• UPPSKRIFTIR
  • BLOGGIÐ
Kökudagbókin
  • UM SÍÐUNA
    • FJÖLMIÐLAR
  • FAQ
  • HAFÐU SAMBAND
  • UPPSKRIFTIR
  • BLOGGIÐ
  • UM SÍÐUNA
    • FJÖLMIÐLAR
  • FAQ
  • HAFÐU SAMBAND
16/02/2015  |  By Eva In ALL, Kökuskraut

Omnom súkkulaði bollur

Eftir að ég byrjaði í bollubakstrinum um helgina var ekki aftur snúið og síðast í morgun var farið á fætur og “skellt” í nokkrar góðar bollur handa samstarfsfólki mínu (sjá uppskrift). Ég var með svo mikið af hinu flotta og skemmtilega omnom súkkulaði svo ég missti mig alveg í morgun og setti allar sex tegundirnar sem ég hafði undir höndum og meira til. Umbúðirnar eru líka svo skemmtilegar að þær fengu sér myndatöku eins og sjá má hér

omnom súkkulaði

Mitt uppáhálds súkkulaði eftir þetta smakk er salt og lakkrís ásamt söltuðu möndlunum.

Hérna koma svo morgunverkin sem samstarfsfólk mitt gaf góða dóma á morgunfundinum:

Bolludagur

Hér var gerð tilraun með “langa jóns” útgáfu í vatnsdeigsbolluformi. Ofan á setti ég heimagerða karamellu og saxað omnom súkkulaði en inni var meira saxað súkkulaði og rjómi.

Bolludagur

Þessi var hugsuð fyrir elskhugana og tilvalinn á Valentínusardaginn, Bóndadaginn eða Konudaginn. Klassískar með sultu, rjóma og súkkulaðiglassúr.

Bolludagur

Þessar fengu brætt suðusúkkulaði og saxað omnom súkkulaði til viðbótar. Þessar þurfa enga sultu á milli þar sem súkkulaðið gefur sæta keiminn á móti bollunum og rjómanum.

Bolludagur

Hér gerði ég tilraun með að bragðbæta deigið sjálft og setti út í nokkrar tsk af kakói. Þær fengu því gott súkkulaðibragð án þess að þurfa glassúr. Snilld sem látlausar en góðar bollur með flórsykri.

Bolludagur

Að lokum voru fleiri langar bollur sem fengu bleikan glassúr, súkkulaðiglassúr, brætt súkkulaði, sykurperlur, saxað súkkulaði og fleira gott.

Hvet ykkur til að prufa ykkar uppáháldsgóðgæti með bollunum í ár!

Vatnsdeigsbollur
Votes: 0
Rating: 0
You:
Rate this recipe!
Prenta uppskrift
Gerir um 12 stk af miðlungsstórum bollum (auðvelt að tvöfalda)
  • RétturKornmeti
Fjöldi Undirbúningur
12 stk 10 mín
Baksturstími Biðtími
60 mín 30 mín
Fjöldi Undirbúningur
12 stk 10 mín
Baksturstími Biðtími
60 mín 30 mín
Vatnsdeigsbollur
Votes: 0
Rating: 0
You:
Rate this recipe!
Prenta uppskrift
Gerir um 12 stk af miðlungsstórum bollum (auðvelt að tvöfalda)
  • RétturKornmeti
Fjöldi Undirbúningur
12 stk 10 mín
Baksturstími Biðtími
60 mín 30 mín
Fjöldi Undirbúningur
12 stk 10 mín
Baksturstími Biðtími
60 mín 30 mín
Hráefni
  • 80 gr Lakkrísduft
  • 200 ml Vatn
  • 2 stk Matarolía
  • 100 gr Meðlæti
  • 1/8 tsk Salt magn er svolítið breytilegt en fínt að klípa saman með fingrunum.
Glassúr
  • 2 dl Flórsykur
  • 1 msk Vatn Eða minna, þangað til réttri áferð er náð
  • 1-2 dropar Millimál
Magn stk
Mælieining:
Aðferð
  1. Hitið ofninn í 200°C
  2. Hitið saman vatn og smjörlíki þangað til smjörlíkið er alveg bráðið og takið af hellunni
  3. Blandið hveitinu saman við vatnið og smjörlíkið með sleif, hrærið saman þangað til degið losnar af sleifinni og stráið salti yfir. Leyfið að kólna aðeins.
  4. Þeytið eggin og blandið þeim svo saman við deigið í hrærivél eða með handþeytara. Setjið smá í einu en passið að hræra ekki of mikið. Passið að deigið má ekki vera of lint.
  5. Setjið deigið á plötu með smjörpappír, annaðhvort með tveim skeiðum eða sprautupoka. Munið að hafa nóg bil á milli þar sem þær stækka nokkuð.
  6. Bakið í 20-30 mínútur í miðjum ofni. Passið að opna EKKI ofninn fyrstu 15 mínúturnar annars geta bollurnar fallið. Það er þó gott að taka eina út þegar tíminn er kominn til að athuga hvort þær séu ekki örugglega full bakaðar.*
Glassúr
  1. Blandið saman smá vatni við flórsykur og hrærið saman með gaffli eða písk. Magn af hvorutveggja fer alveg eftir smekk. Þó er betra að hafa glassúrinn ekki of þykkann/stífan svo þið getið auðveldlega díft bollunum í.
Aðrar upplýsingar

