• UPPSKRIFTIR
  • BLOGGIÐ
Kökudagbókin
  • UM SÍÐUNA
    • FJÖLMIÐLAR
  • FAQ
  • HAFÐU SAMBAND
  • UPPSKRIFTIR
  • BLOGGIÐ
  • UM SÍÐUNA
    • FJÖLMIÐLAR
  • FAQ
  • HAFÐU SAMBAND
11/06/2011  |  By Eva In Fullorðnir, Uppskriftir

Hjónabandssæla

Mig hefur langað til að reyna við hjónabandssælu í þó nokkur ár en einhverra hluta vegna ekki komið mér að verki þangað til í kvöld 🙂

Ég lét loks verða af því og ákvað að mynda ferlið hjá mér í leiðinni.

Fyrsta skref er að taka saman hráefnin og áhöldin sem þarf til. Ég spreyja flest formin mín með þessu spreyji, sparar tíma er hreinlegra og þægilegra 🙂

Eins og þið sjáið er ekki mikið af áhöldum sem til þarf. Ég var svo heppin að eiga nokkra álbakka sem afi og amma gáfu mér fyrir löngu.

Eftir að öllum hráefnunum var blandað saman, skellti ég deigklessunni örstutt í kæli áður en ég setti hana á borðið til frekari vinnslu. Ég byrjaði með eina kúlu.

Skipti henni svo í tvo hluta, annar í botninn og hinn í strimlana.

Því næst er að fletja helminginn út og yfir í bakkann. Ég lenti nú hinsvegar í smá vandræðum með þetta. Veit ekki hvort að deigið mitt hafi verið nógu gott eða hvar klúðrið var en þetta hófst. Snyrti svo til kantana.

Heimagerðri sultu (a la amma) með rabbarbara og krækiberum var svo skellt í.

Því næst voru strimlarnir skornir niður með skemmtilega borðaskeranum mínum sem ég sagði ykkur frá þegar ég gerði prinsessutertuna.

Borðunum er svo raðað yfir kökuna og beint í ofninn.

Svona leit kakan út eftir baksturinn.

Við fengum svo nokkra gesti í heimsókn sem voru tilraunadýrin mín og fékk kakan afar góða dóma held það sé því nokkuð öruggt að þessi verði bökuð oftar!

Uppskrift:

  • 240 gr smjörlíki
  • 280 gr hveiti
  • 200 gr sykur
  • 150 gr haframjöl
  • 1 egg
  • 2 tsk matarsódi
  • Sulta eftir smekk (ca 1/3 – 1/2 krukka)

Leiðbeiningar:

  1. Hita ofninn í 180°C
  2. Blanda öllum þurrefnunum saman í skál.
  3. Skera niður smjörlíkið og blanda út í ásamt egginu.
  4. Deigið verður svolítið líkt mylsnu, ég setti klessuna á borðið, þjappaði henni betur saman og skellti í kæli í poka áður en ég setti deigið í formið.
  5. Eftir að botninn var komið setti ég um um 1/3 af sultukrukku (magn fer eftir smekk).
  6. Að lokum strimlarnir skornir og lagði yfir.
  7. Kakan bökuð í 30-40 mínútur.
Print Friendly, PDF & Email

Share this:

  • Email
  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest
haframjöl hefðbundnar kökur hjónabandssæla sulta

Article by Eva

Previous StorySykurmassi í máli og myndum
Next StoryAllskonar hugmyndir

Related Articles

  • Fljótlegar orkukúlur
  • orkukulur
    Gómsætar orkukúlur

Leave your comment Cancel Reply

(will not be shared)

LEITA

DAGATAL

July 2022
M T W T F S S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031
« Mar    

NÝLEGAR FÆRSLUR

  • Öðruvísi heimagerð páskaegg
  • Páskaumfjöllun
  • Ferðalagið mikla og ný tækifæri
  • Nýtt útlit
  • Svampbotnar

MERKIMIÐAR

56% súkkulaði 70% súkkulaði air brush bolludagur Brauð brúðarterta brúðkaup döðlur Ferming flórsykur fondant gum paste haframjöl halloween hrekkjavaka hugmyndir hunang hvítur jarðarber karamella karamellur konfekt kókos leiðbeiningar Lodge muffins möndlur pottabrauð pottjárn páskaegg páskar rjómi sara bernhard sjávarsalt skírn smjörkrem sykur sykurmassi síróp sítrónur sörur súkkulaði trufflur tveggja hæða uppskrift
  • UPPSKRIFTIR
  • UM HÖFUND
  • BLOGGIÐ
  • DAGATAL
  • HAFÐU SAMBAND
©Kökudagbókin 2011-2020
loading Cancel
Post was not sent - check your email addresses!
Email check failed, please try again
Sorry, your blog cannot share posts by email.