• UPPSKRIFTIR
  • BLOGGIÐ
Kökudagbókin
  • UM SÍÐUNA
    • FJÖLMIÐLAR
  • FAQ
  • HAFÐU SAMBAND
  • UPPSKRIFTIR
  • BLOGGIÐ
  • UM SÍÐUNA
    • FJÖLMIÐLAR
  • FAQ
  • HAFÐU SAMBAND
28/08/2011  |  By Eva In Afmæli, Börn, Fondant, Sýnikennsla

Krókur (úr Cars)

Það er víst nóg af afmælum í fjölskyldunni þessa dagana og varð Mater, öðru nafni Krókur fyrir valinu að þessu sinni. Hérna sést lokaafurðin:

Verð nú að sýna eina framan á áður en ég held lengra.

Ég bakaði tvöfalda uppskrift í tveimur kassalaga formum (einnig hægt að baka í skúffu og skera). Ég gerði svo tvöfalda uppskrift að súkkulaðikremi og byrjaði að stafla og smyrja.

Þegar þið hafið náð “réttri” hæð getið þið farið að móta bílinn. Setja smá kökubita á húddið þar sem Krók vantaði húddið sitt.

Um að gera að muna eftir að eiga nóg í bílahúsið/þakið.

Móta svo afturendann. Afturendinn varð aðeins stærri en ég ætlaði mér en lét það ekki trufla mig 😉

Þegar að kakan lítur nokkurn vegin út eins og þið viljið smyrjið þá kremi yfir svo að fondantinn festist vel við (eða smjörkrem ef þið viljið frekar skreyta kökuna þannig). Mér finnst best að geyma kökuna aðeins í kæli áður en fondantinn er settur yfir því þá er allt viðráðanlegra og auðveldara að móta kökuna ef það er eitthvað ekki eins og það á að vera.

Á meðan ég beið gerði ég súkkulaðifondantinn sem átti að fara yfir. Þið getið einnig gert hann meðan þið eruð að baka þar sem það getur verið gott að leyfa honum að standa aðeins í ísskápnum áður en hann er flattur út. Súkkulaðifondant er skemmtileg tilbreyting frá þessum hefðbundna hvíta og er litaður með kakóinu en ekki matarlit (nema þið viljið dekkja hann).

Þegar þetta er komið er hægt að byggja upp smáatriðin. Móta augun (bílrúðuna), ljósin, krókinn, dekkinn og svo framvegis. Ég gerði þetta nú ekki í neinni skipulagri röð en það sem ég mæli með að gera áður en haldið er lengra er:

  • Framrúðan/augun
  • Hliðarrúðurnar
  • Krókurinn og það sem fer á pallinn að aftan
  • Vélin í húddið
  • Dekkin
  • Framtennurnar
  • Speglarnir
  • Ljósin á toppinn
Allir íhlutirnir voru gerðir með gumpaste nema dekkin, þau voru gerð úr fondant. Þið getið svo geymt þetta og notað þegar þar að kemur. Ég setti framrúðuna, velina í húddið og framtennurnar á fyrst. Til að ná þessari “ryðguðu” áferð klippti ég niður hreinan og ónotaðan pottasvamp. Blandaði svo himinbláan (sky blue) við smá hvítann, dýfði svampinum í og “svampaði” svo bílinn hér og þar. Hér kom sér vel að eiga svona málningar”hólf” eða hvað sem þetta er nú kallað, sjáið það a.m.k. á myndinni :p
Þegar bíllinn var nánast tilbúin skellti ég dekkjunum undir og brettunum kringum dekkin ásamt “ryðinu”. Lokaverkið var svo að setja krókinn aftan á þar sem hann þurfti að vera nógu stífur til að haldast uppi. Ég notaði margvísleg áhöld til að hjálpa mér við ýmislegt og hérna kemur smá listi.
  • Kökukefli, stórt og lítið
  • pizzaskeri
  • lítið skurðarhjól (speglarnir, framrúðan og hliðarrúðurnar)
  • kúluáhald (fyrir framljósin og línurnar á bílnum)
  • Cone áhald (til að gera götin fyrir grindina á pallinn og speglana)
  • Lítill spaði (smyrja krem á þröngu svæðin, sjáið á myndinni að ofan)
  • Penslar (fyrir dekkin, augun, rendurnar að aftan)
  • Svartan matartúss (nafnið á hliðunum)
  • Matarlitaspjald (til að blanda liti og mála dekkin o.s.frv., sjá mynd að ofan)
  • Hringmótasett og sprautustút (til að gera hringina í dekkin og “felgurnar”). Notaði einnig stærri hring þegar ég þurfti að koma dekkjunum undir bílinn 🙂

