Hrekkjavökuþemað heldur áfram hjá mér og gerði ég tilraun með maregnsdrauga en ég sá mynd af slíkum á Pinterest og komst inn á vef sem nefnist Smart School House. Þetta er virkilega einföld leið til að gera eitthvað flott og skemmtilegt með allri fjölskyldunni. Svona komu fyrstu draugarnir mínir út en ég notaði ekki rétt súkkulaði og átti í erfiðleikum með að fá það til að fara ekki útum allt hjá mér. Mæli með suðusúkkulaði í verkið eða því sem þið vinnið best með.
Maregnsdraugar
Uppskriftin gerir um 35-40 drauga (færri eða fleiri eftir stærð hvers og eins).
Uppskrift:
- 4 stk eggjajvítur
- 2,5 dl sykur
- 1/2 tsk cream of tartar
- Smá suðusúkkulaði til að sprauta augun og munn
Aðferð:
- Hitið ofninn í 110°C
- Setjið álpappír yfir bökunarplötu og smyrjið með hitaþolinni og bragðlítilli olíu.
- Þeytið eggjahvíturnar þarngað til þær byrja að stífna, bætið svo sykrinum hægt og rólega saman við. Bætið svo cream of tartar við og þeytið áfram.
- Þeytið allt saman þangað til vel stífir toppar myndast og maregnsinn heldur lögun sinni.
- Veljið stóran og góðan hringlaga stút og setjið í sprautupoka, sprautið svo eins marga drauga og þið getið. Best er að kreista pokann, lyfta og endurtaka tvisvar tið viðbótar. Það gefur draugunum sekmmtilegan blæ að hafa smá enda í lokinn og því hægt að draga smá.
- Bakið í 45 mínútur og leifið að kólna áður á borðið en þið setjið augun á. Það er hægt að gera augun með heimagerðum sprautupoka úr smjörpappír eða tannstöngli eftir því hvað er til.
Góða skemmtun og verði ykkur að góðu!