• UPPSKRIFTIR
  • BLOGGIÐ
Kökudagbókin
  • UM SÍÐUNA
    • FJÖLMIÐLAR
  • FAQ
  • HAFÐU SAMBAND
  • UPPSKRIFTIR
  • BLOGGIÐ
  • UM SÍÐUNA
    • FJÖLMIÐLAR
  • FAQ
  • HAFÐU SAMBAND
26/05/2011  |  By Eva In Afmæli, Fullorðnir, Sýnikennsla, Uppskriftir

Rósarterta með lóðréttri lagskiptingu

Þessi kaka var tileinkuð mágkonu minni sem er einstaklega dugleg við að skoða hverskyns matar- og kökublogg og hefur gaman af tilraunastarfsemi. Þar sem hún hefur ekki haft tíma til að prufa þessa sjálf stóðst ég ekki freistinguna.

Hugmyndin er fengin frá bloggaranum i am baker sem sýndi hvernig hægt væri að gera köku með lóðréttri lagskiptingu.

Fyrsta mál á dagskrá er að baka botnana með smá fyrirvara vegna þess að það er best að frysta þá í nokkrar klukkustundir áður en þeir eru skornir.

Fyrsta skrefið er að merkja pappa, á myndinni sjást aðeins 3 hringir en þeir urðu 4 á pappanum og því mynduðust 5 hringir úr hverri köku. Hægt er að gera þá fríhendis eða með hringjamótum, glösum eða hverju sem ykkur dettur í hug 🙂

Næst er að skera hringina í kökurnar og klippa af pappanum eftir að hafa skorið sömu stærð af hring á hvorri köku.

Þegar búið er að skera hringina í báðar kökurnar er skorin bein lína frá miðju (munið að skera ekki í innsta hringinn) og þannig hægt að taka kökurnar í sundur.

Næsta skref er að púsla kökunum saman, mér fannst best að gera báðar jafnóðum meðan þær eru rakar svo þær festist betur saman.

Næsti hringur er ljós, svo aftur rauður og koll af kolli þangað til allir hringir eru komnir saman og komin röndótt terta.

Mér fannst svo best að setja skilin á móti hvort öðru (en ekki í línu eins og var skorin) svo að kakan haldist betur saman. Svona lítur svo kakan út samsett en óskreytt.

Næsta skref er að smyrja hana létt með smjörkremi, á ensku er það kallað “crumbcoatin” þar sem þú ert rétt að fela kökuna og jafna skilin ef baksturinn/samsetningin varð ójöfn.

Að lokum er rósunum (rosettes) sprautað á kökuna. Besta leiðin til að sýna hvernig þær eru gerðar er með myndbandi og læt ég fylgja með eitt ágætis myndband sem ég sá á YouTube. Ég notaði topp #S2 en það er hægt að nota nánast hvaða stjörnutopp sem er, fer eftir smekk og hvaða stærð er óskað eftir.

Svona líta rósirnar út í nærmynd og ólitaðar.

Lokaafurðin 🙂

Mér fannst svo tilvalið að lita þær með air brush og varð rauður fyrir valinu.

Sneiðarnar urðu svo fallega röndóttar…

Uppskriftir

Hér koma svo uppskriftirnar sem ég notaði, ég breytti aðeins uppskriftunum sem i am baker notaði og set ég hér inn mína útgáfu.

Red velvet

  • 2 bollar hveiti
  • 1/2 bolli smjörlíki (eða smjör)
  • 1/2 bolli sykur
  • 2 stór egg, við stofuhita
  • 1,5 msk rauður matarlitur
  • 2 msk kakó (cadbury´s)
  • 1 tsk vanilludropar
  • 1 tsk salt
  • 1 bolli súrmjólk
  • 1 tsk eplaedik
  • 1 tsk matarsódi (ekki lyftiduft!)
Leiðbeiningar:
  1. Ofninn hitaður í 180°C og smurði ég eitt 22cm hringform (smjörpappír í botninn en smjör og hveiti í hliðarnar).
  2. Sigta hveitið í skál og leggja til hliðar. Hræra saman sykur og smjör þangað til létt og ljóst (ca 5mín). Bæta eggjunum við, eitt í einu.
  3. Í litla skál skal hræra vel saman matarlitnum, kakóinu og vanilludropunum.
  4. Settu saltið í súrmjólkina og bættu henni svo við deigið, til skiptis við hveitið (ca 1/3 í einu) en ekki taka of langan tíma eða hræra of mikið.
  5. Blandaðu edikinu og matarsódanum saman í mjög lítilli skál og bættu við degið.
  6. Settu deigið í mótið og bakaðu í ca 30-40 mín, eða þangað til kökupinninn kemur hreinn út. Ég notaði ekki blástur.
  7. Leyfðu kökunni að kólna. Ef þú ætlar að gera svona köku, þá er best að leyfa henni bara að kólna í ca 10-15mín, setja hana í poka og beint í frysti í ca 3-5klst svo sé auðveldara að skera og meðhöndla.