Svo var bara að mynda gripinn bak og fyrir áður en hann fór til afmælisbarnsins.

Hérna er mynd af bílnum áður en dekkin voru komin undir og grindin fyrir krókinn á pallinn.

 Ef þið eruð að velta fyrir ykkur hvernig ég gerði súkkulaði fondantinn þá nota ég sömu aðferð og við venjulegan en skipti út hluta af flórsykri fyrir kakó. Ég nota Cadburys kakó en getið notað það sem ykkur hentar. Ég bendi þó á að kakó á það til að þurrka meir þannig að þið gætuð þurft minna af flórsykri svo fondantinn þorni ekki og verði ómeðfærilegur.

Ef þið hafið einhverjar spurningar, ekki hika við að spyrja. Annars minni ég á póstlistann þar sem að þið fáið allar færslur sendar með tölvupósti um leið og þær birtast (sjálfvirkt kerfi).
Hér koma svo fleiri myndir af bílnum fyrir þá sem vilja spreyta sig á einum fyrir næsta afmæli eða tilefni 🙂
Þessi sýnir vinstri hliðina.
Hér er afturendinn:
Að lokum kemur hægri hliðin:
Fleiri myndir af ferlinu og bílnum eru að finna á myndasíðunni minni.
Print Friendly, PDF & Email

Share this:

  • Email
  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest
cars fondant gum paste krakkakaka krókur teiknimyndir

Article by Eva

Previous StoryGulrótarkaka
Next StoryBrúðarterta með svart/hvítu þema

Related Articles

  • Nafnatertur fyrsti hluti
  • Fermingar 2015

2 replies added

  1. knittingmydayaway 04/09/2011 Reply

    Þessi er alveg æðisleg hjá þér! Náðir alveg svipnum á honum og allt! Geggjuð!

  2. Kökudagbókin 04/09/2011 Reply

    Takk fyrir hrósið, hún vakti mikla lukku hjá öllum, ungum sem öldnum. Mjög flott síðan hjá þér, finnst myndatakan mjög flott 🙂

Leave your comment Cancel Reply

(will not be shared)

LEITA

DAGATAL

May 2022
M T W T F S S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031  
« Mar    

NÝLEGAR FÆRSLUR

  • Öðruvísi heimagerð páskaegg
  • Páskaumfjöllun
  • Ferðalagið mikla og ný tækifæri
  • Nýtt útlit
  • Svampbotnar

MERKIMIÐAR

56% súkkulaði 70% súkkulaði air brush bolludagur Brauð brúðarterta brúðkaup döðlur Ferming flórsykur fondant gum paste haframjöl halloween hrekkjavaka hugmyndir hunang hvítur jarðarber karamella karamellur konfekt kókos leiðbeiningar Lodge muffins möndlur pottabrauð pottjárn páskaegg páskar rjómi sara bernhard sjávarsalt skírn smjörkrem sykur sykurmassi síróp sítrónur sörur súkkulaði trufflur tveggja hæða uppskrift
  • UPPSKRIFTIR
  • UM HÖFUND
  • BLOGGIÐ
  • DAGATAL
  • HAFÐU SAMBAND
©Kökudagbókin 2011-2020
loading Cancel
Post was not sent - check your email addresses!
Email check failed, please try again
Sorry, your blog cannot share posts by email.