Sunnudaginn síðasta bauð ég systkinum mínum í sunnudagsmat þar sem boðið var upp á þríréttaða máltíð. Blómkálssúpa í forrétt, fyllt úrbeinað lambalæri ásamt fylltum sætum kartöflum (hvorutveggja með beikoni ofl.) ogsíðast en ekki síst, tvennskonar eftirréttum. Í boði voru tvennskonar ostatertur, ein með súkkulaði og hin með sítrónu og karamellukeim.
Þessi er best vel köld og ekkert síðri daginn eftir. Við vorum öll sammála um að hún væri einstaklega frískandi og algjör óþarfi að bæta rjóma með til hliðanna. Mæli með þesari eftir þunga máltið eða yfir sumartímann.
[hr]
Undirbúningstími: 30 mínútur | Heildartími: 3,5 klst | Magn: 8 sneiðar
Uppskrift (til útprentunar):
- 20 kökur af Grahams hafrakexi
- 11 msk ósaltað smjör, brætt
- 2 msk sykur
- 450 gr rjómaostur
- 1 dós niðursoðin sæt mjólk (sweetened condensed milk)
- 65ml sítrónusafi
- 1 tsk vanilludropar
Aðferð:
- Myljið kexið með morteli eða setjið í góðan plastpoka og berjið með kökukefli eða öðru hentugu áhaldi
- Hellið mylsnunni og sykri í skál. Bætið við brædda smjörinu og blandið vel saman.
- Setjið í 23cm smelluform og setjið brúnina allt að 5cm upp, setjið í frysti í amk 10mín.
- Hrærið rjómaostinn þangað til mjúkur, bætið svo við sætu mjólkinni rólega saman við. Bætið að lokum við sítrónusafa og vanilludropum.
- Hellið fyllingunni í mótið og setjið plastfilmu yfir.
- Kælið í minnst 2,5-3klst áður en kakan er borin fram. Mæli með að geyma hana í frysti yfir nótt.
Upprunaleg uppskrift er fengin frá Martha Stewart, sjá hér.