• UPPSKRIFTIR
  • BLOGGIÐ
Kökudagbókin
  • UM SÍÐUNA
    • FJÖLMIÐLAR
  • FAQ
  • HAFÐU SAMBAND
  • UPPSKRIFTIR
  • BLOGGIÐ
  • UM SÍÐUNA
    • FJÖLMIÐLAR
  • FAQ
  • HAFÐU SAMBAND
20/06/2011  |  By Eva In Afmæli, Blár, Börn, Fullorðnir, Hvítur, Smjörkrem, Sýnikennsla

Regnbogakaka

Eflaust hafið þið skoðað eitthvað af kökum á netinu til að fá hugmyndir til dæmis að skemmtilegum krakkakökum, það ég geri að minnsta kosti þar sem hugmyndaflugið er ekki alltaf upp á sitt besta. Þann 17. júní gerði ég eina mjög skemmtilega regnbogaköku sem var skreytt með regnboga að utan en einnig í regnbogalitunum að innan 🙂

Ég notaði uppskrift frá Evernewrecipes sem er í raun útgáfa af Basic white cake en ég gerði einmitt svoleiðis um daginn en sú uppskrift var aðeins öðruvísi.

Ég byrjaði á að gera deigið og taka saman matarlitina sem ég ætlaði að nota í deigið og kökuskreytinguna.

Mér skylst að regnbogalitirnir séu rauður, appelsínugulur, gulur, grænn, blár og fjólublár og því urðu þeir litir fyrir valin.

Því næst var deiginu skipt niður í sex skálar.

Smá matarlitur (ca 1-3 dropar af AmeriColor) í hverja skál.

Ég notaði svo gaffal til að blanda litinum saman við deigið.

Ég passaði mig þó að skola gafflana á milli svo litirnir blandist ekki saman eða vera með sex stykki 🙂

Því næst er hver litur settur á fætur öðrum í vel smurt form.

Ég notaði tvöfalda uppskrift og setti því ekki allt úr hverri skál. Ég setti mest af rauða, svo minna og minna eftir því sem meira deig fór í. Þegar ég setti deigið í form #2 byrjaði ég á öfugum enda. Þannig ættu báðir botnar að vera nokkuð jafnir og mynda fallegan regnboga. Hér kemur myndasyrpa með ferlinu. Þar sem þessi uppskrift er í þykkri kantinum skellti ég forminu aðeins í borðið til að losna við “fjallið” og fá deigið niður í formið.

Þegar skálarnar eru tómar er óhætt að setja kökuna í ofninn. Það er hægt að gera báða í einu eða einn í einu, eftir því hvað hentar ykkur.

Þegar kakan kemur úr ofninum mun hún líklega ekki líta sérlega girnilega út, gerði það að minnsta kosti ekki hjá mér.

En hafið ekki áhyggjur, kakan er hrikalega flott og litrík að innan 🙂

Ég tek fram að þetta er tilraunabotn sem ég gerði og dökku litirnir voru aðeins of ríkjandi og ekki alveg nógu flott skilin á þeim að mínu mati en þetta gefur ykkur hugmynd um hvernig kakan mun líta út að innan. Bloggarinn Omnomicon mælir með að gera tvöfalda uppskrift, semsagt tvo botna í einu til að fá flottari og betri skil og er ég sammála því. 

Krakkarnir geta jafnvel tekið þátt í þessum bakstri og hægt að gera litlar muffins /cupcakes úr svona deigi. Ef deigið er nógu blautt t.d. eins og í eplaköku eða sjónvarpsköku, þá er hægt að setja í glös sem börnin geta hellt úr 🙂

Næsta skref er annars að setja kökuna saman og skreyta. Ég byrja á að setja kökudisk eða kökuplatta á snúningsdisk (festi stundum með kennaratyggjói).

Því næst set ég smá krem á diskinn svo kakan haldist vel á disknum.

Fyrsti botn er settur á og krem á billi.

Svo seinni botninn. Ég hvolfdi botnunum til að hafa topinn sléttari.

Því næst er krem sett gróflega utanum alla kökuna og er það kallað “dirty icing”, oft er það gert með sléttum stút en einnig hægt að gera með kökuspaða eins og ég geri. Stútur #789 frá Wilton gæti til dæmis hentað.

Kakan er svo sléttuð. Ég hef notað kökuspaða og borðsköfu sem ég fékk í Kokku á sínum tíma. Það getur auðveldað að gera hliðarnar sléttar 🙂

 Þið takið væntanlega eftir að kakan er enn hvít en ég ákvað að air brusha kökuna með himinbláum (sky blue) en allt annað krem var litað. Að sjálfsögðu eiga fáir air brush græjur og þá er um að gera lita smjörkermið áður en það er sett á kökuna.

Hér var ég búin að lita alla kökuna og tilbúin til skreytingar.

Ég notaði topp #47 frá Wilton til að gera regnbogann en hann er beinn, sléttur öðrum megin en hrufóttur hinu megin. Hann er einnig hægt að nota þegar verið er að gera körfumunstur (basket weave). Ég notaði svo topp #3 frá Wilton til að gera áletrunina.

