Nú er alltof langt síðan síðast og ég búin að baka ófáar kökur og aðra rétti!
Ætla deila með ykkur uppskrift sem Kristín Halla, fyrrum samstarfskona mín, deildi með mér fyrir nokkrum árum. Þessi er alveg meiriháttar við öll tilefni, hvort sem er brúðkaup, skírn, afmæli eða annað og sömuleiðis gengur hún á hvaða árstíma sem er.
Neðri botninn er ansi massívur og minnir hálfpartinn á konfekt meðan efri er léttur svambotn.
Hér er annars tertan sem ég gerði síðustu helgi fyir litlu frænku mína en ég fékk þau fyrirmæli að um skírnartertu væri að ræða en þegar í kirkjuna var komið og skírnin afstaðin tók við brúðkaup! Alveg frábær dagur og var ég í þokkabót skírnarvottur fyrir litlu frænku sem fékk nafnið Tara.
Ég notaði púðamótin frá Wilton, minnsta og stærsta, ásamt undraefninu Cake Release frá Wilton til að fá þessa fallegu lögun á kökunum. Cake release er alveg bráðnauðsynlegt þegar verið að vinna með Wilton Mót eða önnur mót. Með því að nota þessa blöndu má sleppa öllum smjörpappír og þú færð rennislétta köku og enga kökumylsnu.
Jarðaberjadöðluterta, uppskrift fyrir ca 12-16 manns
Döðlubotn
- 150 gr hveiti
- 3 stk egg, við stofuhita
- 200 gr púðursykur
- 100 gr döðlur, smátt saxaðar
- 80 gr suðusúkkulaði, smátt saxað
- 1 tsk lyftiduft
Aðferð:
- Þeytið vel saman eggjum og púðursykri svo ferði ljós froða
- Sigtið þurrefnin útí og blandið saman með sleif
- Blandið að lokum döðlum og súkkulaði saman við allt saman með sleif.
- Bakið við 200°C í 10 mínútur án blásturs (minni hiti ef með blæstri).
Svampbotn:
- 2 stk egg, vð stofuhita
- 100 gr sykur
- 1/2 dl hveiti
- 1/2 dl kartöflumjöl
- 1 tsk lyftiduft
Aðferð:
- Þeytið saman eggjum og sykri þannig úr verur létt og ljós froða
- Sigtið þurrefnin útí og blandið saman með sleif
- Bakið við 200°C í 5-10 mín eða þangað gullinbrún og pinni kemur hreinn út
Fylling og krem utaná köku:
- 4 dl rjómi
- 1/2-1 dós niðursoðin jarðarber
- 2-4 tsk vanillusykur
- 50 gr smátt saxað súkkulaði
Aðferð:
- Takið jarðarberin úr dósinni í sigti með skál undir og geymið sírópið til að bleyta í botnunum.
- Stífþeytið rjómann með vanillusykrinum.
- Blandið jarðarberjunum saman við rjómann og þeytið stutt.
- Bætið að lokum brytjuðu súkkulaði saman við.
Samsetning:
- Bleytið vel í döðlubotninum (neðri botninum) með sírópinu af jarðarberjunum úr dósinni.
- Setjið m helminginn af kreminu ofan á, setjið svo svambotninn ofan á og bleytið einnig í honum.
- Smyrjið kökuna með afgangnum af jarðarberjarjómanum.
- Skreytið með ferskum jarðarberjum og smátt söxuðu súkkulaði.
Hér fylgir mynd af kökunni í hefðbundnum búning:
Verði ykkur að góðu!