Kæru lesendur
Í tilefni þess að Kökudagbókin heldur upp á 5 ára afmælið sitt í ár langar mig að efna til smá leiks. Ég á nokkrar frábærar sögur og myndir af mistökum en nú vil ég sjá myndir og heyra sögur frá ykkur.
Hægt er að taka þátt í tveimur flokkum; besta klúðrið á mynd og besta klúðursagan. Vinningshafi hvers flokks fær kassa af frönskum makkarónum.
Til að taka þátt þarf að setja sögu og/eða mynd á Facebook síðu Kökudagbókarinnar. Leikurinn stendur yfir dagana 1.-7.júní.
Hlakka til að heyra góðar sögur!