Ég játa að mér þótti þetta ekki líta neitt sérlega vel út til að byrja með. Mér fannst kakan í raun ekki fá almennilega mynd á sig fyrr en að allur regnboginn var kominn á.

Hér vantar skýjin til að fela endana og gefa kökunni smá upplyftingu. Ég hafði pælt í að nota hvíta kremið sem ég gerði um daginn en hélt það myndi ekki passa með, var því með vel þeytt hvítt smjörkrem og notaði topp #6 frá Wilton til að gera skýin.

Þar sem þetta voru nú sex litir voru nokkrir pokar og nokkrar skálar sem þurfti að ganga frá 😉

Svona leit svo kakan út þegar skýin voru komin á.

Uppskrift að Regnbogaköku, einföld (ég notaði tvöfalda):

  • 170 gr smjör / smjörlíki
  • 170 gr sykur
  • 3 egg
  • 1 tsk vanilludropar (ég notaði um 2 tsk)
  • 170 gr hveiti
  • 4 tsk lyftiduft
  • 3 msk mjólk
  • Matarlitiðr (4-6 gerðir)
Leiðbeiningar:
  1. Hitið ofninn í 180°C og smyrjið hringform, ca 22 cm.
  2. Byrjið á að þeyta smjör og sykur vel saman þannig að verði létt og ljóst.
  3. Næst skal bæta við eggjunum, einu í einu og vanilludropunum.
  4. Því næst fara þurrefnin út í og að lokum mjólkin. Ef ykkur finnst deigið alltof þykkt er í lagi að setja aðeins meiri mjólk.
  5. Skiptið deiginu í fjóra til sex hluta (eftir hversu margir litirnir verða). Setjið svo litina í formið.
  6. Bakist í ca 30-40 mínútur eða þangað til kakan er fullbökuð.
Uppskrift að smjörkreminu sem ég notaði er undir uppskriftir. Ég notaði um það bil þrefalda uppskrift í þessa köku. 
Væri gaman að sjá tilraunir ykkar, hvort sem kaka, muffins/ cupcakes eða annað skemmtilegt!
Print Friendly, PDF & Email

Share this:

  • Email
  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest
barnaterta blár fjólublár grænn gulur krakkakaka marglitur svampbotn rauður regnbogakaka regnbogaterta skýjabólstrar smjörkrem

Article by Eva

Previous StoryAllskonar hugmyndir
Next StoryDúnmjúkar bananamuffins

Related Articles

  • Gulur vörubíll
  • Smjörkremsmyndir

5 replies added

  1. Margrét Hanna 21/06/2011 Reply

    Er þessi uppskrift ofsa góð í regnboga muffins eða mælir þú frekar með e-i annari?

  2. Kökudagbókin 21/06/2011 Reply

    Ég hef nú ekki prufað muffins úr þessari en finnst hún mátulega stíf og gæti trúað að hún sé fín í muffins. En ég gerði einnig Basic White cake sem er aðeins meiri vinna við en kakan er alveg geggjuð, i am baker birti þessa uppskrift á blogginu hjá sér og hef ég þýtt hana yfir á íslensku og sett leiðbeiningar hér: https://kokudagbokin.is/uppskriftir/

  3. Margrét Hanna 21/06/2011 Reply

    Ok, takk Eva:o)

  4. Kökudagbókin 22/06/2011 Reply

    Anytime! Um að gera varpa spurningunum hér, eflaust einhverjir fleiri sem höfðu sömu spurningu eða svipaðar pælingar 🙂

    • Elora 24/09/2011 Reply

      I autcally found this more entertaining than James Joyce.

Leave your comment Cancel Reply

(will not be shared)

LEITA

DAGATAL

July 2022
M T W T F S S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031
« Mar    

NÝLEGAR FÆRSLUR

  • Öðruvísi heimagerð páskaegg
  • Páskaumfjöllun
  • Ferðalagið mikla og ný tækifæri
  • Nýtt útlit
  • Svampbotnar

MERKIMIÐAR

56% súkkulaði 70% súkkulaði air brush bolludagur Brauð brúðarterta brúðkaup döðlur Ferming flórsykur fondant gum paste haframjöl halloween hrekkjavaka hugmyndir hunang hvítur jarðarber karamella karamellur konfekt kókos leiðbeiningar Lodge muffins möndlur pottabrauð pottjárn páskaegg páskar rjómi sara bernhard sjávarsalt skírn smjörkrem sykur sykurmassi síróp sítrónur sörur súkkulaði trufflur tveggja hæða uppskrift
  • UPPSKRIFTIR
  • UM HÖFUND
  • BLOGGIÐ
  • DAGATAL
  • HAFÐU SAMBAND
©Kökudagbókin 2011-2020
loading Cancel
Post was not sent - check your email addresses!
Email check failed, please try again
Sorry, your blog cannot share posts by email.