Loksins lét ég verða af því að prufa þessi vinsælu marmara eða risaeðlu egg eins og þau eru stundum nefnd. Þessi má gera við hvaða tilefni sem er en þau eru afar vinsæl kringum páskana og þá í öllum regnbogans litum. Í anda hrekkjavökuþemasins hjá mér ákvað ég að sjá hvernig þau kæmu út með því að nota dimmrauðan matarlit og ég varð ekki fyrir vonbrigðum!
Aðferðin er sára einföld, byrjið á að harðsjóða egg og leyfið þeim standa í skamma stund í vatninu eftir að þau eru tilbúin. Kælið þau nægilega svo þið getið meðhöndlað þau. Setjið þann matarlit sem þið viljið í skál, ílát eða endurlokanlegan poka með smá vatni. Brjótið eggjaskurnina á eggjunum á nokkrum stöðum en ekki um of, því þið viljið ná flotta mynstrinu sem kemur við að brjóta skurnina. Setjið svo eggin með skurn í litaða vatnið og geymið þar í 30-60 mínútur. Takið eggjaskurnina af og þið eruð komin með þessi skemmtilegu “risaeðlu” marmara egg.