Oftar en ekki finnst mér frábært að vera í eldhúsinu og enn skemmtilegra þegar ég fæ áhugasama sambakara eins og Láru systir. Okkur langaði að halda í Hrekkjavökuþemað en vildum gera eitthvað einfalt og fljótlegt. Fyrir valinu urðu nokkrir
Ormar í mold og skuggaleg grasker!
Ég teiknaði á mandarínurnar með svörtum matartúss og hér er ekkert nema hugmyndarflugið sem stoppar!
Moldina og drulluna gerði ég með súkkulaðibúðing, rjóma, krömdum OREO kökum og gúmmíormum. Hugmyndina fékk ég af myndum af Pinterest en hér má sjá upprunalegu færsluna.
Það sem þið þurfið eru 4-5 skálar eða glös, 1 pakka af súkkulaðibúðing og þeytið skv. pakkningunni, bætið einnig ca 2-3 dl af rjóma út þegar búðingurinn er þeyttur. Myljið ca 16 OREO kökur með því að setja í lokanlegan poka og berja með köflu eða öðru skemmtilegu áhaldi. Ég blandaði uþb 2-3 dl af þeyttum rjóma út í búðingsblönduna. Deilið rjómabúðingsblöndunni í ílátin, raðið ormunum og stráið OREO mylsnunni yfir. Þá er rétturinn klár! Ef þið viljið stífari búðing getið þið geymt hann í kæli í skamma stund.
Verði ykkur að góðu!