Pönnubrauð

Um helgina helltist yfir mig mikil löngun að skella í pottabrauð í pottjárnspottunum sem við eigum hér heima. Við eigum fallega klassískan rauðan stóra Le Creuset sem ég nota yfirleitt í kjötsúpur og matarmikla pottrétti. Svo eigum við Lodge pottjárnssett sem er bæði pottur og panna.

Hér má sjá mynd af settinu en það fæst hjá Kokku.

ponnubraud-lodge-panna

Eftir smá vangaveltur og mikla leit að uppskriftum datt ég niður á þrjár sem mig langar að deila með ykkur en ég er búin að prufa þær allar og gef ykkur því mína dóma á hvernig þetta hafi heppnast hjá mér. Kannski gott að deila því með ykkur að ég er engin sérfræðingur í brauðgerð þar sem kökur og konfekt hafa tekið meiri sess í eldhúsinu en þetta er ansi skemmtilegt viðbót og reikna með að gera fleiri tilraunir…

Ég ætla byrja á að segja ykkur frá því sem tók skemmstan tíma en það þurfti um 1,5 klst í hefun og 40 mín í ofni. Þetta var afskaplega einfalt og þurfti eingöngu vigt, skál og viðarsleif. Þetta tiltekna brauð var með rósmarín en ég hugsa að sólþurrkaðir tómatar eða önnur krydd geri brauðið enn betra. Þetta brauð er mjúkt með fremur litla skorpu.

ponnubraud-1-small

Svona leit deigið út eftir 60 mín undir plastfilmu í skál.

ponnubraud-lodge2

Deigið komið í pönnuna, ég lét það hálf detta í og átti ekkert við það eftir að það var komið í pönnuna. Lagði viskastykki yfir og beið í 30 mínútur.

ponnubraud-4-small

Svona leit deigið út eftir 30 mínútur undir viskastykkinu og því næst að skera í það og krydda.

ponnubraud-5-small

Brauðið tilbúið í ofninn.

ponnubraud-kokudagbokin

Brauðið tilbúið

 

 

Pönnubrauð
Votes: 0
Rating: 0
You:
Rate this recipe!
Prenta uppskrift
Fallegt hringlaga hálf flatt brauð með góðu kryddbragði. Upprunalega uppskrift má finna hér að neðan.
Fjöldi Undirbúningur
1 hleifur 5 mín
Baksturstími Biðtími
2 klst 90 mín
Fjöldi Undirbúningur
1 hleifur 5 mín
Baksturstími Biðtími
2 klst 90 mín
Pönnubrauð
Votes: 0
Rating: 0
You:
Rate this recipe!
Prenta uppskrift
Fallegt hringlaga hálf flatt brauð með góðu kryddbragði. Upprunalega uppskrift má finna hér að neðan.
Fjöldi Undirbúningur
1 hleifur 5 mín
Baksturstími Biðtími
2 klst 90 mín
Fjöldi Undirbúningur
1 hleifur 5 mín
Baksturstími Biðtími
2 klst 90 mín
Hráefni
Magn hleifur
Mælieining:
Aðrar upplýsingar

Upprunalega uppskrift má finna hjá Baker Bettie. Ef ykkur vantar flott og skemmtilegt brauð sem má baka í pönnu þá mæli ég hiklaust með þessari uppskrift. Það er líka kostur að þurfa ekki hrærivél í baksturinn.

Deila uppskrift
Print Friendly, PDF & Email

Article by Eva

Leave your comment