Ég tók mér smá frí í gær og var á fullu mestallan daginn við að baka kökur, gera allskonar krem og síðast en ekki síst hindberjasultu!
Mig langar að deila uppskriftinni með ykkur þar sem mér fannst hún heppnast svo einstaklega vel en ég get auðveldlega borðað þessa með skeið beint úr krukkunni. Uppskriftina fékk ég af Food.com.
Uppskrift (til útprentunar):
- 4 bollar (800 gr) hindber, kramin*
- 4 bollar (800 gr) sykur (má minnka)
*Ég notaði frosin hindber og kramdi þau með kartöflustöppu áður en ég sauð þau.
Aðferð:
- Takið til stóran og rúmgóðan pott
- Hitið krömdu berin þangað til þau byrja að sjóða
- Sjóðið berin í 2 mínútur
- Bætið sykrinum við og blandið vel saman
- Fáið upp suðu og sjóðið í aðrar 2 mínútur (2-4 eftir því hversu þétt sultan á að vera)
- Takið af hitanum
- Hrærið með þeytara í 4 mínútur (ég setti í Kitchenaid vélina og lét hana um verkið)
- Hellið í hreinar krukkur og lokið