• UPPSKRIFTIR
  • BLOGGIÐ
Kökudagbókin
  • UM SÍÐUNA
    • FJÖLMIÐLAR
  • FAQ
  • HAFÐU SAMBAND
  • UPPSKRIFTIR
  • BLOGGIÐ
  • UM SÍÐUNA
    • FJÖLMIÐLAR
  • FAQ
  • HAFÐU SAMBAND
18/02/2012  |  By Eva In Afmæli, Blár, Börn, Ferming, Fjólublár, Fullorðnir, Grænn, Gum paste, Skírn, Sýnikennsla

Pakkakaka

Mig hefur langað til að gera pakkaköku í þó nokkurn tíma og um daginn gafst loks tækifæri til. Ég ákvað einnig að prufa uppskrift af hvítum botni sem hefur verið afar vinsæll en nefnist White Cake eða Super Moist White Cake á ensku. Ég vafraði í dágóða stund um netið til að fá upplýsingar um uppskriftir sem hefðu reynst vel og fann svo eina sem fékk afar góða dóma á þeim síðum sem hún var birt.

Uppskriftina finnið þið hér fyrir neðan en hún er frá Recipes From Home – online.

Hráefni

Byrjið á að taka saman hráefnin sem þið þurfið, þið getið jafnvel verið búin að vigta þau til að auðvelda vinnuna, svona eins og þau gera í sjónvarpsþáttunum 😉

Eggjahvítur

Þar sem þið þurfið aðeins eggjahvíturnar þá getur verið gott að geyma eggjarauðurnar í krukku og nota í ísgerð, súkkulaðikrem eða eitthvað annað gómsætt.

Hvítur botn

Kökubotninn verður mjög hvítur.

Þar sem ég á ekkert ferkantað kökuform sem er jafnt á alla hliðar notað ég ílangt.

Meðan botnarnir eru að bakast getið þið undirbúið smjörkremið og sykurmassann.

Þegar ég byrja að setja saman kökur set ég ávallt smá smjörkrem á kökuplattann svo kakan fari örugglega ekki á flakk.

Fylling

Nóg af smjörkremi á milli botnanna 😉

Svo er bara að smyrja hana alla að utan. Þið ráðið hversu “stífan” pakka þið viljið. Ef þið viljið fá kantana í 90 gráða horn, þá er best að smyrja fyrst þunnu lagi af smjörkremi, kæla og smyrja aftur, þá náið þið mun betri köntum og auðveldar ykkur þegar þið setjið sykurmassann yfir.

Pakkakaka - Kökudagbókin

Stundum geta myndast loftbólur undir, þess vegna er best að fletja ofan á og svo niður með hliðunum, þannig fer loftið undan, hér er ég ekki alveg búin að klára slétta pakkann. Ef þið eruð að spá í litnum þá er þetta túrkís (turquoise) sem er blanda af grænum og bláum.

Fondant skeri

Nú getum við snúið okkur að því að gera borðann utanum kökuna. Ég notaði “ribbon cutter” áhaldið mitt frá Wilton en til eru margskonar en að sjálfsögðu ekkert mál að nota pizzahníf 🙂

Fondant

Svona kom renningurinn út

Fondant

Svo er bara setja hann utanum kökuna. Ég notaði sykurmassalím undir borðann svo hann myndi ekki renna til.

Þegar borðinn er kominn getið þið hugsað um slaufuna. Að sjálfsögðu er best að gera hana aðeins fyrr svo “slaufurnar” nái að stífna aðeins annars eigið þið á hættu að þær leki saman.

Slaufur - kökudagbókin

Eins og þið sjáið notaði ég ekki sama skera í slaufuna og borðann en það var smá klaufaskapur hjá mér en kom sem betur fer ekki að sök 😉

Slaufur - Kökudagbókin

Þegar ég geri slaufurnar var engin regla, ég miðað út ca stærðina sem ég vildi hafa og skar svo eftir því. Ég notaði bómmullarhnoðra inn í en ég mæli frekar með að klippa niður  pottasvamp eða annarskonar svamp því að bómullarhnoðrarnir eiga til að festast við.

Nota sykurmassalím til að festa jaðrana saman.

Munið að gera nokkra umfram ef þið skylduð lenda í að einhverjir brotni.

Getið svo tekið hnoðrana úr þegar orðið nógu stíf.

