• UPPSKRIFTIR
  • BLOGGIÐ
Kökudagbókin
  • UM SÍÐUNA
    • FJÖLMIÐLAR
  • FAQ
  • HAFÐU SAMBAND
  • UPPSKRIFTIR
  • BLOGGIÐ
  • UM SÍÐUNA
    • FJÖLMIÐLAR
  • FAQ
  • HAFÐU SAMBAND
09/03/2013  |  By Eva In ALL, Brúðkaup, Eftirréttir, Fullorðnir, Kökuskraut, Sýnikennsla

Makkarónuturn

Ég er ávallt á leiðinni að klára leiðarvísirinn að Makkarónuturninum sem birtist í Morgunblaðinu fyrir nokkru. Hinsvegar hefur það gengið brösulega þar sem ég er að vinna í öðrum verkefnum. Hef þó ákveðið að birta það sem ég er komin með svo að þið sem hafið beðið fáið eitthvað til að vinna með.

Það sem þið þurfið að hafa er frauðplast keila. Því miður hef ég ekki fundið neina stærri en 28cm á Íslandi en þessi fæst í Litir og föndur. Einnig þurfið þið heilan helling af samsettum makkarónum. Ef ég taldi rétt þurfið þið um 55-60 stk fyrir svona lítinn turn. Ef þið stækkið hann eins og ég geri á meðfylgjandi myndum þurfið þið hátt í 100 stk (til að vera viss um að vera með nóg ef eitthvað klikkar). Að lokum þurfið þið jafn marga tannstöngla til að festa makkarónurnar á.

Frauðplastkeila

Frauðplastkeila

Byrjið á að festa fyrsta stöngulinn neðst á keilunni en munið að taka mið af makkarónuköku, stöngullinn á að vera aðeins upphallandi en hitta á miðja kökuna. Hér sjáið þið að ég er að nota ósamsettar kökur og er það vegna þess að þetta er sýningarturn en ekki til átu.

Makkarónuturn

Eitt gott ráð er að tryggja að allar makkarónurnar sem á að nota eru mjög svipaðar í stærð. Ég hef lent í smá vandræðum þegar ég geri mismunandi liti. Ég nota talningaraðferðina þegar ég geri þær en stundum er deigið ekki alveg 100% eins milli lita og þá getur það skeikað í stærð. Á myndunum sjáið þið að það myndast eilítið bil á milli. Það gerist af því að kökurnar eru ekki alveg jafn stórar og af því að þær eru bara einfaldar en ekki samsettar. Ef þið viljið ekki að sjáist í hvíta keiluna getið þið sett allskonar krep-pappír eða annað til að hylja hana. Einnig getið þið notað blóm til skreytinga eins og ég gerði í turninum sem birtist í blaðinu.

Haldið áfram að vinna ykkur upp og best að hafa næstu ræð á milli, þannig að röð tvö byrjar á makkarónuskeitum þeirrar fyrstu. Svona haldið þið áfram þangað til þið eruð komin á toppinn.

Makkarónuturn

Makkarónuturn

Makkarónuturn

Svona lítur hann út þegar allar makkarónurnar eru komnar. Næst er að skreyta diskinn og/eða turninn ef þið viljið.  Smá samanburður á stækkaðri keilu og venjulegri.

 Makkarónuturn

 

Mig langar annars að deila með ykkur turninum sem ég gerði fyrir föstudagskaffi í vinnunni, hann vakti mikla lukku en ansi líkur þeim sem ég gerði fyrir blaðið.

Makkarónuturn

Gangi ykkur vel og ekki hika við að senda mér línu eða skilaboð á Facebook ef þið hafið einhverjar spurningar.

Sýniturninn verður til sýnis hjá Allt í köku þegar ég næ loksins að klára hann, þangað til verða myndirnar að duga. – kv. Eva

Print Friendly, PDF & Email

Share this:

  • Email
  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest
franskar makkarónur frauðkeila french macarons macaron tower makkarónuturn makrónur makrónuturn tannstönglar

Article by Eva

Previous StoryRegnbogapönnukökur
Next StorySúkkulaði Grísa kaka

Related Articles

  • franskar-makkaronur
    Franskar makkarónur (uppfærð uppskrift)
  • Franskar Makkarónur

Leave your comment Cancel Reply

(will not be shared)

LEITA

DAGATAL

May 2022
M T W T F S S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031  
« Mar    

NÝLEGAR FÆRSLUR

  • Öðruvísi heimagerð páskaegg
  • Páskaumfjöllun
  • Ferðalagið mikla og ný tækifæri
  • Nýtt útlit
  • Svampbotnar

MERKIMIÐAR

56% súkkulaði 70% súkkulaði air brush bolludagur Brauð brúðarterta brúðkaup döðlur Ferming flórsykur fondant gum paste haframjöl halloween hrekkjavaka hugmyndir hunang hvítur jarðarber karamella karamellur konfekt kókos leiðbeiningar Lodge muffins möndlur pottabrauð pottjárn páskaegg páskar rjómi sara bernhard sjávarsalt skírn smjörkrem sykur sykurmassi síróp sítrónur sörur súkkulaði trufflur tveggja hæða uppskrift
  • UPPSKRIFTIR
  • UM HÖFUND
  • BLOGGIÐ
  • DAGATAL
  • HAFÐU SAMBAND
©Kökudagbókin 2011-2020
loading Cancel
Post was not sent - check your email addresses!
Email check failed, please try again
Sorry, your blog cannot share posts by email.