• UPPSKRIFTIR
  • BLOGGIÐ
Kökudagbókin
  • UM SÍÐUNA
    • FJÖLMIÐLAR
  • FAQ
  • HAFÐU SAMBAND
  • UPPSKRIFTIR
  • BLOGGIÐ
  • UM SÍÐUNA
    • FJÖLMIÐLAR
  • FAQ
  • HAFÐU SAMBAND
18/10/2013  |  By Eva In ALL, Konfekt, Uppskriftir

Karamellur með saltflögum

Síðustu helgi voru nokkrar Konur í sjávarútvegi að hittast og bauðst ég til að koma með eitthvað sætt fyrir dömurnar. Ein þeirra hafði minnst á hvað henni þætti saltaðar karamellur góðar og fór ég á stúfana eftir góðri uppskrift. Einnig vildi ég nota nýtt salt, Norðursalt sem er afurð frumkvöðla með aðsetur í Hús Sjávarklasans út á Granda en framleiðslan er á Reykhólum .

Karamellur

Eftir þó nokkra leit að einfaldri, fljótlegri og þægilegri uppskrift fann ég á eina frá food network.

Ég breytti uppskriftinni aðeins til að samræmast hráefnum sem fást hér heima (til útprentunar):

Tími: Tekur um 30 mínútur að gera karamelluna og 2,5 klst í ísskáp

  • 1,5 bolli sykur*
  • 1/4 bolli vatn**
  • 1/4 bolli Golden síróp***
  • 250 ml rjómi
  • 5 msk ósaltað smjör
  • 1 teskeið flögusalt frá Norðursalti, fæst t.d. í Bónus
  • 1/2 tsk vanilludropar

*ca 340 gr
** ca 65 ml
*** ca 95 gr eða 4 msk

 

Aðferð:

  1. Smyrjið og setjið smjörpappír í ferkantað form sem er 20×20 cm að stærð, leyfið pappírnum að flæða yfir á tveimur endumNorðursalt
  2. Finnið stóran og djúpan pott (ca 2ltr eða stærri) og setjið vatn, sykur og síróp  í pottinn og hitið að suðu við meðalháan/háan hita.
  3. Hitið þangað til blandað er orðin fallega gulllin brún og munið að hræra ekki, fylgist með og farið í að hita rjómann.
  4. Hitið rjóma, smjör og salt saman í potti að suðu eða örbylgjuofni.
  5. Þegar sykurblandan er klár, slökkvið undir og hellið rjómablöndunni varlega saman við. Þetta mun stækka í tvöfalt/ þrefalt og er það alveg eðlilegt.
  6. Hrærið vanilludropunum saman við og kveikið aftur á hellunni. Hitið þangað til blandan nær 120°C eða 248°F*. Best er að nota sykurhitamæli til þess en þetta getur tekið 10-20 mínútur eftir því hversu heit hellan/helluborðið er.
  7. Þegar klárt, slökkvið undir og hellið í formið og geymið í kæli í nokkrar klukkustundur.
  8. Takið úr, setjið á skurðarbretti, stráið vel af flögusalti yfir og skerið í litla ferninga, tígla eða annað form. Þessi uppskrift gerir um 25-35 karamellur (fer eftir stærð á skurði).

*Það má fara í allt að 150°C eða 300°F eftir því hversu seiga karamellu þið viljið. Þessi var afar mjúk undir tönn.

Verði ykkur að góðu!

Print Friendly, PDF & Email

Share this:

  • Email
  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest
caramel flake salt flögusalt karamellur norðurogco norðursalt ocean cluster rjómi Salt sea salt síróp sjávarklasinn sjávarsalt

Article by Eva

Previous StoryKókosstangir
Next StoryEinfaldar súkkulaði trufflur

Related Articles

  • Páskaungar
    Öðruvísi heimagerð páskaegg
  • skjaldbokur-1
    Cashew skjaldbökur

Leave your comment Cancel Reply

(will not be shared)

LEITA

DAGATAL

May 2022
M T W T F S S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031  
« Mar    

NÝLEGAR FÆRSLUR

  • Öðruvísi heimagerð páskaegg
  • Páskaumfjöllun
  • Ferðalagið mikla og ný tækifæri
  • Nýtt útlit
  • Svampbotnar

MERKIMIÐAR

56% súkkulaði 70% súkkulaði air brush bolludagur Brauð brúðarterta brúðkaup döðlur Ferming flórsykur fondant gum paste haframjöl halloween hrekkjavaka hugmyndir hunang hvítur jarðarber karamella karamellur konfekt kókos leiðbeiningar Lodge muffins möndlur pottabrauð pottjárn páskaegg páskar rjómi sara bernhard sjávarsalt skírn smjörkrem sykur sykurmassi síróp sítrónur sörur súkkulaði trufflur tveggja hæða uppskrift
  • UPPSKRIFTIR
  • UM HÖFUND
  • BLOGGIÐ
  • DAGATAL
  • HAFÐU SAMBAND
©Kökudagbókin 2011-2020
loading Cancel
Post was not sent - check your email addresses!
Email check failed, please try again
Sorry, your blog cannot share posts by email.