verði ekki svona stór. Ég prufaði það sjálf og þurfti ekki að aðlaga hlutföllin.
Verði ykkur að góðu!
Print Friendly, PDF & Email

Share this:

  • Email
  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest
gulrætur gulrótarkaka smjörkrem

Article by Eva

Previous StorySveitakaka
Next StoryKrókur (úr Cars)

Related Articles

  • Gulur vörubíll
  • Smjörkremsmyndir

Leave your comment Cancel Reply

(will not be shared)

LEITA

DAGATAL

July 2022
M T W T F S S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031
« Mar    

NÝLEGAR FÆRSLUR

  • Öðruvísi heimagerð páskaegg
  • Páskaumfjöllun
  • Ferðalagið mikla og ný tækifæri
  • Nýtt útlit
  • Svampbotnar

MERKIMIÐAR

56% súkkulaði 70% súkkulaði air brush bolludagur Brauð brúðarterta brúðkaup döðlur Ferming flórsykur fondant gum paste haframjöl halloween hrekkjavaka hugmyndir hunang hvítur jarðarber karamella karamellur konfekt kókos leiðbeiningar Lodge muffins möndlur pottabrauð pottjárn páskaegg páskar rjómi sara bernhard sjávarsalt skírn smjörkrem sykur sykurmassi síróp sítrónur sörur súkkulaði trufflur tveggja hæða uppskrift
  • UPPSKRIFTIR
  • UM HÖFUND
  • BLOGGIÐ
  • DAGATAL
  • HAFÐU SAMBAND
©Kökudagbókin 2011-2020
loading Cancel
Post was not sent - check your email addresses!
Email check failed, please try again
Sorry, your blog cannot share posts by email.