Í síðustu viku gerði ég eina frekar krúttlega Hello Kittý köku en ég hef gert nokkrar úr sprautuðu smjörkremi eins og þessa en aldrei gefið mér tíma til að taka myndir af því hvernig ég fer að því. Þetta er í raunar sára einfalt og það sem er tímafrekast er að gera mismunandi liti af smjörkremi, annað tekur afar skamman tíma. Nú ætla ég þó að leyfa myndunum að tala fyrir sínu.
Bakið ykkar uppáhálds skúffuköku eða köku sem ykkur finnst góð og passar með smjörkremi. Gerið svo um þrefalda smjörkrems uppskrift, ég nota alltaf þá sömu og bæti vatni og matarlit eftir þörfum. Munið að þeyta kremið vel eða þangað til það er orðið hvítt, þá er upplagt að setja litina út í eða breyta því í súkkulaðikrem. Svo er um að gera finna myndina sem þið viljið nota og prenta hana út svo þið getið notað hana sem einskonar leiðarvísir að útlínum.
Setjið þó nokkuð af kremi á kökuna og sléttið vel. Gott ráð er að láta kökuspaðann undir heitt vatn og renna svo yfir. Þá fegið þið slétta áferð.
Ég var ekki að stressa mig á köntunum þar sem ég átti eftir að setja “ramma” utanum kökuna. Einnig var í lagi þó miðjan væri ekki 100% enda á Hello Kitty eftir að koma þar ofan á.
Verið búin að klippa eftir útlínunum sem þið munuð styðjast við og hefjist handa.
Þið getið notað nánast hvaða áhald sem er til að gera útlínurnar, t.d. tannstöngul, títiprjón, grillprjón eða annað sem er við hendina. Þar sem ég var með tól úr Wilton settinu nýtti ég mér það en einnig eru til tól. Þið getið einnig fengið svona áhalda sett, eða keypt þau stök, hjá Allt í köku.
Svona lítur þetta svo út þegar útlínurnar eru komnar. (Svolítið óskýr)
Svona leit myndin út eftir vinnuna en ég notaði hana til að hjálpa til við innri línurnar (undir haus og búk).
Útlínurnar gerði ég með svörtu smjörkremi sem ég geri úr hvítu smjörkremi, blanda saman kakói, svörtum matarlit og smávegis af mjólk. Best er að leyfa kreminu að “sitja” yfir nótt í ísskápnum, þá fáið þið flott svart smjörkrem. Mér finnst Black Extra frá Sugarflair besti svarti matarlitur sem ég hef prufað hingað til, mæli sannarlega með honum!
Ég var einnig búin að undirbúa alla hina litna áður en ég byrjaði að sprauta. Ég nota yfirleitt stjörnutopp #16 frá Wilton þegar ég geri svona sprautaðar krakkakökur. Hinsvegar getur verið gott að nota minni eða stærri eftir því hvað er verið að gera/sprauta. Að sjálfsögðu er hægt að nota frá hverjum sem er, hér er hægt að sjá hluta af því úrvali sem er til hér heima.
Hér er ég búin að sprauta ofan í línurnar með opnum hringlaga stút #3 frá Wilton. Þið getið notað minni eða stærri eftir því hvað hentar hverju sinni. Veljið þó minni en stærri fyrst því að oft verða línurnar mun breiðari en maður ætlar sér. Þegar útlínurnar eru komnar eruð þið einga stund að fylla inn í með réttu litunum.
Ég byrjaði á að fylla inn allsstaðar þar sem hvítur átti að vera og gula nefið.
Og svo fjólubláa. Ætlunin var að hafa fjólubláa mis dökkann en það varð ekki alveg raunin en kom samt vel út. (afsakið óskýru myndina, var ekki með neina betri).
Síðustu tvö skrefin voru ramminn og glimmerið. Ég gerði ramman með stjörnutopp #2D frá Wilton. Hann er svo mikið æði og hægt að nota hann í svo margt. Gera flott sykurblóm (úr smjörkremi), flotta toppa á bollakökur og svona krúttlega ramma utanum kökur. Það var vinkona mín sem benti mér á að prufa þetta og kemur einstaklega vel út. “Trixið” er að fara næstum fram og til baka til að fá svona riflur. Glimmerinu stráði ég yfir í lokin til að fá meira líf á kökuna.
Ég vona að þetta gefi ykkur smá innsýn hversu einfalt þetta getur verið, svo lengi sem tíminn og þolinmæði leyfir 😉 Að sjálfsögðu sakar ekki að eiga nóg af tækjum og tólum. Í heildina notaði ég fjóra toppa #16, einn #2D og einn #3 og fimm sprautupoka. Að sjálfsögðu getið þið nýtt sama pokann og stútinn en þurfið þá að skola á milli.
Ef þið hafið einhverjir spurningar, t.d. um kremið, sprautu aðferðina o.fl. ekki hika við að spyrja, getið varpað spurningunni hér fyrir neðan, á Facebook síðuna en sent mér línu.