• UPPSKRIFTIR
  • BLOGGIÐ
Kökudagbókin
  • UM SÍÐUNA
    • FJÖLMIÐLAR
  • FAQ
  • HAFÐU SAMBAND
  • UPPSKRIFTIR
  • BLOGGIÐ
  • UM SÍÐUNA
    • FJÖLMIÐLAR
  • FAQ
  • HAFÐU SAMBAND
28/04/2013  |  By Eva In ALL, Brúðkaup, Fullorðnir, Uppskriftir

Kókosbrúðarterta

Loksins kem ég mér í að segja ykkur frá tertu sem ég hef gert ansi oft á síðustu 12 mánuðum. Það var fyrir ári síðan sem að vinnufélagi minn bað mig að gera fermingartertu fyrir sig með uppskriftinni hennar Halldóru. Held því að réttnefnið sé Kókosbrúðartertan hennar Halldóru. Ég hef hinsvegar breytt uppskriftinni að því leiti að ég sé sítrónukrem á milli botnanna í stað þess að setja rjómaostakremið sem fer utanum kökuna.

Þessi kaka hefur alltaf slegið í gegn, sama við hvaða tilefni og árstíma en mér finnst þetta góð sumarterta. Þessi kaka er svo falleg með kókosnum ein og sér en er líka falleg með smá blómum. Ég var með nokkur blóm sem ég átti en held að lifandi blóm eins og fjólur eða blóm í svipuðum dúr passi mun betur við tertuna enda er það skreytingin sem Halldóra mælir með. Ég gerði þessa í stærra formi þannig að hún verður ekki jafn há, hinsvegar er hún alveg geggjuð þegar minni form eru notuð og verður mun brúðarlegri með þeim hætti.  Nóg um þessar lýsingar, hér er mynd af tertunni með og án blóma.

Kókosbrúðarterta

Svona kom kakan út án blóma. Diskurinn er frá Arca design. Kakan er örlítið gulleit útaf ljósinu en kókosinn er alveg hvítur.
Kókosbrúðarterta

Blómaútgáfan.

[hr]

Hér koma svo nokkrar myndir af ferlinu.

 

Kókosbrúðarterta

Þar sem ég á ekki tvö hringform í sömu stærð finnst mér mjög gott að setja bökunarpappír á hliðarnar. Það flýtir fyrir þegar þarf að nota formið aftur.

Kókosbrúðarterta

Yfirleitt skelli ég kökuforminu nokru sinnum í borðið til að jafna deigið og fá sem besta dreifingu í forminu.

Kókosbrúðarterta

Kakan ætti að líta u.þ.b. svona  út þegar hún er komin úr ofninum.

Kókosbrúðarterta

Þar sem kremið og kókosinn er ansi klístraður er þetta snilldarlausn til að losna við að þurfa þurrka af jaðri disksins áður en kakan er borin fram.

Kókosbrúðarterta

Kemið komið á. Ég dreifði aðeins of mikið úr kreminu en þar sem það er ekki sérlega stíft er ágætt að  hafa það ekki alveg út í jaðarinn svo það flæði ekki mikið út fyrir. Munið eftir að setja hluta af kókosnum yfir kremið svo sé smá á milli botnanna (mér tókst að gleyma því í þetta skiptið).

Kókosbrúðarterta

Það er í góðu lagi þó það sé svona smá bil á milli botnanna þar sem kremið fyllir upp í og kókosinn felur  lika ýmislegt.

Kókosbrúðarterta

Kremið komið á og sést hvernig það getur lekið út á diskinn.

Kókosbrúðarterta

Kókosinn kominn á. Ekki beint það snyrtilegasta en hrikalega flott þegar allt er komið saman. Ef þið viljið gera tveggja eða þriggja hæða tertu úr þessari mæli ég með að nota stífara krem heldur en sítrónukremið. Þá frekar rjómaostasmjörkremið sem fer utanum kökuna, sítrónusmjörkrem, sítrónujómaostakrem eða anað stíft sem ykkur þykir gott.

 [divider_flat]

UPPSKRIFT

Ef þið viljið prenta hana út eina og sér, smellið hér. Þessi uppskrift er fyrir um 12-16 manns

Botnarnir:

  • 3 bollar (365 gr) hveitiKókosbrúðarterta
  • 1 msk lyftiduft
  • 3/4 tsk salt
  • 3/4 bolli (170 gr) ósaltað smjör – við stofuhita
  • 1 3/4 bolli (350 gr) sykur
  • 4 stór egg, aðskilin
  • 1 tsk vanilludropar
  • 1 tsk kókosdropar (má sleppa)
  • 392 ml (1 dós) ósæt kókosmjólk – ég nota coconut cream í grænu eða brúnu dósunum sem fást í Kosti og Vietnam market á Suðurlandsbraut
  • 1/4 tsk cream of tartar (má sleppa)

 

Rjómaostakrem (helmingið uppskriftina ef þið viljið sítrónukrem á milli)

  • 170 gr rjómaostur, við stofuhita
  • 1/4 bolli (60 gr) ósaltað smjör)
  • 4 bollar (450 gr) flórsykur
  • 1/4 bolli (ca 4msk) kókosmjólk (afgangur af dósinni að ofan)

 

Sítrónukrem – sjá einnig uppskrift hér.