Basic white cake

  • 2 stór egg
  • 1 og 3/4 bolli hveiti (sigtað)
  • 2 tsk lyftiduft
  • 1/4 tsk salt
  • 1/2 bolli smjör/smjörlíki, lint
  • 1 bolli sykur
  • 1 tsk vanilludropar
  • 1/2 tsk möndludropar*
  • 1/2 bolli mjólk
  • 1/8 tsk cream of tartar**
*Þessu má sleppa þar sem það eru ekki allir fyrir mikið möndlubragð. Ég prufaði það og held að ég myndi eingöngu nota 1/4 tsk.
** Þetta fæst í flestum matvöruverslunum (a.m.k. Nóatúni og Hagkaup) og er yfirleitt hjá kryddunum frekar en bökunardeildinni.
Leiðbeiningar:
  1. Skiptu eggjunum, rauður í eina skál og hvítur í aðra og leyfðu þeim að standa og ná stofuhita.
  2. Hitaðu ofninn í 180°C og smyrðu formin eins og að ofan.
  3. Settu sigtað hveitið, lyftiduftið og salt í skál og leggðu til hliðar.
  4. Hrærðu  smjörið í ca 1 mín og bættu við 3/4 bolla af sykrinum (munda eftir að geyma afganginn) og hrærðu í ca 2 mín til viðbótar. Bættu svo eggjarauðunum við, einni í einu og að lokum vanillu-og möndludropunum.
  5. Bættu hveitinu og mjólkinni við deigið til skiptis, ca 1/3 af hvoru í hvert sinn. Þetta á að taka minna en 2 mínútur svo degið ofhrærist ekki.
  6. Næst skaltu þeyta eggjahvíturnar eins og þú værir að þeyta maregns, þegar þær eru orðnar vel froðukenndar skaltu bæta við cream of tartar og þegar toppar eru farnir að myndast skaltu bæta við sykrinum þangað til orðið nokkuð stíft eins og maregns. Gæti tekið um 3 mín á miðlungshraða.
  7. Að lokum skaltu blanda eggjahvítublöndunni varlega saman við degið með sleikju þangað til vel blandað saman. Skelltu deginu í formið og bakaðu í ca 20-25 mín eða þangað til kökupinni kemur hreinn út.
  8. Þegar kakan hefur kólnað í ca 10-15 mín er best að skella henni í frost eins og gert var með red velvet kökuna.

Smjörkrem

Þessi uppskrift er ekki eins og ég er vön að gera en hún er afar skemmtileg og myndar örlitla harða skel á kremið en er dúnamjúkt fyrir innan.

  • 1 bolli smjör/smjörlíki
  • 6-8 bollar flórsykur
  • 1/2 bolli mjólk
  • 2 tsk vanilludropar*
*Ég notaði amk 3-4 tsk af dropum þar sem ég vil hafa almennilegt vanillubragð af kreminu mínu.
Leiðbeiningar:
  1. Settu smjörið í skál og hrærðu aðeins ef það er ekki vel lint. Bættu við 4 bollum af flórsykri og svo mjólkinni og vanilludropunum. Leyfðu blöndunni að hrærast vel eða í a.m.k. 3-5 mín áður en þú bætir við meiri flórsykri.
  2. Bættu við einum bolla í einu þangað til þú hefur náð áferð sem þú ert ánægð(ur) með. Ég notaði alla 8 bollana og dugði þetta krem á báðar terturnar hjá mér.
  3. Það er að sjálfsögðu lítið mál að lita kremið með matarlit ef þess er óskað. Kremið geymist best í stofuhita í lokuðu íláti og geymist í allt að 3 daga.

Vona að þetta gagnist ykkur, megið endilega skella inn línu ef þið hafið spurningar eða viljið deila reynslu ykkar af þessari eða öðrum kökum 🙂

Print Friendly, PDF & Email

Share this:

  • Email
  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest
air brush i am baker leiðbeiningar rósarterta rósir smjörkrem sprautað krem sprautustútar

Article by Eva

Previous StoryAfmælis muffins
Next StorySúkkulaðikexkaka og fleiri muffins

Related Articles

  • Gulur vörubíll
  • Smjörkremsmyndir

5 replies added

  1. Tota 26/05/2011 Reply

    Þessi er geggjuð!

  2. María Hafsteinsdóttir 26/05/2011 Reply

    vá geggjað hjá þér 🙂

  3. Pingback: Allskonar hugmyndir |

    […] i am baker er mikill kökubloggssnillingur og sýndi ég ykkur um daginn hvernig þið gætuð gert rósartertu með lóðréttri lagskiptingu og var hugmyndin fengin frá þessum bloggara. Hér er færslan með þessari flottu hjartarköku […]

    Reply
  4. Pingback: Regnbogakaka |

    […] er í raun útgáfa af Basic white cake en ég gerði einmitt svoleiðis um daginn en sú uppskrift var aðeins […]

    Reply
  5. Pingback: Allskonar hugmyndir | Kökudagbókin

    […] i am baker er mikill kökubloggssnillingur og sýndi ég ykkur um daginn hvernig þið gætuð gert rósartertu með lóðréttri lagskiptingu og var hugmyndin fengin frá þessum bloggara. Hér er færslan með þessari flottu hjartarköku […]

    Reply

Leave your comment Cancel Reply

(will not be shared)

LEITA

DAGATAL

July 2022
M T W T F S S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031
« Mar    

NÝLEGAR FÆRSLUR

  • Öðruvísi heimagerð páskaegg
  • Páskaumfjöllun
  • Ferðalagið mikla og ný tækifæri
  • Nýtt útlit
  • Svampbotnar

MERKIMIÐAR

56% súkkulaði 70% súkkulaði air brush bolludagur Brauð brúðarterta brúðkaup döðlur Ferming flórsykur fondant gum paste haframjöl halloween hrekkjavaka hugmyndir hunang hvítur jarðarber karamella karamellur konfekt kókos leiðbeiningar Lodge muffins möndlur pottabrauð pottjárn páskaegg páskar rjómi sara bernhard sjávarsalt skírn smjörkrem sykur sykurmassi síróp sítrónur sörur súkkulaði trufflur tveggja hæða uppskrift
  • UPPSKRIFTIR
  • UM HÖFUND
  • BLOGGIÐ
  • DAGATAL
  • HAFÐU SAMBAND
©Kökudagbókin 2011-2020
loading Cancel
Post was not sent - check your email addresses!
Email check failed, please try again
Sorry, your blog cannot share posts by email.