Slaufur - Kökudagbókin

Svo er bara að byrja raða saman, munið að hafa sykurmassalímið hjá ykkur til að festa allt saman.

Hér er slaufan fullkláruð.

Sykurblóm

Lokahnykkurinn er svo blómin. Enn og aftur er hér skraut sem hægt er að gera fram í tímann ef þið viljið. Ég vildi hinsvegar að þau féllu alveg að kökunni þannig að ég gerði þau þegar kakan var klár. Ég gerði þau úr gum paste þannig að þau voru frekar fljót að stífna.

Ég notaði svona “stimplamót” í blómagerðina, þá koma svona skemmtileg smáatriði í blómin. Til að gera miðjuna notaði ég trix sem að ég sá þær nota hjá Allt í köku og það er sigti.

Kemur ótrúlega vel út.

Svona komu blómin út áður en ég airbrushaði perluáferð á þau. Auðvitað hægt að nota perlusprey eða perluduft og bursta 🙂

Hérna er “glitrið” komið á, sést eflaust ekki vel hér en gerði ótrúlega mikið fyrir blómin og kökuna í heild.

Pakkaka - Kökudagbókin

 Að lokum nærmynd af horninu á kökunni.

Uppskrift af hvítri köku sem hentar með smjörkremi

  • 170 gr smjör eða smjörlíki
  • 350 gr sykur
  • 6 eggjahvítur
  • 325 gr hveiti (sigtað 3x)
  • 4 tsk lyftiduft
  • 250 ml mjólk
  • 1 tsk vanilludropar
  • 1 tsk möndludropar (má sleppa ef þið viljið ekki möndlubragð eða minnka hlutfallið)
  • 0,5 tsk salt

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 175-180°C (ég notaði ekki blástur).
  2. Smyrjið tvö 23cm hringlaga mót (eða eitthvað sem svipar í rúmmáli) eða setjið smjörpappír í þau.
  3. Hrærið saman smjör og sykur þannig að blandan verði kremuð. Bætið svo eggjahvítunum við, einni í einu. Blandan er hrærð þangað til létt og ljós, ca fimm mínútur.
  4. Setjið þurrefnin í skál og blandið þeim saman með písk.
  5. Blandið þurrefnunum saman við smjör/sykur/eggjablönduna ásamt mjólkinni og bragðefnunum.
  6. Bakið í ca 35-45 mínútur eða þangað til kökupinni kemur hreinn út eftir að stungið er í kökuna. Ef formin eru stærri styttist bökunartíminn og hann eykst ef formin eru minni.

Ég notaði sömu uppskrift af smjörkremi og ég nota venjulega, sjá hér.

Print Friendly, PDF & Email

Share this:

  • Email
  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest
blómamót fondant hvítt smjörkrem möndludropar pakkakaka perluáferð smjörkrem sólblóm sykurmassi túrkís blár turquoise

Article by Eva

Previous StoryHello Kitty, smjörkremskaka
Next StoryVatnsdeigsbollur

Related Articles

  • Nafnatertur fyrsti hluti
  • Fermingar 2015

Leave your comment Cancel Reply

(will not be shared)

LEITA

DAGATAL

May 2022
M T W T F S S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031  
« Mar    

NÝLEGAR FÆRSLUR

  • Öðruvísi heimagerð páskaegg
  • Páskaumfjöllun
  • Ferðalagið mikla og ný tækifæri
  • Nýtt útlit
  • Svampbotnar

MERKIMIÐAR

56% súkkulaði 70% súkkulaði air brush bolludagur Brauð brúðarterta brúðkaup döðlur Ferming flórsykur fondant gum paste haframjöl halloween hrekkjavaka hugmyndir hunang hvítur jarðarber karamella karamellur konfekt kókos leiðbeiningar Lodge muffins möndlur pottabrauð pottjárn páskaegg páskar rjómi sara bernhard sjávarsalt skírn smjörkrem sykur sykurmassi síróp sítrónur sörur súkkulaði trufflur tveggja hæða uppskrift
  • UPPSKRIFTIR
  • UM HÖFUND
  • BLOGGIÐ
  • DAGATAL
  • HAFÐU SAMBAND
©Kökudagbókin 2011-2020
loading Cancel
Post was not sent - check your email addresses!
Email check failed, please try again
Sorry, your blog cannot share posts by email.