  • 125 ml ferskur sítrónusafi
  • 2 msk ósaltað smjör
  • 3 stór egg
  • 1 stór eggjarauða
  • 1 1/4 dl sykur
  • 1/4 tsk vanilludropar
  • hnífsoddur af salti

 Athugið að kremið er frekar blautt og hentar ekki sérlega vel í staflaðar kökur á hæðum.

Kókosbrúðarterta

Skreyting

  • 200 gr sæt rifin kókoshneta (Angel Flake coconut frá Baker’s sem fæst í Kosti)
  • Ferskar fjólur eða önnur falleg blóm til skrauts

 

Aðferð – botnar:

  1. Hitið ofninn í 180°C
  2. Fóðrið botn og hliðar á tveimur 23cm hringformum (má líka vera 20cm eða 25 cm en athugið breyttan bökunartíma)
  3. Sigtið þurefnin saman í skál og leggið til hliðar
  4. Hrærið smjör í skál og bætið sykrinum rólega saman við þangað til létt og ljóst, bætið svo eggjarauðunum við, einni í einu.
  5. Bætið bragðefnunum út í smjörsykursblönduna
  6. Geymið u.þ.b. 1/4 bolla (4msk) af kókosmjólkinni fyrir kremið
  7. Bætið þurrefnunum og kókosmjólkinni út í hræruna til skiptis. Byrjið og endið á þurrefnunum.
  8. Hrærið ekki lengur en þarf til að allt blandist saman, leggið til hliðar
  9. Þeytið eggjahvíturnar með cream of tartar (má sleppa) þangað til stífir toppar myndast.
  10. Blandið 1/3 af hvítunum saman við deigið og svo restinni.
  11. Skiptið milli formanna tveggja (má líka geyma í skál meðan annar botninn bakast séu ekki tvö form til staðar), sléttið og inn í ofn
  12. Bakið í u.þ.b. 30-40 mínútur eða þangað til prjónn kemur hreinn út þegar stungið í miðju kökunnar.

 

Aðferð – rjómaostakrem:

  1. Þeytið saman rjómaost og smjör þar til mjúkt.
  2. Sigtið flórsykurinn og blandið vel saman við
  3. Bætið kókosmjólk út í eftir þörfum, 1msk í einu, þar til kremið er nógu mjúkt til að dreifa á kökuna

 

Aðferð – sítrónukrem:

  1. Hitið saman sítrónusafa og smjör í potti yfir meðalhita, rétt þangað til fer að sjóða.
  2. Pískið saman egg og eggjarauðu í hitaþolinni skál, bætið svo sykrinum rólega saman við.
  3. Hellið sítrónublöndunni rólega saman við og pískið jafnóðum (hér er gott að eiga töfrasprota með písk eða handþeytara).
  4. Setjið allt saman aftur í pottin og á helluna við meðalhita. Hrærið stanslaust með viðarsleif þangað til blandan þykknar ca 2-5 mínútur.
  5. Blandan er til þegar hægt er að draga fingur með bakhlið sleifar og skilji eftir sig slóð.
  6. Sigtið blönduna í hreina skál, setjið plastfilmu yfir og geymið í ísskáp í ca 1-2 tíma áður en þið notið kremið.

Hægt er að gera þetta krem allt að 5 dögum fram í tímann, geyma í vel lokuðu íláti í ísskáp.

 

Samsetning

  1. Setjið annan botninn á disk og setjð smjörpappír í kring til að hlífa disknum og losna við þrif á diskbrún
  2. Setjið 3/4 af rjómaostakreminu EÐA 1/2 af sítrónukreminu og stráið 1/2 bolla af kókosmjölinu yfir.
  3. Setið seinni botninn yfir og smyrjið alla kökuna með kreminu, bæði ofan á og hliðar.
  4. Restin af kókosmjölinu sett utanum kökuna og bökunarpappírinn fjarlægður.
  5. Skreytið með blómum og öðru eftir smekk

Kökuna má vel gera daginn áður, jafnvel tveim dögum áður en hana þarf að geyma í kæli á meðan og taka út 2 klst áður en hún er borin fram.

 

Verði ykkur að góðu!

Print Friendly, PDF & Email

Share this:

  • Email
  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest
brúðarterta kókosbrúðarterta kókosmjólk kókosterta rjómaostakrem sætur kókos sítrónukrem

Article by Eva

Previous StorySumarblóm
Next StoryBanana muffins með súkkulaðikremi

Related Articles

  • Brúðkaup í Þykkvabænum
  • Madagascar trufflu brúðarterta

5 replies added

  1. Heiða 06/05/2013 Reply

    Sæl!

    Takk fyrir frábæra uppskrift.

    Ég hef eina spurningu tengt hlutföllum á kremunum. Ég ákvað gera útgáfuna með sítrónukrefimu á milli.

