Cashew skjaldbökur

Print Friendly, PDF & Email
Cashew skjaldbökur
Votes: 1
Rating: 5
You:
Rate this recipe!
Prenta uppskrift
Lesið leiðbeiningarnar vel áður en þið byrjið. Í stuttu máli er ferlið svona, (1) Setjið súkkulaði yfir vatnsbað og bræðið rólega, (2) gerið karamelluna, (3) undirbúið botnana meðan karamellan mallar, (4) hellið karamellunni yfir og að lokum smá súkkulaði. Leyfið að stífna.
Fjöldi Undirbúningur
12 stk 40 mín
Baksturstími Biðtími
1 klst 20 mín
Fjöldi Undirbúningur
12 stk 40 mín
Baksturstími Biðtími
1 klst 20 mín
Cashew skjaldbökur
Votes: 1
Rating: 5
You:
Rate this recipe!
Prenta uppskrift
Lesið leiðbeiningarnar vel áður en þið byrjið. Í stuttu máli er ferlið svona, (1) Setjið súkkulaði yfir vatnsbað og bræðið rólega, (2) gerið karamelluna, (3) undirbúið botnana meðan karamellan mallar, (4) hellið karamellunni yfir og að lokum smá súkkulaði. Leyfið að stífna.
Fjöldi Undirbúningur
12 stk 40 mín
Baksturstími Biðtími
1 klst 20 mín
Fjöldi Undirbúningur
12 stk 40 mín
Baksturstími Biðtími
1 klst 20 mín
Hráefni
Botnar og skreyting
Karamellan
Magn stk
Mælieining:
Aðferð
Karamellan
 1. Setjið sykur, síróp og vatn í stóran pott (1-2 ltr) og hitið þangað til blandað er orðin fallega gulllin brún og munið að hræra ekki, fylgist með og farið í að hita rjómann.
 2. Rjómi, smjör og salt sett saman í pott og hitað að suðu og þangað til smjörið er að fullu bráðið.
 3. Þegar sykurblandan er klár, slökkvið undir og hellið rjómablöndunni varlega saman við. Þetta mun stækka í tvöfalt/ þrefalt og er það alveg eðlilegt.
 4. Hrærið vanilludropunum saman við og kveikið aftur á hellunni. Hitið þangað til blandan nær 115-120°C. Best er að nota sykurhitamæli til þess en þetta getur tekið 10-20 mínútur eftir því hversu heit hellan er.
 5. Þegar allt er klárt er karamellunni hellt yfir klasann. Ef þið eigð afgang, þá er um að gera skella henni í mót, kæla í nokkrar klst og skera í hæfilega munnbita.
Botnar og skraut
 1. Meðan karamellan mallar, bræðið súkkulaði rólega, helst yfir vatnsbaði eða í súkkulaðipotti.
 2. Vigtið 12 stk af cashew klösum. Ca 20 gr hver skjaldbaka.
 3. Notið matskeið og setjið hæfilegt magn af bræddu súkkulaði þar sem skjaldbaka á að vera. Setjið vigtaða hrúfu á hvert, þetta er botninn.
 4. Þegar karamellan er klár, hellið hæfilegu magni yfir hverja hrúgu. Setjið allt saman í kæli þangað til karamellan stífnar. Ca 10-15 mínútur.
 5. Notið matskeið til að setja súkkulaði yfir hverja skjaldböku og jafnið með bakhlið skeiðarinnar.
 6. Leyfið súkkulaðinu að harðna á borði eða skellið í kæli ef tíminn er knappur.
Aðrar upplýsingar

Karamellan má fara í allt að 150°C , fer eftir því hversu seiga eða stökka karamellu þið viljið. Þessi er afar mjúk undir tönn.

Best að hita súkkulaðið ekki of mikið annars tapar það tempruninni og storknunareiginleikunum og þarf að tempra það upp á nýtt. Það má líka nota hjúpsúkkulaði eða blöndu af hjúpsúkkulaði og einhverju uppáhálds ef það hentar betur.

Deila uppskrift

Article by Eva

Leave your comment