Þegar Fréttablaðið hafði samband við mig í fyrir skömmu og bað mig um uppskrift að brúðartertu fyrir Brúðkaupsblaðið fór hugurinn á fleygiferð um hvað ég ætti að gera og hvaða uppskrift ég ætti að deila með ykkur.
Ég hef áður sagt ykkur frá veigamikilli súkkulaðitertu sem hefur vakið mikla lukku og langaði mig að sjá hvernig tertan yrði með því að breyta lykilatriði tertunnar, það er að segja súkkulaðinu. Úr varð að ég prufaði tvennskonar súkkulaði frá Omnom, bæði Madagascar 66% sem og Papua New Guinea 70%. Mitt persónulega val er Madagascar súkkulaðið í þessa en samstarfsfólk mitt sagði að Papua New Guinea súkkulaðið væri ekkert síðra og verður því hver að dæma fyrir sig.
Meðfylgjandi er mynd af tertunni í öllu sínu veldi en blómin fékk ég hjá Möggubrá.
Ég var gjörsamlega heilluð af þessum fallegu blómum en oft þarf ekki að skreyta mikið svo úr verði glæsilegar tertur.
Hér má sjá nærmynd af sprautaða mynstrinu og blómunum saman.
Hér má svo sjá sprautuáferðina í nærmynd. Lítur ekkert sérlega vel svona nálægt en heildarmyndin verður alveg geggjuð.
Að lokum langar mig að sýna ykkur aðeins umbúðirnar á súkkulaðinu sem ég notaði. Um er að ræða “kitchen block” sem er stór þykk plata með 500 gr af dýrindis súkkulaði. Mér skilst að súkkulaðinu sé pakkað í álpappír því það varðveiti súkkulaðið betur frá geymslubragði og öðru sem getur smitast yfir í súkkulaði.
Pakkningarnar hafa svo leyndan “fítus” ef svo má að orði komast en inna þess eru línur sem marka hver 100 gr eins og smjörstykkin góðu.
Tertan hér að ofan er fyrir um 100 gesti en ég notaði sjöfalda uppskrift af tertunni, 3.5 x af kreminu og, x af Royal Icing og um 2-2,5 kg af Satin Ice Fondant (sykurmassa).