    Í samsetningarleiðbeiningunum segirðu:

    “Setjið 3/4 af rjómaostakreminu EÐA 1/2 af sítrónukreminu og stráið 1/2 bolla af kókosmjölinu yfir.”

    Nú set ég helminginn af sítrónukreminu á milli botnanna. Hvað verður um hinn helminginn af sítrónukreminu?

    Ég helmingaði uppskriftina af rjómaostakreminu. Fer það allt utan á kökuna?

    B.kv. Heiða

    • Eva 06/05/2013 Reply

      Sæl,

      Mín er ánægjan 🙂

      Ég játa að hinn helmingurinn af kreminu varð eftir hjá mér og notaði ég hann í annað. Ástæðan fyrir að ég er með heila uppskrift af sítrónukreminu er af því ég var ekki viss hvernig ég gæti aðlagað hlutföllin í uppskriftinni án þess að missa eiginleikann. Hinsvegar fer meira af kreminu ef þú hefur kökuna þriggja eða fjögurra laga sem er líka vel hægt.

      Það fer nánast allt rjómaostakremið á kökuna. Fer svolítið eftir hversu mikið maður setur. Ég er gjörn á að setja aðeins minna krem heldur en meira þar sem ég er sjálf ekki mikil krem manneskja. Hinsvegar ef þú vilt þekja kökna vel svo ekki sjáist í botnana þá ætti ekki að vera mikið eftir af kreminu með 1/2 uppskrift af því.

      Vona að þetta hafi svarað spurningunum, endilega láttu mig vita ef svo er ekki.

      kv. Eva

  2. Elín Svava Ingvarsdóttir 10/05/2013 Reply

    Sæl vertu.

    Mér finnst þetta mjög girnileg kaka og dauðlangar að prófa en við búum ekki svo vel fyrir norðan að hafa Kost 🙂 hefur þú nokkuð rekist á að kókosmjólkin og rifna kókoshnetan fáist í öðrum búðum?

    Bestu kveðjur,
    Elín

    • Eva 10/05/2013 Reply

      Sæl Elín Svava,

      Þú getur auðveldlega notað venjulega kókosmjólk, þó ósæta (unsweetened coconut milk) skv. uppskriftinni frá Halldóru. Ástæðan fyrir því að ég mæli með þessari sem ég hef fengið í Kosti og víetnömsku búðinni er að það er sú sem ég átti þegar ég gerði kökuna fyrst og hef ekki viljað breyta til.

      Hvað sæta kókosinn varðar, þá veit ég ekki hvort eitthvað svipast fáist annarsstaðar. Hef ekki orðið vör við hingað til. Líklega er hægt að nota þennan hefðbundna sem fæst út í búð en kakan verður ekki alveg sú sama þar sem hann er mikið minni og þurr meðan þessi er í stórum flögum og nokkuð rakur/klístraður af sykrinum.

      Ef til vill gætir þú athugað hvort Kostur sendi út á land, annars er ekkert mál fyrir mig að senda þér einn eða tvo í pósti ef þú hefur áhuga (sendu mér þá mail). Svo er eflaust hægt að fá vini eða vandamenn sem eiga leið norður til að kippa þessu með fyrir þig þar sem það kostar auðvitað sitt að fá svona með pósti.

      Eitt sem er gott að athuga og það er að þessi kókos ekki alltaf til (var til um 1 kassi fyrir 1,5 viku síðan), þess vegna á ég yfirleitt 1-3 poka í varabirgðir hérna heima .

      Kókoskveðjur,
      Eva

    • Eva 23/05/2013 Reply

      Sæl aftur Elín Svava,

      Til upplýsinga þá rakst ég á svona sætan rifinn kókos í Hagkaup fyrir nokkrum dögum. Ef til vill er svipað úrval í Hagkaup fyrir norðan 🙂 ég tók þó ekki eftir verðinu, því miður.

      kv. Eva

Leave your comment Cancel Reply

(will not be shared)

LEITA

DAGATAL

July 2022
M T W T F S S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031
« Mar    

NÝLEGAR FÆRSLUR

  • Öðruvísi heimagerð páskaegg
  • Páskaumfjöllun
  • Ferðalagið mikla og ný tækifæri
  • Nýtt útlit
  • Svampbotnar

MERKIMIÐAR

56% súkkulaði 70% súkkulaði air brush bolludagur Brauð brúðarterta brúðkaup döðlur Ferming flórsykur fondant gum paste haframjöl halloween hrekkjavaka hugmyndir hunang hvítur jarðarber karamella karamellur konfekt kókos leiðbeiningar Lodge muffins möndlur pottabrauð pottjárn páskaegg páskar rjómi sara bernhard sjávarsalt skírn smjörkrem sykur sykurmassi síróp sítrónur sörur súkkulaði trufflur tveggja hæða uppskrift
  • UPPSKRIFTIR
  • UM HÖFUND
  • BLOGGIÐ
  • DAGATAL
  • HAFÐU SAMBAND
©Kökudagbókin 2011-2020
loading Cancel
Post was not sent - check your email addresses!
Email check failed, please try again
Sorry, your blog cannot share posts by email.