Um daginn fékk ég þá flugu í hausinn að það gæti verið gaman að halda hitting þar sem köku hobbý-istar geta hisst og rætt kökur, kökugerð og skreytingar. Setti ég því inn viðburð á Facebook þar sem ég setti fram stað og stund og bauð öllum að mæta. Nú er að koma að þessum fyrsta hitting en hann er á morgun, 26. september, kl 20:00 á Café Mílanó 🙂
Þessi viðburður er að sjálfsögðu opinn öllum og mæli ég með að skrá sig á Facebook (eða senda mér tölvupóst) svo ég geti tekið frá nóg af borðum. Þarna gefst kökugerðar og kökuskreytinga “hobbý-istum” til að hittast og ræða málin við aðra hobbý-ista. Vonandi getum við gefið hvor öðrum góð ráð og hugmyndir og fram eftir því.
Annars hef ég ekki setið auðum höndum þrátt fyrir engin skrif. Ég er búin að prufa nýjar uppskriftir, nýjar skreytingaraðferðiar og margt fleira. Ég kem þessu vonandi öllu inn fljótlega. Þangað til sýni ég ykkur hér eina mynd af tilraun með fylltar karamellu bollakökur, skreyttar með vanillurjóma, ferskum jarðarberjum og heimagerðu “stjörnu”súkkulaði 🙂
Þessar hljóma og líta girnilega út, ætlarðu að setja inn uppskriftina??
Já, ég skelli inn uppskriftinni um leið og ég hef tíma 🙂
Pingback: Ýmis verkefni og næsti hittingur |
[…] Skip to content HomeUm migUppskriftirKrem og fyllingarKökur og kökubotnarCupcakesÝmiskonar góðgætiSykurmassi og gum pasteSælgætiFAQMyndirKrakkakökurStór tilefniKökuskrautÞemakökurSkírnar- og nafnaterturÁskoranir ← Hittingur hobbý-ista 26. september […]
Pingback: Ýmis verkefni og næsti hittingur | Kökudagbókin
[…] kylfara, eina bleika með fitness þema og gerði svo aftur girnilega bollakökurnar sem ég birti mynd af síðast, þessar með fersku jarðarberjunum og stjörnusúkkulaði fyrir þá sem ekki muna. Uppskriftina […]