Ég hef einstaklega gaman af því að skoða hvað aðrir eru að gera í kökubakstri og skreytingum og finnst mér einstaklega skemmtilegt að skoða kökur sem eru mjög ýktar eða öðruvísi. Því ætla ég að birta hér nokkrar myndir sem ég hef fundið á vefnum:

Er nokkuð viss um að þessi sé einfaldri en hún lítur út fyrir að vera, mesta vinnan er líklega við fígúrurnar.

Þessi er einstaklega litrík, líklega með þeim litríkustu en nammiskrautið er ansi töff 🙂

Þessi drekir er auðvitað bara sjúklega flottur. Ef þið eruð að velta fyrir ykkur hvernig Mike (bakarinn) nær svona raunverulegu útliti og dýptinni þá er eitt af trixunum Air brush, sem ég hef nú aðeins stundað sjálf en ekki í mjög miklum mæli eða á þessum mælikvarða. Hér er hlekkur á heimasíðuna hans.

Hef nú ekki séð margar svona líflegar brúðkaupstertur en þessi virkar nokkuð einföld og skemmtileg.