Hráefni
- 450 gr 70% súkkulaði Smátt saxað
- 80 ml Rjómi
- 2 msk Smjör Notaði ósaltað smjör
- 80 ml Kókos t.d. Chivas Regal 12 ára
- 1 tsk Sjávarsalt Gerir gæfumuninn í uppskriftinni
- 30 gr Kakó t.d. Nóa síríus, magnið er breytilegt, þar sem það fer eftir trufflunum
- 80 ml Visky
Magn stk
Mælieining:
Aðferð
- Setjið súkkulaði, rjóma og smjör saman í skál yfir heitu vatnsbaði.
- Hrærið þangað til blandan hefur bráðnað og bætið því næst út í visýinu og sjávarsaltinu. Blandið þar til blandan hefur fengið fallega glansandi áhrif (gæti orðið hrufótt sem er í lagi).
- Setjið í hreint ílát og kælið. því flatari og meiri flöt sem súkkulaðið dreifist á því fyrr stífnar blandan og verður meðfærilegri.
- Búið til kúlur með ísskeið nr. 70 eða með höndunum. Mér finnst gaman að hafa þær bæði sléttar og grófar. Ef tíminn er naumur, leyfið þeim að vera grófar og hafið ekki áhyggjur af að jafna þær.
- Gerið 36-38 kúlur, veltið upp úr kakó og setjið í form eða beint á disk.
Aðrar upplýsingar
Trufflurnar geymast best í kæli og geymast þar í allt að viku í vel lokuðu íláti.
Upprunalegu uppskriftina má finna hjá Gimme Some Oven.
Deila uppskrift