Hráefni
- 4 stk Egg Best að hafa þau við stofuhita
- 2 dl Sykur
- 1 dl Hveiti
- 1 dl Kartöflumjöl
- 1/2 tsk Lyftiduft
- 1/4 tsk Vanilludropar eða önnur bragðefni, má sleppa.
Magn botnar
Mælieining:
Aðferð
- Hitið ofninn í 180°C gráður á blæstri
- Þeytið egg þangað til verða að léttri froðu
- Bætið við sykrinum og þeytið á góðum hraða þangað til sykur og egg eru vel blönduð saman.
- Sigtið þurrefnin út í og hrærið með sleif.
- Hellið í tvö með smjörpappír og bakið í neðstu rim í ca 15-20 mínútur eða þangað til gullinbrúnir og er eins og svampur ef ýtt er á hann (fingrafarið helst ekki). Einnig má baka í ofnskúffu.
- Setjið á borð og kælið þangað til hægt er að setja þá saman. Botnana má vel frysta og eiga til góða.
Aðrar upplýsingar
Mér finnst best að hafa öll hráefni við stofuhita nema annað komi sérstaklega fram. Kökurnar verða jafnari í bakstrinum fyrir vikið og öll samsetning og vinna verður einfaldari.
Deila uppskrift