Vatnsdeigsbollur

Print Friendly, PDF & Email
Vatnsdeigsbollur
Votes: 0
Rating: 0
You:
Rate this recipe!
Prenta uppskrift
Gerir um 12 stk af miðlungsstórum bollum (auðvelt að tvöfalda)
Fjöldi Undirbúningur
12 stk 10 mín
Baksturstími Biðtími
60 mín 30 mín
Fjöldi Undirbúningur
12 stk 10 mín
Baksturstími Biðtími
60 mín 30 mín
Vatnsdeigsbollur
Votes: 0
Rating: 0
You:
Rate this recipe!
Prenta uppskrift
Gerir um 12 stk af miðlungsstórum bollum (auðvelt að tvöfalda)
Fjöldi Undirbúningur
12 stk 10 mín
Baksturstími Biðtími
60 mín 30 mín
Fjöldi Undirbúningur
12 stk 10 mín
Baksturstími Biðtími
60 mín 30 mín
Hráefni
Glassúr
Magn stk
Mælieining:
Aðferð
 1. Hitið ofninn í 200°C
 2. Hitið saman vatn og smjörlíki þangað til smjörlíkið er alveg bráðið og takið af hellunni
 3. Blandið hveitinu saman við vatnið og smjörlíkið með sleif, hrærið saman þangað til degið losnar af sleifinni og stráið salti yfir. Leyfið að kólna aðeins.
 4. Þeytið eggin og blandið þeim svo saman við deigið í hrærivél eða með handþeytara. Setjið smá í einu en passið að hræra ekki of mikið. Passið að deigið má ekki vera of lint.
 5. Setjið deigið á plötu með smjörpappír, annaðhvort með tveim skeiðum eða sprautupoka. Munið að hafa nóg bil á milli þar sem þær stækka nokkuð.
 6. Bakið í 20-30 mínútur í miðjum ofni. Passið að opna EKKI ofninn fyrstu 15 mínúturnar annars geta bollurnar fallið. Það er þó gott að taka eina út þegar tíminn er kominn til að athuga hvort þær séu ekki örugglega full bakaðar.*
Glassúr
 1. Blandið saman smá vatni við flórsykur og hrærið saman með gaffli eða písk. Magn af hvorutveggja fer alveg eftir smekk. Þó er betra að hafa glassúrinn ekki of þykkann/stífan svo þið getið auðveldlega díft bollunum í.
Aðrar upplýsingar

* Ég bakaði tvöfalda uppskrift og setti inn tvær plötur með viftuna á og þurfti alveg 30 mínútur. Það verður hörð skel fyrst en svo mýkist hún upp.

 

Hugmyndir að fyllingum:

 • Sulta og þeyttur rjómi
 • Royal búðingur (karamellu, vanillu, súkkulaði), blandið duftinu saman við helming af magni vökvans sem tilgreint er á pakkningunni. Leyfið að stífna og setjið svo inn í bollurnar. Gott er að hafa smá þeyttan rjóma með.
 • Þeytið saman stífan búðing og rjóma.
 • Nutella og rjómi.
 • Bananar, nutella og rjómi.
 • Leyfa hugmyndafluginu að ráða!
Deila uppskrift

Article by Eva

Leave your comment