
Einfalt og þægilegt pottabrauð með góðri skorpu en léttu brauði. Minnir eilítið á súrdeigsbrauð. Ég notaði pottjárnspott frá Lodge sem er 26cm að stærð.
Fjöldi | Undirbúningur |
1 hleifur | 5 mín |
Baksturstími | Biðtími |
13-19 klst | 12-18 klst |
|
|
![]() |
Einfalt og þægilegt pottabrauð með góðri skorpu en léttu brauði. Minnir eilítið á súrdeigsbrauð. Ég notaði pottjárnspott frá Lodge sem er 26cm að stærð.
|
Aðferð
- Blandið öllum hráefnunum saman í skál og blandið með sleif. Setjið plastfilmu yfir og leyfið að standa á borði í 12-18 klst.
- Forhitið ofninn með pottjárnspottinum í 220°C, undir og yfirhiti og enginn blástur.
- Takið pottinn úr ofninum og takið lokið af. Stráið miklu hveiti yfir borðið og á hendurnar og losið deigið úr skálinni. Mótið léttilega kúlu úr deiginu og setjið það í pottinn, gleymið ekki að hann er heitur.
- Bakið í 30 mínútur með lokinu. Takið svo lokið af og bakið í aðrar 15-20 mínútur eða þar til skorpan er gullinbrún.
- Takið úr ofninum og leyfið brauðinu að kólna.
Aðrar upplýsingar
Upprunalegu uppskriftina má nálgast hjá jo cooks.
Deila uppskrift