Hráefni
Trufflurnar
- 100 gr Súkkulaði, 56%
- 100 gr Cashew hnétusmjör
- 100 ml Rjómi
- 2 tsk Lakkrísduft t.d. Fine Liquorice Powder frá Johan Bulow eða úr Tiger
Skreyting
- 2-4 msk Lakkrísduft
Magn stk
Mælieining:
Aðferð
- Brytjið súkkulaði í rúmgóða hitaþolna skál
- Setjið vatn í pott, ca botnfylli og hitið að suðu. Slökkvið undir og setjið skálina með súkkulaðinu yfir. Leyfið súkkulaðinu að bráðna hægt og rólega.
- Þegar súkkulaðið er að fullu bráðið, bætið við lakkrísduftinu og rjómanum, blandið þangað til allt er vel blandað saman og komin glansandi áferð á blönduna.
- Setjið plastfilmu yfir og leyfið að stífna inn í ísskáp. Ef þið notið ljósara súkkulaði þarf minna af rjóma en ef rjóminn er þeim mun meiri á móti súkkulaðinu gæti súkkulaðið þurft að fá að stífna yfir nótt eða það nær ekki að stífna svo setjið frekar minna en meira til að byrja með.
- Búið til litlar kúlur, annaðhvort með lítilli ísskeið eða teskeið og rúllið í höndunum. Þetta ætti að gera trufflurnar aðeins klístraðar svo lakkrísduftið loðir vel við.
- Veltið upp úr lakkrísduftinu til skreytingar og berið fram eða geymið í ísskáp í ca 7-10 daga í loftþéttum umbúðum.
Deila uppskrift