* Ég bakaði tvöfalda uppskrift og setti inn tvær plötur með viftuna á og þurfti alveg 30 mínútur. Það verður hörð skel fyrst en svo mýkist hún upp.

 

Hugmyndir að fyllingum:

  • Sulta og þeyttur rjómi
  • Royal búðingur (karamellu, vanillu, súkkulaði), blandið duftinu saman við helming af magni vökvans sem tilgreint er á pakkningunni. Leyfið að stífna og setjið svo inn í bollurnar. Gott er að hafa smá þeyttan rjóma með.
  • Þeytið saman stífan búðing og rjóma.
  • Nutella og rjómi.
  • Bananar, nutella og rjómi.
  • Leyfa hugmyndafluginu að ráða!
Deila uppskrift

Print Friendly, PDF & Email

Share this:

  • Email
  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest
bolludagur bollur karamellubráð omnom chocolate omnom súkkulaði rjómabollur Salt salt og lakkrís vatnsdeigsbollur

Article by Eva

Previous StorySaltaðar lakkrís karamellur
Next StoryFermingarblað fréttablaðsins

Related Articles

  • vatnsdeigsbollur-kokudagbokin
    Vatnsdeigsbollur
  • Páskaeggin í ár

1 reply added

  1. Lena 16/02/2015 Reply

    Ertu ekki að grínast??? Lítur ‘ógeðslega’ vel út!!! Vá hvað ég væri til í að smakka eina af hverju! Sendiru til Noregs? Býð mig fram sem tilraunakanínu!

Leave your comment Cancel Reply

(will not be shared)

LEITA

DAGATAL

July 2022
M T W T F S S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031
« Mar    

NÝLEGAR FÆRSLUR

  • Öðruvísi heimagerð páskaegg
  • Páskaumfjöllun
  • Ferðalagið mikla og ný tækifæri
  • Nýtt útlit
  • Svampbotnar

MERKIMIÐAR

56% súkkulaði 70% súkkulaði air brush bolludagur Brauð brúðarterta brúðkaup döðlur Ferming flórsykur fondant gum paste haframjöl halloween hrekkjavaka hugmyndir hunang hvítur jarðarber karamella karamellur konfekt kókos leiðbeiningar Lodge muffins möndlur pottabrauð pottjárn páskaegg páskar rjómi sara bernhard sjávarsalt skírn smjörkrem sykur sykurmassi síróp sítrónur sörur súkkulaði trufflur tveggja hæða uppskrift
  • UPPSKRIFTIR
  • UM HÖFUND
  • BLOGGIÐ
  • DAGATAL
  • HAFÐU SAMBAND
©Kökudagbókin 2011-2020
loading Cancel
Post was not sent - check your email addresses!
Email check failed, please try again
Sorry, your blog cannot share posts by email.