Það er langt um liðið síðan síðast, vinnan, ferðalög og margt annað hefur gengið fyrir undanfarna mánuði en ég hef þó ekki setið auðum höndum .
Ég hef í nokkurn tíma ætlað mér að uppfæra heimasíðuna í eitthvað fallegra og nútímalegra útlit sem hægt er að leika sér með og þróa enn frekar. Útkoman er svolítið frábrugðin því sem var en vonandi aðeins notendavænni og ykkur til yndisauka.
Uppskriftirnar eru komnar í myndrænt form, svipað og Pinterest, hægt að velja eftir flokkum eða slá inn leitarorð. Það vantar enn uppskriftir þarna inn þar sem þær leynast enn í bloggfærslunum en mun ég bæta úr því á næstunni. Bloggskrifin halda sambærilegu sniði en þar má finna skrif undanfarinna fimm ára.