• UPPSKRIFTIR
  • BLOGGIÐ
Kökudagbókin
  • UM SÍÐUNA
    • FJÖLMIÐLAR
  • FAQ
  • HAFÐU SAMBAND
  • UPPSKRIFTIR
  • BLOGGIÐ
  • UM SÍÐUNA
    • FJÖLMIÐLAR
  • FAQ
  • HAFÐU SAMBAND
03/04/2014  |  By Eva In ALL, Súkkulaði, Sýnikennsla, Uppskriftir

Rice Krispies Kransakaka

Nú fara fermingarnar að ná hámarki og ekki seinna vænna en að fjalla aðeins um barnvænu útgáfuna af Kransaköku eða Rice Krispies Turn.

Mér hefur þótt þeir ná meiri vinsældum á síðari árum og oftar en ekki má finna báðar útgáfur í fjölmennum fermingarveislum. Ég man ansi vel eftir frumraun minni en hún var gerð fríhendis og heppnaðist ekkert sérlega vel að mínu mati en eftir að ég las mér betur til, skoðaði aðrar uppskriftir og bar saman við hefðbundið rice krispies áttaði ég mig á nokkrum lykilatriðum, t.d. að betra er að setja minna af rice krispies en meira til að gera blönduna stöðugri og það getur verið gott að nota súkkulaðihjúp ef þið eruð í vandræðum með að fá súkkulaðið til að stífna.

Hér má líta mynd af kransaköku fyrir son fyrrum samstarfskonu minnar en hann er mikill tónlistarunnandi og hefur lært á gítar í fleiri ár. Þetta er ekki nýjasta tertan en ég gleymdi að ná mynd af henni síðustu helgi. Það gerist æ oftar að ég gleymi að mynda meistaraverkin sem verða til.

 

Rice Krispies Turn - stor

Uppskriftin sem ég fékk frá vinkonu og styðst enn við í dag er eftirfarandi:

(Til útprentunar)

  • 500 gr suðusúkkulaði
  • 280 gr rice krispies
  • 454 gr síróp (1 lítil dós)
  • 150 gr smjör
  • 100-200 gr dökkur súkkulaðihjúpur til að festa hringina saman
  • Kökuskraut að eigin vali

Ég er þó ekki frá því að þetta sé sama eða svipuð uppskrift og hefur verið birt víðsvegar um netheimana og jafnvel Gestgjafanum.

Aðferð:

  1. Setjið brytjað súkkulaði, síróp og brytjað smjör í pott og bræðið allt saman í þykkan hjúp sem minnir eilítið á karamellu
  2. Blandið rice krispies saman við og tryggið að súkkulaðið blandist vel við allt saman
  3. Rice Krispies TurnByrjið að raða í kransakökumót*, innsta og ysta hring til að smara tíma og fyrirhöfn. Uppskriftin er nokkið rífleg og því óþarfi að spara. Ef þið hafið áhyggjur af að eiga ekki nóg mæli ég með að sleppa neðast/stærsta hringnum þanga til í lokin.
  4. Skellið í frysti í 5-10 mín. Losið með því að hvolfa mótinu og láta heitt vatn renna á botninn. Þannig losnar þetta strax án þess að vera nota auka feiti. Geymið svo á smjörpappír þangað til allt er orðið klárt.
  5. Endurtakið leikinn og raðið í miðju hringinn og aftur í frysti.
  6. Endurtakið leikinn með að losa.
  7. Þegar þið eruð tilbúin að setja turninn saman er best að vera búin(n) að raða hringjunum eftir stærðarröð til að forðast mistök ásamt því að hafa brætt súkkulaði við höndina. Ég mæli með hjúp þar sem hann storknar nokkuð auðveldlega, ef þið notið annað súkkulaði þurfið þið að hita það hægt til að missa ekki temprunina eða tempra það upp á nýtt.
  8. Gott er að setja efri hlutann saman, svo neðri (eða öfugt) og enda á að leggja allt saman.
  9. Skreytið að vild.

 

*Ég fékk mín í Byggt & Búið á sínum tíma og þau fást þar enn, sjá hér.

Print Friendly, PDF & Email

Share this:

  • Email
  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest
kransakaka rice krispies rice krispies kransakaka rice krispies turn súkkulaði turn turn

Article by Eva

Previous StoryJarðarberjadöðluterta
Next StoryHeimagerð Páskaegg

Leave your comment Cancel Reply

(will not be shared)

LEITA

DAGATAL

July 2022
M T W T F S S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031
« Mar    

NÝLEGAR FÆRSLUR

  • Öðruvísi heimagerð páskaegg
  • Páskaumfjöllun
  • Ferðalagið mikla og ný tækifæri
  • Nýtt útlit
  • Svampbotnar

MERKIMIÐAR

56% súkkulaði 70% súkkulaði air brush bolludagur Brauð brúðarterta brúðkaup döðlur Ferming flórsykur fondant gum paste haframjöl halloween hrekkjavaka hugmyndir hunang hvítur jarðarber karamella karamellur konfekt kókos leiðbeiningar Lodge muffins möndlur pottabrauð pottjárn páskaegg páskar rjómi sara bernhard sjávarsalt skírn smjörkrem sykur sykurmassi síróp sítrónur sörur súkkulaði trufflur tveggja hæða uppskrift
  • UPPSKRIFTIR
  • UM HÖFUND
  • BLOGGIÐ
  • DAGATAL
  • HAFÐU SAMBAND
©Kökudagbókin 2011-2020
loading Cancel
Post was not sent - check your email addresses!
Email check failed, please try again
Sorry, your blog cannot share posts by email.